Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 35
35Ljósmæðrablaðið - desember 2016 Nú er u.þ.b. hálft ár síðan við fengum fréttirnar um að við værum komnar inn í ljósmóðurfræði. Ég man tilfinninguna eins og hún hafi gerst í gær. Það var föstudagur og ég hafði beðið með óþreyju alla vikuna en okkur hafði verið tjáð að við myndum fá fréttirnar fyrir helgi. Þegar tölvupósturinn birtist á skjánum á símanum mínum fraus ég. Ég sneri símanum á hvolf og stífnaði upp. Ég þorði ekki að kíkja. Það tók mig tæpa klukkustund að manna mig upp til þess að skoða póstinn og ég fór náttúrulega að hágráta þegar ég las svarið. Þó svo að ég væri himinlifandi vissi ég ekkert hvað var í vændum. Fyrstu dagarnir voru dásamlegir. Við fórum rólega af stað og fengum góðan tíma til að kynnast hópnum. Við þurftum að sætta okkur við að vera ekki í gömlu stofunni í Eirbergi en sú stofa var víst ekki mönnum bjóðandi sökum heilsuspillandi myglu. Ég hugsa þó að húsnæðismálin hafi tekið meira á kennarana en okkur og voru sumir í hálfgerðu uppnámi yfir skrýtna andrúmsloftinu í Lækna- garði og öllu kertaleysinu. Einnig höfum við staðið í ströngu varð- andi bakkelsismál og lent upp á kant við húsvörðinn sem vildi ekki leyfa okkur að vera með mat og drykk inni í kennslustofum. Við höfum þó komist upp á lagið með að leyna hann því að við séum með veitingar þar sem það kemur ekki til greina að fara á mis við þá rótgrónu hefð að klára áfanga með hlaðborði af veitingum fyrir hópinn. Við héldum einnig uppi heiðri hefðarinnar um að fara saman í sumarbústað og skelltum okkur á virkum degi. Sú ferð æxlaðist á töluvert annan hátt en ég hafði gert mér í hugarlund en fljót- lega vorum við allar sestar niður með prjóna og heklunál líkt og við gerum alla jafna í kennslustundum. Voru flestar að byrja á hinu margumrædda ljósmæðrateppi sem sést í þáttunum „Call the Midwife“ og þvílík og önnur eins framleiðsla! Það var ekki fyrr en garnirnar voru farnar að gaula allhressilega sem að einhverjar tóku að sér að standa upp og snúa sér að eldamennskunni. Eftir dýrindis lambalæri og ágætt spilakvöld var haldið í pottinn og fljótlega eftir það fór ein og ein að týnast í háttinn. Nú eigum við aðeins einn áfanga eftir og við erum orðnar ansi þreyttar. Ef ljósmóðurfræðinámið hefur kennt okkur eitt- hvað þessa fyrstu mánuði, þá er það hvernig veita skal buguðu samstarfsfólki viðeigandi stuðning. Við værum ekki hér ef við hefðum ekki hver aðra. Eftir hvern einasta áfanga höfum við tekið nokkurs konar pústfundi þar sem við fáum útrás fyrir óhóf- legt verkefnaálag. „Bara nokkrir dagar í jólafrí“ er það síðasta sem ég hélt að ég myndi hugsa í þessu námi. Allt er svo áhuga- vert og skemmtilegt, en þegar álagið verður of mikið verður upplifunin önnur. Við hlökkum því til að snúa til baka, úthvíldar og þrautlesnar, úr jólafríinu til þess að takast á við framhaldið. Þrátt fyrir mikla andlega bugun og þreytu í hópnum höfum við náð að kynnast hver annarri mjög vel. Á nokkrum mánuðum erum við orðin hálfgerð fjölskylda og er ekki furða að samnemendur kalli hver aðra systur. Við erum gríðarlega sterkur hópur með ólíkan bakgrunn og við höfum lært óendanlega mikið af hver annarri. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir hópinn og get ekki beðið eftir því að starfa með þessum drottningum í framtíðinni. Inga María Árnadóttir, nemandi á 1. ári í ljósmóðurfræði Í upphafi náms O D D R Ú N - F É L A G L J Ó S M Æ Ð R A N E M A FYRIR 1/2 TIL 2 ÁRASTOÐMJÓLK TILBÚIN TIL DRYKKJAR SAM H LIÐ A BRJÓ STAG JÖ F PRÓTEININNIHALD SNIÐIÐ AÐ BÖRNUM Nánari upplýsingar um Stoðmjólkina má finna á vefsíðunni: ms.is/heilsa/heilsuvorur/stodmjolk C-VÍTAMÍN ÖRVAR JÁRNUPPTÖKU FYRIR TENNUR & BEIN BARNA ÞÆ G ILEG AR U M BÚ Ð IR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Fyrsta árs ljósmæðranemar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.