Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Side 6
FRÉTTIR ÚR SAFNAHEIMINUM
Hver er helsta áskorunin í starfinu?
Inga Hlín
Valdimarsdóttir
safnstjóri
Minjasafns
Egils Ólafssonar
Pegar ég tólc við starfinu á Hnjóti
fyrir rúmum tveimur árum, kom
það mér mest á óvart hvað það er í
mörg horn að líta og hversu mörgum
hlutverkum einyrki á safni þarf að
sinna. Ég er allt í senn safnstjóri,
rekstrarstjóri, markaðsstjóri, net-
stjóri, verslunarstjóri, veitingastjóri,
starfsmannastjóri, verlcefnastjóri,
viðburðastjóri, umsjónarmaður fast-
eigna, ljósmyndari og ræstitæknir.
Ég er örugglega að gleyma einhverju,
en þegar svo mörg verkefni eru
aðkallandi þá getur reynst þrautin
þyngri að hafa yfirsýn og ná að sinna
öllu. Það er, að mínu mati stærsta
áslcorunin í þessu krefjandi, en þöl-
breytta og skemmtilega starfi.
Hjörtur
Þorbjörnsson
safnstjóri
Grasagarðs
Reykjavíkur
Helstu áskoranir sem mæta
starfsmönnum Grasagarðsins daglega
má finna í samspili hefðbundinnar
safnastarfsemi og þess opna og al-
menna rýmis sem garðurinn er. Varð-
veisla safngripanna, hátt umhirðustig
og friðsældin mynda ákveðinn og að
mörgu leyti óskilgreindan ramma
sem gerir garðinn að vinsælum
áfangastað Reykvíkinga til útivistar.
Eigandi safnsins, almenningur, hefur
því oft á tíðum miklar væntingar um
ótakmarkað aðgengi og góða aðstöðu
til útivistar í garðinum. Áskorunin
felst því meðal annars í því að mæta
þessum væntingum en um leið koma
í veg fyrir að slíkar kröfur komi niður
á varðveislu safngripanna, fræðslu um
þá og jöfnu aðgengi allra að þeim.
Þorgerður
Ólafsdóttir
safnstjóri
Nýlistasafnsins
Sporna gegn tímanum - sem er að
gera hið ómögulega, byggja upp hug-
lægt þol maraþonhlauparans vitandi
að marlcið er langt úr augnsýn, spyrja
í sífellu af hverju en einnig af hverju
ekki, víla og díla, spyrna gegn stofn-
anaminni - og gleymsku. Hafa þriðja
augað opið og halda áfram.
Fyrsti doktorinn
Safnafræði hefur verið kennd
við Háskóla íslands um ára-
raðir, í einstökum námskeiðum,
en greinin tók stórt stökk árið 2009
þegar farið var að bjóða uppá sérstalca
námslínu í fræðunum á framhalds-
stigi. Flestir nemendur stunda námið
til MA prófs, en nokkrir nemendur
leggja stund á fræðin til doktorsprófs.
Fyrsti doktorsneminn í safnafræði við
Háskóla íslands, Arndís Bergsdóttir,
varði ritgerð sína þann 25. ágúst 2017.
Ritgerðin heitir í íslenskri þýðingu
„(Ó)sýnileg: Samofin fjarvera kvenna
á íslenskum söfnum og mótun
femínískrar safnafræði.“ í ritgerðinni
fjallar Arndís um íslensk menningar-
minjasöfn og heldur hún því fram að
almennt sýni söfnin enfaldaða og ein-
hæfa mynd af framlagi kvenna. í sum-
um tilfellum sleppa söfn jafnvel að
minnast á þátt kvenna í sögum sam-
félagsins og þjóðarinnar. Arndís gerir
því skóna að rekja megi ástæður þessa
til kerfislægrar og hugmyndafræði-
legrar nálgunar safna á viðfangsefni
sín, þar sem karllæg gildi ráða ríkjum.
Reynsla karla er álitin verðugra við-
fangsefni í starfsemi safna svo sem
þegar kemur að söfnun efnislegra
heimilda og við gerð á frásögnum
í sýningarrýmum safna.
í ritgerðinni gerir Arndís þessa fjar-
veru eða ósýnileika lcvenna og fram-
lags þeirra að sérstölcu umíjöllunar-
efni og heldur því fram að skorturinn
á framlagi kvenna í starfsemi safna
verði að skoða sem mikilvægar og
merlcingabærar vísbendingar við mat
á starfsemi safna. Sé horft á menn-
ingarminjasöfn með þessum hætti,
hefur Arndís smíðað gagnrýnið sjón-
arhorn sem getur nýst við mat á starf-
semi safna og stuðlað meðal annars að
auknu jafnræði í heimildasöfnun og
sýningaframsetningu safna.
Ritgerð Arndísar í heild er hægt að
nálgast á Háskólabókasafni-Lands-
bókasafni og hluta hennar í ritrýndum
tímaritum á www.leitir.is.
6