Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 30

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 30
SAFNGRIPIR OG HEILSA Gripir lenda á söfnum af marg- víslegum ástæðum. Sumir vegna aldurs síns, aðrir vegna fegurðar. Sumir eru sjaldgæfir en aðrir almennir og einkennandi. Þá eru sumir handgerðir, aðrir hannað- ir, og sumir segja sögu eða eru bara svo sérstakir. E>að má t.d. segja um þann grip sem hér er til umfjöllunar. Hann hangir á vegg á neðri hæðinni í safni sem áður var kennt við Norður- Þingeyinga og heitir Snartarstaðir en sem er nú hluti af Menningarmiðstöð Þingeyinga. Gripurinn sem um ræðir er orf sem var sérsmíðað fyrir einhentan bónda, Sigurgeir ísaksson frá Undirvegg í Kelduhverfi (1860-1949). Tildrög þess að hann missti handlegginn voru þau að árið 1895 var Sigurgeir ásamt bróður sínum að leita að fé. Hann fann lamb í gjá og hugðist bjarga því. En þar sem hann var að losa stórt grjót við op gjárinnar, fékk hann einhvers konar aðsvif eða áfall. Hann vissi eklci af sér fyrr en hann rankaði við sér ofan í gjánni með hægri handlegginn fastan í stórgrýti á gjárbarminum. Handleggurinn hafði mölbrotnað frá olnboga að öxl og stóðu beinflísar út úr opnum sárum. Það varð Sigurgeiri til lífs að hann gat kallað á bróður sinn sem tókst að losa hann og sækja hjálp en 10 lcm voru til næsta bæjar. Hófst nú langt og flókið ferðalag sem endaði á Akureyri þar sem handleggurinn var tekinn af honum. Kunnur hagleiks- og hugvitsmaður, Magnús Þórarinsson frá Halldórs- stöðum í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu, sá hinn sami og smíðaði fyrstu spunavélar landsins, smíðaði orf handa Sigurgeiri. Það var af sérstakri gerð og þótti hreint furðuverkfæri eða vél. Hingað til höfðu íslendingar beitt orfinu með tveim höndum við slátt. Það var næstum óskiljanlegt að hægt væri að vinna það verk með einni hendi. Sigurgeir fagnaði fram- takinu þótt ekki hafi gengið vel í fyrstu að handleika verkfærið. Hann náði þó fljótlega tökum á því og ljóst var að Magnús hafði hugsað uppfinn- inguna rétt. Það var vel hægt að slá með þessu vinstri handar orfi, meira að segja með verulegum afköstum. Sigurgeir hafði mikið vinnuþrek og var útsjónarsamur að finna leiðir til að gera það sem þurfti þrátt fyrir sína fötlun. Hann sló allmikið með orfinu en þó eingöngu á sléttu og helst í mýrlendi. Heimildir: 1969. Björn Guðmundsson, Árbók Þingeyinga 1977. Björn Haraldsson, Samvinnan Sigrún Kristjánsdóttir, safnafræðingur og deildarstjóri miðlunar og fræðslu í Borgarsögusafni Sigurgeir á Undirvegg 30

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.