Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 40

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 40
FRETTIR UR SAFNAHEIMINUM Flotilla -Ráðstefna lista- mannarekinna rýma var haldin í Charlottetown, Kanada, 21-24 sept- ember 2017. Tilgangur ráðstefnunar er að styrkja stoðir listamanna- rekinna rýma, ýta undir samtal og rannsalca þær hugmyndir og þá tímatengdu þætti sem nauðsynlegir eru til sjálfbærrar þróunar lista- mannarelcinna rýma samtímans. Nýlistasafnið tekur þátt í ráðstefn- unni og kynnir m.a. heimildarsafn sitt um Gjörninga á íslandi og Heimildarsafn um Frumkvæði Listamanna í Reykjavík. www.flotillaatlantic.com Listahátíðin Cycle var haldin í þriðja sinn, 1 sept. til 1. október 2017, í menningarhúsum Kópavogs við Hamraborgina. Hátíðin er vett- vangur fyrir samtal tilraunakenndrar samtímatónlistar- og myndlistar, þar sem listamönnum gefst lcostur á að ræða saman, gera tilraunir og læra af hver öðrum. Hátíðin 2017 var til- einlcuð Fullveldisafmæli íslands og miðaði að því að veita listamönnum innblástur fyrir þróun og sköpun nýrra listaverlca sem verða sýnd á ári fullveldisafmælisins. Sjá meira á heimasíðu hátíðarinnar www.cycle.is Sequences Myndlistarhátíð verður haldin í áttunda slciptið í Reykjavík 6-15 október 2017. Pema hátíðarinnar í ár er Elastic Hours og er sýningarstjóri hennar Margot Norton. Heiðurslistamaður er Joan Jonas og mun einlcasýning á verkum hennar opna í Nýlistasafninu, Marshallhúsi, þar sem úrval verlca frá mismunandi tímabilum ferils hennar verða til sýnis. Sjá meira á heimasíðu hátíðarinnar www.sequences.is Sameiginlegt varðveisluhús á Austurlandi? Unnið er að gerð forkönnunar á áhuga og þörf safna, sveitarfélaga, stofnana og fýrirtælcja á Austurlandi á sameiginlegu fjölnota varðveislu- og þjónustu- húsnæði. Meginhlutverlc þess yrði varðveisla gagna og muna en aulc þess lcæmi stofnunin til með að annast forvörslu og slcráningu eftir þörfum hvers og eins notanda. Könnunin er unnin fýrir Safnastofnun Fjarðabyggð- ar og er hluti af mastersritgerð Steinunnar Maríu Sveinsdóttur fagstjóra Síldarminjasafns íslands og meistaranema í safnafræði við Háskóla íslands. Niðurstaða könnunarinnar mun liggja fyrir í lolc þessa árs. 40

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.