Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 37
HUGLEIÐING SAFNMANNSINS
Hvað heitir saf nið?
Hugleiðing um
vörumerki safna
Nafn safns er eitt það fyrsta
sem skilgreinir safnið fyr-
ir umheiminum og er stór
þáttur í vörumerki þess ásamt sjálfri
byggingunni og myndmerki (lógó).
Vörumerki nær þó yfir miklu breiðara
svið. Sterlct vörumerki birtist í öllu,
stóru sem smáu sem safnið stendur
fyrir, efnisvali á sýningum, viðmóti
starfsfólks og mörgu öðru. En séu
þessir þrír grunnþættir, nafn, mynd-
merki og bygging ekki í samhljómi
er hætt við að aðrir þættir sem falli
undir vörumerki safnsins séu erfiðir í
markaðslegu tilliti.
- Byggðasafn Dalamanna
- Hvalasafnið á Húsavík
- Landbúnaðarsafn íslands
- Listasafn Árnesinga
- Sauðfjársetrið á Ströndum
- Sjóminjasafn Austurlands
- Hönnunarsafn fslands
Þegar skoðuð eru nöfn þessara safna
hvort sem er rótgróinna safna eða
nýrra, sést vel að nöfnin eru eðlileg
og í takt við hlutverk og markmið
viðlcomandi safns. Nafn safnsins er
þannig lýsandi fyrir starfsemi þess.
Þó er þetta ekki alltaf svona einfalt.
Hér verður farið aðeins inná þetta
svið í þeirri viðleitni að velcja athygli
á mikilvægi nafna. Þegar snöggt er
litið yfir safnaveröldina hér á landi
eru nöfn og heiti safna nokkuð frum-
skógarkennd. Fjölgun sýningarhúsa,
tilfærsla sýninga, ný sýningaraðstaða
eða lokun sýninga, sameining safna
jafnvel við aðrar menningarstofn-
anir eru allt aðstæður sem kalla á
ígrundun á heiti safns.
Nafn tengt við byggingu
Nafn safnsins á gjarnan bæði við
stofnunina og sjálfa bygginguna sem
hýsir sýningar þess. Þegar Listasafn
Árnesinga eða Heimilisiðnaðarsafnið
á Blönduósi er nefnt er jafn lílclegt
að átt sé við bygginguna eins og
sjálfa starfsemina. Nafnið hlutgerist
í byggingunni og utanaðkomandi
greinir varla safnastofnunina frá
sýningaraðstöðunni. Þetta á jafnvel
við um Þjóðminjasafn ísland þrátt
fyrir að starfsemin sé í fjölmörgum
byggingum, því sjálft sýningarhúsið
við Suðurgötu er elsta og skærasta
stjarna safnastarfsins. Við slíkar að-
stæður er marlcaðssetning undir nafni
og ásýnd safnsins einföld og augljós.
Fjölmörg söfn glíma hins vegar við
aðrar aðstæður þar sem nafn endur-
speglar marlcmið og hlutverk en
byggingin sem hýsir sýningu ber
sitt eigið vörumerki og eigið nafn.
Gott dæmi um slíkt er sýningarhús
Byggðasafns Snæfellinga og Hnapp-
dæla staðsett í Norska húsinu í
Stylckishólmi. Þar tvinnast saman
miðlun á byggðasögu héraðsins sem
og saga sjálfs hússins. Vörumerki
byggðasögu Snæfellinga og Hnapp-
dæla verður sem sagt Norska húsið og
byggðasafnsheitið verður að undirtitli.
Svipað má segja um Glaumbæ þar
sem eru höfuðstöðvar Byggðasafns
Skagfirðinga og vefslóðir þessara
safna (glaumbaer.is og norskahusid.
is) eru til marks um það. í markaðs-
legu tilliti er nafn húss mögulega
aðgengilegra og meira aðgreinandi en
byggðasafnsheitið en jafnframt getur
slík nafngift þrengt að safnastarfi
þegar miðlun teygir sig út fyrir
ramma þessa vörumerkis.
Eitt vörumerki eða mörg?
Nafngiftir safna geta orðið flóknar
þegar söfn sameinast eða minni
söfn safnast saman undir væng
stærra safns. Byggðasafn Árnesinga
er gott dæmi um þetta því bæði er
það eitt þeirra safna sem hafa nafn
húss sem vörumerlci en einnig hef-
ur byggðasafnið önnur söfn undir
sinni umsjón.1 Sýning safnsins hefur
verið í danska lcaupmannshúsinu,
Húsinu á Eyrarbakka, síðan 1995
og síðan þá hefur byggingin verið
vörumerki byggðasafnsins. Síðar
falla Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
og Rjómabúið á Baugsstöðum undir
starfsemi Byggðasafns Árnesinga og
þá verður vandasamt að fella þær
safnaeiningar undir vörumerkið
„Húsið“ í marlcaðslegu tilliti jafnvel
þótt sjóminjar og mjólkurvinnsla
myndu falla vel undir vörumerlcið
„byggðasafn". Safnið stendur þess
vegna frammi fyrir því að kynna
þær einingar sérstaklega og undir
öðrum hatti.
Á nolckrum stöðum undir svipuðum
aðstæðum hafa safnaeiningar fengið
37