Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 19

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 19
SAFNGRIPIR OG HEILSA skráningu Ijósmynda, eða við gæslu- störf. Hér er tækifæri fyrir einstak- lingana til að venjast vinnu í öruggu umhverfi. Verkefnin eru sniðin að þörfum og getu hvers og eins; sumir fá námskeið í tölvunotkun, í gerð ferilsskráa, kennslu í gestrisni, eða þjálfun í því að vera með leiðsögn handa gestum safnsins. Verkefnið er fjármagnað með styrkjum þriðja aðila samstarfsins og leiðarljósið er að rjúfa einangrun þeirra, auka lífs- gæðin og að hjálpa því við að spjara sig í samfélaginu, enda leiðir vinna á safninu stundum til frekari tælcifæra eins og launaðri vinnu annarstaðar. Á safninu starfa um 100 sjálfboðalið- ar hverju sinni. í þessu öllu birtist viðleitni safnsins í því að vinna gegn þrálátum fordóm- um samfélaga allra tíma. Ingunnjónsdóttir, safnafræðingur Safneign Nýlistasafnsins Höfundur: Svala Sigurleifsdóttir Ártal: 1981 Miðill: Grafílc - Silkiþrykk (Upplag: 8/24) Stærð: 49 x 33.5 cm Verkið má sjá á vefsvæði Nýlistasafnsins á www.sarpur.is Verkið er án titils en á því má sjá bak- grunn sem minnir á veggfóður, fyrir miðju er brún-hvít ljósmynd af konu sem heldur á blómvendi. Við hlið hennar er gifsstytta án handleggja og fótleggja með rómversku yfirbragði. í kringum myndefnið eru sex pillu spjöld prentuð í lcoparlit. Hversdagsleiltann er að finna í handbragði verksins, litapalletan og veggfóðrið minnir á heimili á sjötta & sjöunda áratugnum og gefur af sér rólyndis yfirbragð. Pilluspjöldin sem prentuð eru í kringum mjmdefnið minna oklcur aftur á hversdags- leikann, almenna „hversdagslega” notkun lyíja og þá sérstaklega getnaðarvarnalyfja. Hvernig pillu- spjöldin eru látin ramma inn myndefnið minnir aftur á þessa hversdagslegu notkun getnaðar- varnalyfja og hvernig þær ramma inn fjölskyldulíf og gera okkur kleyft að stjórna fjölskyldumynstri okkar. Getnaðarvarnarpillan eða „pillan” eins og hún er gjarnan kölluð, kom á almennann markað uppúr 1960 og varð strax gríðarlega vinsæl en jafn- framt umdeild. Hún átti undir högg að sækja frá ýmsum samfélagshópum, var litin hornauga af kirkjunni og páfi lýsti yfir andúð sinni á tilveru hennar. í fyrstu var pillan álitin hin fullkomna getnaðarvörn og hún varð hálfgert tákn frelsis lcvenna og stjórn þeirra yfir eigin líkama og lííi. En þegar á leið komu fram ýmsar rannsóknir sem kollvörpuðu full- komleika hennar og vörpuðu ljósi á þær alvarlegu aulcaverkanir sem fylgdu notlcun pillunnar og opin- beruðu með því að frelsi kvenna fylgdu þjáningar. Verk Svölu Sigurleifsdóttur er unnið um það leyti er miklar rannsóknir um pilluna voru gerðar opinberar sem sýndu fram á alvarlegar auka- verkanir hennar. í kjölfarið döluðu vinsældir pillunnar og má ímynda sér að milcil umræða um pilluna, þessar aukaverkanir, líkama kvenna, frelsi og sjálfstæði hafi verið í samfélaginu um þessar mundir. Verkið gæti mögulega verið óður til hinnar fullkomnu getn- aðarvarnar, mikilla hugsjóna, stjórn á eigin lífi, samskipti kynjanna, fjöl- skyldunnar eða ádeila á þær þjáningar sem fylgja frelsinu. Verlcið endurspegl- ar hversdagsleikann og listamaðurinn gæti hafa gripið til þess efnis sem hún hafði við höndina, ónotuð og notuð pilluspjöld, því einhverja fegurð má sjá í formi lyfjaspjaldana. Áhugavert er að skoða verkið í dag með það í huga að í raun og veru hefur lítið breyst í framboði getnað- arvarna, getnaðarvarnarpillan fyrir konur er enn stærsta og vinsælasta hormónagetnaðarvörnin og enn er nokkuð í það að á markað komi hormónagetnaðarvörn fyrir karl- menn. Hversdagsleiki pillunar hefur þó ekkert dvínað en vitund um áhrif hennar á líkama kvenna hefur í dag þó hlotið umræðu og samtal. Kolbrún Ýr Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýló 19

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.