Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Side 25
VIÐTAL VIÐ SIGRIÐI SIGURÐARDOTTIR, SAFNSTJORA BYGGÐASAFNS SKAGFIRÐINGA
Safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga er Sigríður Sigurðardóttir.
Undirforystu Sigríðar hlaut safnið íslensku Safnaverðlaunin
árið 2016 fyrir framúrskarandi starfsemi sem einkennist
afskýrri stefnu og áherslu á samstarfviðfólk og stofnanir
í nærsamfélaginu, á íslandi og á alþjóðavettvangi. Safnið er
dæmi um að byggðasöfn geta sóttfram á nýjum vígstöðvum og
þannig styrkt stöðu sína. Ritnefndarkonur Kvists þær Inga Lára,
Sigrún og Ingunn spurðu Sigríði safnstjóra út í starfsemi safnsins,
rannsóknir þess og helstu áskoranir á löngum starfsferli.
Hverjar eru helstu breytingarnar
á starfstíma þínum?
Fjórða ágúst á þessu ári hef ég verið
30 ár í starfi. Helstu breytingar sem ég
skynja er meiri meðvitund samfélags-
ins gagnvart byggðasafninu, sem helg-
ast að ég held fyrst og fremst af því
að fólk hittir starfsmenn safnsins um
víðan völl. Pótt að ekki allir geri sér
100% grein fyrir því hvaða hlutverki
safnið þjónar að þá eru margir búnir
að átta sig á að það er meira heldur
en bara sýning í gömlum torfbæ. Ég
held að flestir hafi þetta á hreinu. Hins
vegar mættu einstaklingar í pólitísku
umboði, sem taka að sér stjórn þess
fyrir hönd Skagfirðinga, vera meðvit-
aðri um starfsemina.
Þegar ég kom hingað fyrst var
fátt í gangi. Bara eiginlega ekkert.
Sýslunefndarfulltrúum, þeim sem
réðu mig til starfsins, var svo gjörsam-
lega fyrirmunað að átta sig á því hvað
ég ætti að vera að gera, að þeir buðu
mér ekki einu sinni skrifstofuaðstöðu.
Þannig að þótt að menn og konur hafi
þá, árið 1987, viljað gera hag safnsins
sem mestan að þá náði hugsunin ekki
lengra en til sýningarinnar í gamla
bænum í Glaumbæ. Sýslunefndarfull-
trúar vildu endilega fá starfsmann
norður af því að Þór Magnússon,
þáverandi þjóðminjavörður, sagði
þeim í óspurðum fréttum að þannig
væri komið fýrir sýningunni í gamla
bænum í Glaumbæ að það væri best að
hafa bæinn tóman og að bjarga þeim
munum sem þar væru, ef þeir ætluðu
sér eklti að bæta hag byggðasafnsins.
Þá spruttu menn upp og vildu fá starfs-
mann. Þór benti þeim á mig. Fyrstu
fjögur árin var ég ráðin að hálfu af
sýslunefnd sem safnstjóri byggðasafns-
ins og í hlutastarf að sumri hjá
Þjóðminjasafninu sem minjavörður.
Þú ert þá fyrsti
starfsmaður safnsins?
Ég var fyrsti fastráðni starfsmaðurinn.
Áður höfðu verið gæslumenn á
sumrin sem opnuðu og lokuðu
bænum og lögðu aðgangseyri inn
á sýslunefndarskrifstofuna þar sem
þá var tekið við þeim.
Hver var þín hugmynd um
safnið í upphafi og hvernig
þróaðist sú hugmynd um hlutverk
safnsins í samfélaginu?
Mér hefur alltaf fundist að safnið ætti
að safna heimildum, í þrívíðu sem og
í öðru formi til að bæta við og miðla
þekkingu. Ég gerði mér fljótlega ljóst,
af því að ég kom frá Þjóðminjasafninu,
að fyrsta vers væri að tryggja safn-
kostinn, þann sem var hér til staðar
og sem var allur í sýningu í gamla
bænum í Glaumbæ. Hvort sem það
voru hálcarlasóknir eða fuglafleka-
niðurstöður frá Drangey, með meiru.
Bærinn og skúr sem stóðu á safnlóð-
inni þjónuðu sem geymslur. Það fýrsta
sem ég gerði var að finna geymslu til
að létta á bænum og hefjast handa við
skráningu á því sem hafði elcki verið
skráð frá 1963, en um það hafði Þór
Sigríður Sigurðardóttir, með gjafábréfum afhendingu safngripa
Magnússon séð. Frá 1963-1987 virðist
hafa rílct „status quo”. Safninu höfðu
borist ýmsir hlutir sem voru fóstraðir
í bænum, lcannski skráðir á blað, af
sumu fannst afrit inni í slcjalasafni.
Aðfangabólc, sem Þór hafði slcilið eftir
í nolckur laus blöð, var þéttskrifuð.
Maður gat samt áttað sig á flestum
gripum sem þarna voru. Svo þurfti að
spyrja þá sem voru á vaktinni þegar
gripirnir komu. Það tókst nokkuð vel
að fá þær upplýsingar.
Ég var heppin, vil ég meina. Fljótlega
eftir að ég kom norður var ég kosin í
Þjóðminjaráð fýrir hönd safnamanna.
Þar kynntist ég alls kyns vanda og
lausnum. Bara það að kynnast því
þar hvað starfsmenn á öðrum söfn-
um voru að brasa og að hverju önnur
söfn voru að vinna og að hverju eklci,
styrkti mig í starfinu. Ég var líka hepp-
in að því leyti að hér voru ekki mörg
einkasöfn. Nú eru hér á svæðinu tvö
stór samgöngusöfn í einkaeign með
sýningar. Árið 1992 hafði þáverandi
hreppstjóri Hofshrepps samband.
25