Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 31
31Ljósmæðrablaðið - desember 2016 leg, til dæmis ef legvatnið er litað eða ef konan er með lítið vatn eftir rof á belgjum og oftar en ekki lagast rit við þetta. Einnig sjáum við mun minni notkun á utanbastsdeyfingu hér en á Íslandi. Hver ástæðan er þar á bakvið er kannski erfitt að segja en okkar tilfinning er sú að konur hér vilji margar forðast utanbastsdeyf- ingu og taka það jafnvel fram í fæðingarbréfi. Einnig er morfín mikið notað til verkjastillingar á fyrsta stigi fæðingar og er það þá gefið í vöðva og nægir það oft til að hjálpa konum yfir erfiðasta hjallann. Það hefur einnig vakið athygli okkar að óhefðbundnar meðferðir í fæðingu eru lítið sem ekkert notaðar hér. Mjög fáar ljósmæður eru með menntun í nálastungum, ilmolíur þekktust ekki áður en við mættum á svæðið, en nú höfum við tekið inn piparmyntuolíuna sem hefur gefið mjög góða raun. Reboza þekkist lítið og er ekkert notað. Baðið er lítið notað. Vatnsfæðingar eru ekki leyfðar hér og þar að auki er það í verklagsreglum að setja konur í fæðingu í rit á tveggja tíma fresti, þrátt fyrir hléhlustun. Þá þurfa konurnar að fara upp úr baðinu og inn á stofuna sína til að fara í rit, fæstar fara aftur í baðið. Einnig höfum við lítið orðið varar við notkun slökunartónlistar, nema þá í einstaka tilfellum þegar skjólstæðingur kemur sjálfur með tónlistina. Sitjandafæðingar eru einnig mjög sjaldgæfar hér og mælt er með því, ef vending tekst ekki, að konur fari í keisaraskurð. Það sem okkur finnst kannski stærsti munurinn á reynslu okkar á Íslandi og svo reynslu okkar hér er að þar sem að rit eru sýnileg utan fæðingarstofa þá er yfirsetan ekki eins mikil og langar yfirsetur þekkjast ekki. Við sjáum að sjálfsögðu bæði kosti og galla við þetta. Hér reyna ljósmæður eftir fremsta megni að sýna nærveru en þegar mikið er að gera og krafan um stöðuga yfirsetu er ekki til staðar þá segir það sig sjálft að hún er mun minni. Kosturinn við það að vinna í teymi með sjúkraliða er að þegar mikið er að gera og sinna þarf tveimur krefjandi skjólstæðingum á sama tíma þá getum við deilt verkefnum okkar á milli en ljósmóðirin og sjúkraliðinn þurfa ekki að vera bæði til staðar nema við sjálfa fæðinguna. Öll skráning í fæðingarferlinu fer fram á tölvutæku formi og eina sem konan þarf að taka með sér á fæðingardeildina er blóðflokk- unarblað og skilríki. Fæðingardeildin hefur aðgang að tölvutækum mæðraskrám sem og rannsóknarniðurstöðum frá heilsugæslunni og skráning eftir fæðingu byggist á því að haka í þar til gerð stöðluð form þannig að samfelldur texti er ekki mikill. Ekki er mikið um heimafæðingar hér á Skáni, meðal annars vegna þess að konur þurfa að standa undir öllum kostnaði sjálfar. Einnig eru skilyrði fyrir að fá að fæða heima strangari en við þekkjum á Íslandi, til dæmis má frumbyrja ekki fæða heima þrátt fyrir að vera alveg hraust í eðlilegri meðgöngu. Skjólstæðingarnir okkar eru fjölbreyttur hópur en Lundur er mikið fjölmenningarsamfélag, bæði útaf háskólanum og einnig vegna fjölda innflytjenda. Fjölmenningin í Svíþjóð gæti einnig verið ástæðan fyrir því hversu frábært viðmót við höfum fengið frá okkar skjólstæðingum, en Svíarnir eru vanir því að heyra bjagaða sænsku og það frá fólki í öllum stéttum og stöðum. Við erum allar sammála um það að hafa aldrei þurft að líða fyrir það að vera útlendingar. Við höfðum allar áhyggjur af því í byrjun að sinna konum í fæðingu, varla talandi á tungumálinu og bjuggumst kannski við því að konur myndu vilja skipta okkur út fyrir ljósmóður sem væri talandi, en það gerðist aldrei. Aftur á móti hafa Svíarnir verið duglegir að hrósa okkur og hafa margir haft orð á því hvað Íslendingar eru fljótir að ná sænskunni. Við erum allar sammála um að lífið hér í Svíþjóð er afar gott. Þó launin séu svipuð og á Íslandi þá er mun ódýrara að lifa hérna. Það kom okkur til dæmis mikið á óvart þegar börnin okkar byrjuðu í skóla hér og við þurftum ekki að kaupa neitt fyrir skólann, nema þá Af fæðingarstofu. Af vaktherberginu.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.