Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Qupperneq 17
Nóa, að kútterinn væri einhverskonar
björgun fyrir fólk. Hugmyndin ein-
skorðast eklci bara við fólkið á Alcra-
nesi eða íslandi, heldur allt mannkyn,
enda verkefnið hluti af alþjóðlegri
hreyfingu um gildi þess að varð-
veita efnislegar minjar úr fortíðinni.
Hreyfinguna er lcannski eklci fjarri
lagi að kenna við trúarbrögð, eins og
David Lowenthal hefur haldið fram.
En þegar rætt er um menningararf
birtist, að mati hans, „sjálfsmeðvitund
eins og gert er í trúariðkunum."8
Travis DeCook hefur bent á að Sálu-
hjálparskipið felur í sér tengsl milli
hugtaka á borð við minni, varðveislu,
val og hjálpræði.9 Örkin hans Nóa fær
það hlutverk að vera „vöruhús" Guðs,
fyllt af lífverum sem nutu náðar hans
til að lifa. Örkin verndar lífverurnar
fyrir flóðinu og gefur þeim tækifæri
til áframhaldandi lífs, sem mögulega
er að einhverju leyti betra en það var
áður. Ég held að við getum yfirfært
þessar hugmyndir DeCoolc yfir á
kútter Sigurfara og spurt: Hvaða að-
stæður geta orðið til þess að hægt sé
að líta á skipið sem Sáluhjálparskip?
Hverju getur lcútter Sigurfari bjarg-
að frá meinum? Við getum kannski
dregið fram tvö svör við þessum
spurningum. Fyrsta svarið liggur í
minni. En skipið getur, eins og það er
í dag, verið vitnisburður um efnislegt
minni. Áþreifanleg og ein öflugasta
leiðin að skilningi á því hvernig mað-
urinn bar sig að af þekkingu við að
setja það saman. Skipið getur jafn-
framt komið í veg fyrir dofa, bæði í
huglægum og lílcamlegum skilningi.
En ekkert getur komið í stað minnis
efnisins við að miðla reynslu, búa til
og viðhalda huglægu og líkamlegu
minni af svona skipi en skipið sjálft.
Kútter Sigufara er því hægt að líta á
sem hvatningu - eða sáluhjálp - fyr-
ir minni sem felur í sér kröfu um
sannleika. Kútter Sigurfari í því formi
sem hann er í dag er efnislegur sann-
leikur. Verði hugmyndir um að rífa
hann niður munum við missa hluta af
sannleiknum. En mjög fá slík skip eru
ennþá til í heiminum. Ótti um slíkan
missi hvílir að baki mótbárum um að
setja menningarminjar, eins og skipið
kútter Sigurfara, í annað geymslu-
form minninga. Pýski rithöfundurinn
Bernhard Schlink orðaði þennan
ótta þannig að hann væri „ótti um
að sannleilcur hverfi, eklci eingöngu
með ímyndunarafli eða tilbúningi
vel eða illa meinandi höfunda, heldur
einnig með sönnum en einhæfum
og afvegaleiðandi hliðum á því sem
gerðist."10 Schlink hefur í huga hel-
för nasista í Pýskalandi þegar hann
skrifar þessi orð. Ég tel hins vegar að
þau eigi einnig vel við um sjóför og
sjómennsku í fortíð og nútíð - eins og
tímabilið þegar skútur voru upp á sitt
besta. Fjölmargt í tengslum við sjöför
og sjómennsku er bæði ímyndað og
afvegaleiðandi meðal annars fyrir þá
sök að við höfum takmarkaðan að-
gang að heimildum og þar með óljósa
þelckingu á því sem tengist tælcjum
og slcipum þess tíma. Flest af þeim
upplýsingum er á prenti eða í minni
fóllcs, en elcki í efnislegu formi eins og
lcútter Sigurfari er í dag. Við þurfum
því að reiða olckur á ímyndunaraflið
og ályktunarhæfnina, með öllum
þeim annmörkum sem maðurinn
hefur fyrir slíkt starf.
