Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Page 21

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Page 21
talaði ég við tilvonandi þátttakcndur og hvatti þá til að taka þátt. Ég bauð upp á kaffi og lcöltur á meðan safnið stóð yfir. Mig langaði til að setja safnið listrænt upp í rýminu meðan Pop- Up safnið stóð yfir. Ég keypti snæri, filmur í gömlu polaroid myndavélina mína og litlar klemmur. Ég strengdi snærið yfir gluggann og hengdi upp polaroid myndir af hlutunum ásamt frásögnunum jafnóðum. Safnið byrjaði frekar rólega. Alls tóku fimm einstaklingar þátt, fatlaðir og ófatlaðir. Pað komu einnig noltkrir sem tóku þátt í spjalli og hlustuðu á frásagnir annarra. Ég slcilgreini beina þátttakendur þá sem koma með hlut og taka virkan þátt allan tímann. Óbeinir þátttakendur eru þeir sem koma að fylgjast með án þess að vera með hlut en enda svo á að taka þátt í samræðum. í heildina séð gekk þetta mjög vel fyrir sig, það myndaðist skemmtilegt andrúmsloft í rýminu og allir deildu frásögnum sín á milli og spjölluðu saman. Mér kom mest á óvart í hvaða átt umræðurnar fóru. Ég hafði ekki upplifað samræður á þess- um nótum innan þessa hóps fyrr sem var mjög sérstök upplifun. Til dæmis hafði einn þátttakandi nýlega gengið í gegnum erfitt tímabil og þrátt fýrir að hluturinn tengdist því ekki þá snérist umræðan um það. Þátttak- andinn hafði mikla þörf fyrir að tala og deila með hinum. Aðrir hlustuðu og veittu stuðning. Annar þátttak- andi lcom mér einnig á óvart en hann skrifaði lengstu frásögnina og deildi skemmtilegri minningu fá æsltuárum sínum. Út frá þessum fimm munum og frásögnum spunnust umræður og samtöl. Allir voru sammála um að endurtaka leikinn og bjóða fleirum að vera með. Ákveðið var á staðnum að halda annað Pop-Up safn með jóla- þema í lok nóvemher. Pemað á þessu safni var lífið sjálft. Ástæðan fýrir því að ég ákvað að velja svona opið þema var í raun til að fæla ekki fóllt frá þátt- töku og gera viðfangsefnið eins einfalt og hægt væri. Fyrir næsta Pop-Up safn sendi ég út auglýsingar á fleiri staði. Ég breytti rýminu á sama hátt. Mér til mikillar ánægju var ekki allt sama fólkið sem tólc þátt aftur en alls voru þátttakend- ur sex. Einn þátttakandinn sló svo sannarlega í gegn en hann kom með töslcu fulla af allsltonar forvitnilegum hlutum. Ekki nóg með það heldur kom hann með tilbúna útprentaða frásögn meðferðis. Prátt fýrir ítarlega lýsingu þurftum við að spyrja hann meira út í munina og halda þannig flæðinu gangandi. Pannig skipti sam- tal og virkni annarra miklu máli. Hann átti minningu tengda hverjum einasta mun og það var virlcilega gaman að heyra hann segja frá. Allir komu með eitthvað sem hægt var að tengja við jólin á einn eða annan hátt. Pað voru þrír óbeinir þátttakendur sem lcomu og tóku þátt í umræðum og deildu minningum með okkur. Fleiri kíktu við í styttri tíma og á tímabili var orðið noklcuð þröngt í rýminu. Munurinn á þessu Pop-Up safni og því fýrra var sá að umræðurnar gengu betur og það skapaðist skemmtilegra andrúmsloft en í fýrra skiptið. Enginn af þátttakendunum hafði orð á því að þeir hafi upplifað eitthvað neikvætt á meðan safninu stóð, þvert á móti fannst öllum þetta skemmtilegt og virtust njóta þeirrar athygli sem þau fengu. Vinna mín í búsetuþjónustu fýrir fólk með geðfötlun veitti mér eðlilega mikla innsýn, aðgang og traust sem ég hefði annars ekki og hefur því einhver áhrif á hversu vel verkefnið gekk fyrir sig. Pop-Up Geðheilsa stóð undir vænting- um mínum. Samskipti af þessu tagi draga úr félagslegri einangrun og hvetja til sjálfstjáningar. Mér finnst mikilvægt að halda þessu verkefni áfram og leyfa því að þróast. Rann- saka þarf betur áhrifin á þátttakendur og helst þannig að hægt væri að bera saman við sambærileg verkefni hér á landi sem og í öðrum löndum. Önnur verkefni Það eru mörg önnur söfn sem einblína á notendur geðheilbrigðisþjónustu.6 Lightbox safnið í Woking, Englandi er frægt fýrir samfélagsverkefni sérstaklega ætlað notendum geðheil- brigðisþjónustu.7 Safnið hefur unnið með sérfræðingum á sviði andlegrar heilsu og þjónustunotendur í nokkur ár. Boðið hefur verið upp á listræna virkni til að koma í veg fýrir að fóllc með geðfötlun einangri sig.8 Annað dæmi er Artefact verkefnið sem er samstarfsverkefni milli fjögurra safna í Norður-Wales. Mark- miðið var að nota slcapandi þátttöku innan safna til að bæta andlega heilsu og velferð fólks.9 Pátttakendur áttu allir sögu um andleg heilsufarsvanda- mál og/eða þjáðust af mikilli streitu. Peim var slcipt upp í hópa og tóku þátt í listasmiðjum allt upp í tíu vikur. Óháður matsaðili var síðan fenginn til að gera rannsólcn og meta áhrifin.10 Museum of the Mind verkefnið er tilkomið vegna frumkvæðis Bethlem Art and History Collections Trust og er staðsett á Bethlem Royal spítalanum í Beckenham, Englandi. Starfsfólk, félagshópar, sjúklingar sem dvelja á spítalanum sem og aðrir notendur taka þátt í endurtúllcun, endurþróun og endurstaðsetningu safneignarinnar. 21

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.