Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 44
Rannveig íhugar hvert smá-atriði í byggingunni og hand-verkið verður að sannköll- uðum listgrip. „Ég fékk innblástur frá bláa húsinu í göngugötunni þar sem Bláa kannan er. Þetta er íburðarmikið og fallegt hús með turnum,“ segir Rannveig sem er nýflutt til Akureyrar frá Reykjavík. Hún stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri á sínum tíma og er því kunnug í bænum. Undan- farin ár hefur Rannveig starfað hjá lögfræðistofunni Juris í Reykjavík en er í fæðingarorlofi um þessar mundir. Vinnufélagar hennar þar fengu að njóta piparkökuhúsa hennar því hún gerði alltaf hús sem síðan stóð í móttökunni. Mikið nostur „Ég hef gert piparkökuhús í tíu ár. Það voru reyndar ekki bökuð piparkökuhús á mínu æskuheimili en mig langaði alltaf til að prófa,“ segir Rannveig. „Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt þegar ég byrjaði og hef þróað mig áfram á hverju ári. Þetta er orðið mikið nostur. Eitt árið skrifaði ég niður hversu marga tíma það tók að gera húsið og þeir voru 25. Húsið í ár var miklu flóknara og ég held að það hafi ekki farið minna en 40 klukkustundir í það. Fyrst teiknaði ég það upp og það var tímafrekt. Það var nokkuð flókið að gera turnana á húsið en þeir voru mesta áskorunin þetta árið,“ segir hún. „Ég hef mjög gaman af því að baka og geri töluvert af því. Ég hef til dæmis aðstoðað vini mína þegar þeir eru með veislur.“ Bakar mikið Árið 2016 bar Rannveig sigur úr býtum í piparkökuhúsakeppni Kötlu. „Ég gerði frekar lítið hús í fyrra þar sem ég var ófrísk,“ segir Rannveig sem bakar minnst sex smákökutegundir fyrir jólin. „Ég baka alltaf kökurnar hennar ömmu, vanilluhringi og pipar- kökur með pipar. Mömmukökur eru líka alltaf á borðum sem sumir kalla mömmukossa. Svo geri ég Sörur og súkkulaðibitakökur. Ég og systir mín bökum alltaf handa föðursystur okkar fyrir jólin,“ segir hún. „Marengsterta er fastur liður á jóladag en ég ólst upp við þann sið,“ segir Rannveig. Piparkökuhúsadagur Undanfarin ár hefur hún alltaf verið með piparkökuskreytinga- dag með vinum sem hún segir að sé ákaflega skemmtilegt. „Ég gerði fimm lítil piparkökuhús fyrir fjölskyldu og vini til að skreyta. Við höldum þennan dag yfirleitt fyrsta dag aðventu. Ég er mikil jólamanneskja og er búin að skreyta allt,“ segir hún. Góður jólamatur Rannveig og fjölskylda hennar borða purusteik á aðfangadag en skelfisk, humar, risarækjur og þess háttar fínerí á jóladag. „Ég var alin upp við fisk eða kjúkling á jóladag en móðir mín þoldi illa reyktan mat. Þess vegna var ekki hangi- kjöt. Maðurinn minn var alinn upp við skelfisk á jóladag og við höldum þeirri venju. Svo geri ég ístertu í eftirrétt,“ segir Rannveig sem var alin upp á Suðureyri við Súgandafjörð. „Ég hlakka mikið til jólanna, finnst þetta frábær tími. Ég veit ekki hvernig hús ég bý til á næsta ári en ábendingar væru vel þegnar,“ segir hún. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Listakona í piparkökuhúsum Rannveig Magnúsdóttir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hún gerir piparkökuhús. Að þessu sinni fékk hún innblástur frá Bláu könnunni á Akureyri. Rannveig er sannkallaður snillingur í piparkökuhúsagerð. Piparkökuhúsið fyrir þessi jólin er ekki af verri endanum en hugmyndina sótti Rannveig í bláa húsið sem stendur við göngugötuna á Akureyri. Rannveig passar að öll litlu atriðin séu í fullkomnu lagi. Snjórinn er gerður úr glassúr. Hvert smáatriði er úthugsað. Takið eftir gróðurkössunum og bekknum á milli. Þannig er þetta í alvörunni. Meira að segja klukkan er á sínum stað. Árið 2016 gerði Rannveig þennan kastala og vann samkeppni hjá Kötlu út á það. Glæsilegt pipar- kökuhús sem Rannveig gerði fyrir nokkrum árum. Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ 4 réttir + súpa dagsins aðeins 1.790 kr.* NAUTAKJÖT Í OSTRUSÓSU KJÚKLINGUR Í KARRÝSÓSU DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI *tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A F -D 8 6 0 2 1 A F -D 7 2 4 2 1 A F -D 5 E 8 2 1 A F -D 4 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.