Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 10
10 Ljósmæðrablaðið - desember 2016 Heilsugæslan á Dalvík, Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, Heil- brigðisstofnunin á Blönduósi og Fjallabyggð. Flatarmál þessa þjón- ustusvæðis er stórt og nær frá Blönduósi í vestri til Þórsafnar í austri og á þessu svæði búa um 35.000 manns og eru starfsmenn 500. Ljós- mæðraþjónusta er í boði á öllum starfstöðum, sú þjónusta er unnin í samvinnu við heimilislækna og fæðingarlækna á sjúkrahúsinu á Akureyri, ef þörf er á (Heilbrigðisstofnun Norðurlands, e.d.). Mikilvægi ljósmóðurþjónustu og öryggi Fæðingarstöðum hefur einnig fækkað í öðrum vestrænum löndum. Í Kanada hefur síðustu 15 ár orðið fækkun á þjónustustöðum innan barneignarþjónustunnar og má þar nefna að í British Columbia hefur 20 sjúkrahúsum verið lokað frá því árinu 2000. Hinar ýmsu ástæður liggja þar að baki, til að mynda hefur verið erfitt að fá fagfólk til að starfa á slíkum stöðum og áhyggjur hafa verið af slæmri útkomu þjónustunnar, bæði fyrir móður og barn (Grybowski o.fl., 2015). Lokanir sjúkrahúsa og þar með skerðing á barneignaþjónustunni hafa einnig orðið annars staðar en í Kanada, má þar nefna Skotland, Ástr- alíu, Bandaríkin, Nýja-Sjáland og Norður-Evrópu. Þessi þróun hefur leitt til þess að flestar fæðingarnar fara fram á hátæknisjúkrahúsum í þéttbýli (Harris o.fl., 2011; Kornelsen og Grzybowski, 2006). Rannsóknir sína að konur upplifa óöryggi og álag við að hafa ekki ljósmæður í sinni heimabyggð. Þær þurfa gjarnan að keyra langar vegalengdir við erfiðar aðstæður bæði landfræðilegar og veðurlega séð. Það getur einnig verið mikill álagsþáttur fyrir þær konur sem eiga börn að þurfa að fara af heimilinu til að sækja barneignarþjón- ustu annað. Mikill kostnaður getur fylgt því að þurfa að leita eftir barneignarþjónustu langt frá sinni heimabyggð, til dæmis vegna heimilisrekturs utan heimabyggðar og tekjutaps maka. Þessar aðstæður geta haft áhrif á að konur reyna að skipuleggja barneignir út frá árstíma, til að draga úr líkum á að slæmt veður og færð hafi áhrif þegar kemur að fæðingunni (Kornelsen og Grzybowski, 2006). Grzybowski o.fl. (2015) benda á að stöðva þurfi þessa þróun og snúa við lokun fæðingarstaða og skerðingu á barneignarþjónustunni á landsbyggðinni. Starf ljósmæðra getur verið krefjandi og ákveðin áskorun þar sem fæðingartíðni er lág, þær starfa oft einar og skortur er á aðgengi að fæðingarlækni og skurðstofu. Þrátt fyrir þessar hindranir hafa niðurstöður rannsókna sýnt fram á mikilvægi barn- eignarþjónustunnar á landsbyggðinni fyrir öryggi móður og barns. Auknar líkur eru á fyrirburafæðingu fyrir 37. viku ef ekki er starf- andi ljósmóðir í heimabyggð (Grzybowski o.fl., 2015) og hafa rann- sóknarniðurstöður einnig sýnt að því lengra sem kona þarf að ferðast á næsta þjónustustað aukast líkurnar á burðarmálsdauða (Stoll og Kornelsen, 2014; Grzybowski o.fl., 2015). Viðtal við Önnu Maríu Í viðtali við Önnu Maríu Oddsdóttur, ljósmóður á Sauðárkróki, þar sem fæðingardeild hefur verið lokuð síðan árið 2009 komu fram upplýsingar um hvernig hún hefur á fjórum árum skipulagt og byggt upp öflugt, fjölbreytt og útvíkkað starf ljósmóðurinnar. Hún starfar í 90% stöðu sem ljósmóðir. Hún er í húsi á heilbrigð- isstofnuninni með fasta viðveru á dagvinnutíma en er svo með bakvaktarsíma til klukkan átta á kvöldin, alla virka daga. Fyrir utan þann tíma þurfa konur að leita á fæðingardeildina á Akur- eyri. Hún sinnir konum á meðgöngu, allt frá upphafi hennar og þar til konur fara í fæðingu. Hún sér um alla fræðslu, til að mynda foreldrafræðslu og fæðingarfræðslu, og getur gefið konum nála- stungur, til dæmis undirbúningsnálar fyrir fæðingu. Sauðárkrókur er ekki áætlaður fæðingarstaður í dag og flestar velja þann kost að Útsýnið af fæðingardeildinni. Anna María ljósmóðir á Sauðárkróki.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.