Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Page 12

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Page 12
Heimsókn á Fagurlistasafnid í Murcia. © David Frutos Ijósmyndari Æskilegt er að vera í samráði við læknateymi bæjarfélagsins við val á myndefni og mótun markmiða. í þessu samhengi er leitast við að skoða athyglisgetu þátttakendanna, samskipti og frumkvæði í verkefninu Listir og menning sem meðferð við alzheimer í Murcia á Spáni (http://art- andcultureastherapy.blogspot.com.es). í sérsniðinni dagskrá við Fagurlista- safn borgarinnar er það gert með völd- um málverkum og höggmyndum þar sem innihaldið miðast við: 1. Tímann: sögulegt tímabil, árstíðir, tími dags... 2. Staðinn: borg, fornminjar, nátt- úru, hafið ... 3. Tilfinningar: þekkja svipbrigði sem endurspegla gleði, sorg, svipbrigðaleysi... 4. Samskipti: ef félagsleg tjáslcipti eru sýnileg með líkamsstellingum eða sjónrænum tengslum 5. Veðurfar: vindstig (sést á trjám/ hafinu), hitastig (kemur fram í klæðaburði). 6. Búa til brú milli þess liðna og nú- vitundarinnar Viðfangsefnin eru mörg en til að ná til þátttakenda tengjast þau bæði staðnum og staðháttum, hvort sem um er að ræða andlitsmynd eða sviðsetningu úr daglegu lífi, abstralct- mynd, ljósmynd eða einstalcan hlut. Umfjöllunin byrjar alltaf út frá heild- inni og inn í smáatriðin. í upphafi er því spurt: Hvað sjáum við? Hvernig líð- ur þér fyrir framan myndina/verkið? - og hugmyndafluginu er hleypt af stað. Gefinn er tími til að horfa á myndina og draga fram hvernig listamaðurinn leiðir augað eftir myndinni / hvernig hluturinn er búinn til. Hvar nemur augað staðar? Hvað um birtu, skugga og áferð? Hafa þau áhrif á mynd- flötinn? Hvað vekur athygli? Annað umhugsunarefni er að setja sig í spor þess sem er í myndinni eða hugsan- lega notaði hlutinn, t.d. ímynda sér þolinmæði þess sem situr fyrir eða hver var atvinna hans eða hennar, með hvaða verlcfærum var hluturinn gerður? Svörin eru mismunandi eftir lífssögu hvers og eins, en þau eiga líka ýmislegt sameiginlegt samanber sam- eiginlega menningarsögu. Umræðan er því fjölbreytt, með einstökum reynslusögum. Heimsókn á safn er hugsuð bæði fyr- ir fólk með alzheimer og aðstandend- ur þeirra. Hún er fróðleg og byggir á félagslegum samskiptum, eykur samkennd og hvetur til tjáskipta án fordóma. Pað á við okkur öll að viðburður sem veitir ánægju og gleði vekur góða tilfinningu sem stendur yfir í góða stund. Eini munurinn er að þeir sem eru með alzheimer muna ekki af hverju þeim líður vel, geta elcki lýst atburðinum. Samt sem áður finnur safngesturinn fyrir vellíðan og lengur en aðeins á meðan heim- sóknin stendur yfir. Hún hefur aukið lífsgæði hans, sem er keðjuverlcandi, og stuðlar lílca að betri heilsu og til- finningalífi aðstandenda. Halldóra Arnardóttir Dolctor í listfræði og meðstjórnandi verkefnisins Listir og menning sem meðferð við Alzheimer 12

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.