Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 7

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 7
SÖFN OG HEILSA Upp úr miðri síðustu öld lcomu reglulega til landsins þýsltir augnsmiðir og smíðuðu gervi- augu úr gleri fyrir þá sem það þurftu. 100-150 manns nutu þjónustunnar árið 1972 og þá var sagt að þörfln væri vaxandi vegna hækkandi meðalaldurs og ijölgunar slysa. Auk þess var krabbamein í auga nú læknan- legur sjúkdómur og fleiri blind börn lcomust á legg en áður. Reglulega þurfti að fá smíðuð ný augu. Einn þeirra sem naut þjónustu hinna þýslcu augnsmiða notaði minnst 18 gleraugu frá því hann sjö ára drengur norður í landi missti augað í tálguslysi og þar til hann lést um áttrætt. Hann vildi lítið ræða slysið eða af- leiðingar þess en sagði þó frá því hversu erfitt og sárt það var að vera í smalamennsku á söndun- um og hálendinu í Þingeyjarsýslu. Þá hafði hann einungis lepp sem gerði það erfitt að verjast því að ryk og sandur lcæmist í tóttina. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, sagnfræðingur og safnafræðingur Glerauga Einir og Einíber Árið 1770 kom út Islensk Urtgardsbok eftir Ólafur Olavius einn af landsins helstu boðberum upplýsingarinnar. Útgáfan var styrlct af yfirvöldum og þúsund eintökum dreift ókeypis meðal íslendinga. Bólcin fjallar um ræktun matjurta og lækningajurta og eru taldar upp íslenskar jurtir sem talið var mögulegt að rælcta. Þar á meðal eru einir og einiber en af þeim „tilreiðast svo margslags læknismeðöl, að það er nær því ómögulegt að uppreikna þau öll saman. Einiber eru holl brjóstveilcum; þau styrkja magann, hreinsa blóðið druklcin í Tevatni; eiga við Fransos og verka sveita. Olían hefur sömu eigin- leika, en er hóflega inntakandi sakir hennar sterku verkana." Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir 7

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.