Samantekt
Ég hef reynt hér að framan að bregða
ljósi á þann vanda sem blasir við í
tengslum við kútter Sigurfara. Ég
hef gripið til þess ráðs að nota tvær
sterkar og lífsseigar sögur af skipum,
Fíflaskipið og Sáluhjálparskipið, til
að sýna fram á vandann. Önnur er
dæmisaga en hin er slcopstæling
að mati sumra. Kannski er hægt að
segja að vandinn einlcennist af tog-
streitu milli heimsku og fyrirhyggju,
óskhyggju og aðstæðum, þekk-
ingarleysis og þeklcingar, óreiðu og
skipulags, svo gripið sé til nolckurra
andstæðupara sem hægt er að draga
upp í krafti sagnanna.
Það er engin sérstök ástæða til þess
að gera upp á milli þessara samlík-
inga sem ég hef haft við um lcútter
Sigurfara. Miklu fremur er mikilvægt,
að ég tel, að opna fyrir hreinskiptna
umræðu um það sem aflaga hefur
farið, og kenna má við heimsku, og
svo mat um gagnsemi varðveislunnar
á Sigurfara. Þeir sem borið hafa hit-
ann og þungann af varðveislu skips-
ins hafa haldið því fram að kútter
Sigurfari sé eklci vandamál sem snýr
fyrst og fremst að íbúum Akraness.
Þeir hafa talað um skipið sem „þjóðar-
skútu“, þar sem það sé ekkert annað
sambærilegt skip varðveitt hér á
landi.11 En líkingarmáiið um „þjóðar-
skútuna" vísar einnig til samfélags-
legrar ábyrgðar íslendinga sem hafa
komið að varðveislu þess í gegnum
opinbera sjóði. Sé það svo, að kútter
Sigurfari og framtíð hans sé mál sem
snerti marga - og jafnvel fleiri fyrir
utan þjóðernisleg mörk íslands - er
lcannski mikilsvert að opna fyrir
hreinskiptna umræðu á opinberum
vettvangi. Draga hana fram úr hönd-
um þeirra sem hingað til hafa borið
hita og þunga af slcipinu, ræða þennan
tilbúna heim safnarans opinskátt með
þeim kostum og göllum sem fífla-
skapur og sáluhjálp fela í sér.
1 Arnaldur Indriðason. 2000. Mýrin. Reykjavík: Vaka-
Helgafell. Bls. 233.
2 Marx, Karl. 1968. „Átjándi braumaire Lúðvíks
Bónaparte.“ Úrvalsrit 11. Sigfús Daðason þýddi.
Reykjavík: Heimskringla. Bls. 119.
3 ENG. 1977. „Þjóðhátíðardella eða söguleg björgunar-
starfsemi?“ Þjóðviljinn, 28. ágúst, bls.13.
4 Sama heimild, bls. 13.
5 Sama heimild, bls. 13.
6 Gunnlaugur Haraldsson. 1985. „Kútter Sigurfari
1885-1985“ Sjómannadagsblað Akraness. Bls. 5-36.
7 N.N. 1982. „Viðgerð og varðveizla kútters Sigurfara er
eitt sameiginlegra verkefna þjóðarinnar." Morgunblaðið,
27. október, bls. 48.
8 Lowenthal, David. 1998. The Heritage Crusade and
the Spoils of History. Cambridge: Cambridge Uni-
versity Press.
9 DeCook, Travis. 2008. „The Ark and Immediate
Revelation in Francis Bacon's New Atlantis.“ Studies in
Philology 105 (1): 103-122.
10 Schlink, Bernhard. 2010. Guilt about the past. London:
Beautiful Books. bls. 119.
11 N.N. 2006. „Stórhuga áform um uppbyggingu báta-
húss.“ Ægir 99(3): 15-16. bls. 15.
Sigurjón Baldur Hafsteinsson,
prófessor
17