Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 24
24 Ljósmæðrablaðið - desember 2016 Meltingargerlar fyrir börn sem bæta meltinguna og heilsuna Bio-Kult Infantis er vísindalega þróuð góðgerlablanda fyrir börn. Inniheldur 7 gerlastrengi af mismunandi mjólkursýrugerlum. Reynslan og rannsóknir sýna að gerlarnir styrkja og bæta bæði meltinguna og heilsuna, auk þess sem þeir innihalda einnig D3-vítamín og gott hlutfall af Omega 3. Innihald í hverjum skammti: 1 milljarður af góðgerlablöndu EPA + DHA: 1 mg D3-vítamín 2,5mcg 50% RDS • Bragðlaust, án glúten, auka- og litarefna. • Má gefa nýburum og mjög ungum börnum. • Má setja út í vökva eða á geirvörtu móður. • Má gefa með sýklalyfjum. • Þarf ekki að geyma í kæli. • Hefur reynst vel við bakflæði og magakveisu hjá ungbörnum. • Rannsóknir styðja virkni vörunnar. Sjá nánar á www.icecare.is – Þú finnur okkur á: IceCare vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. FR U M - w w w .f ru m .i s því miður lítið verið gert til að bæta þessar aðstæður. Dánartíðni mæðra er því miður ennþá há og ófaglærðar yfirsetukonur halda áfram að vera vandamál sem ekkert er gert í. Á Íslandi er veruleikinn allur annar. Það er himinn og haf á milli gæða þjónustu barnshafandi mæðra á Filippseyjum og á Íslandi þar sem MMR er 4 á hverjar 100.000 fæðingar og dánartíðni mæðra var engin árið 2013 (WHO, 2013). Allar barnshafandi konur, óháð efnahag, eiga rétt á fullkominni heilbrigðisþjónustu sem er veitt af háskólamenntuðum ljósmæðrum eða fæðingarlæknum (Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007; Lög um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997). Á milli 80‒90% mæðra á Íslandi njóta heimaþjónustu eftir fæðingu (Hildur Sigurðardóttir, 2014). Getnaðarvarnir eru auðfáanlegar sem gerir konum kleift að stjórna ákvörðun um barneign. Í umsjá hæfra ljósmæðra er litið á heimafæðingar sem öruggan kost fyrir heilbrigðar mæður með eðlilega meðgöngu. Og síðast en ekki síst, þá er staðall fyrir hágæða heilbrigðisþjónustu barnshafandi kvenna og eru öll alvar- leg atvik rannsökuð af embætti landlæknis og gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. LOKAORÐ Ákvarðanir ráðandi stjórnvalda, auk stjórnenda heilbrigðiskerfisins geta haft víðtæk áhrif á líf kvenna, þar á meðal reynslu þeirra að eign- ast barn, minning sem mun fylgja þeim alla ævi. Samkvæmt alþjóða- siðareglum ljósmæðra taka ljósmæður þátt í þróun og útfærslu þeirrar heilbrigðisstefnu sem stuðla á að bættri heilsu kvenna og fjölskyldna sem von eiga á barni (ICM, 2014). Það þarf mikla vinnu og vilja til að bæta aðstæður á Filippseyjum. Rannsókn á forsögu fæðingarsögu ömmu minnar kveikti áhuga minn á ljósmóðurfræði í þróunarlöndum, sérstaklega á að bæta heilsu mæðra á Filippseyjum. Það hefur veitt mér mikinn innblástur til þess að ferðast og fara í sjálfboðaliðastarf í þróunarlöndum í framtíðinni. Það eru forréttindi að fá að læra ljósmóð- urfræði en með því fylgir skuldbinding til þess að gera allt sem í manns valdi stendur til að aðstoða barnshafandi konur í neyð. HEIMILDIR Buowari, O. Y. (2012). Traditional birth attendants issue: A menace in developing countries. Nigerian Journal of Medicine, 21(4), bls. 466‒468. Hildur Sigurðardóttir. (2014). Reynsla og viðhorf kvenna: Umönnun í sængurlegu á stofnun og heima. Ljósmæðrablaðið, 92(1): 16‒22. International Council of Midwives (ICM). (2014). International Code of Ethics for Midwi- ves. Hague, Netherlands. Lög um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997. Lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. Rasanathan, K., Bakshi, S., Rodriguez, D.C., o.fl. (2014). Where to from here? Policy and financing of integrated community case management (ICCM) of childhood illness in sub-Sahara Africa. Journal of Global Health, 4. Rogan, S. E. G. og Olvena, V.R. (2004). Factors affecting maternal health utilization in the Philippines. Paper presented at 9th national convention on statistics (NCS), Quezon City, Manila, Philippines. Romualdez, A.G., dela Rosa, J.F.E., Flavier, J. D. A., Quimbo, S. L. A., Hartigan-Go, K. Y., Lagrada, L. P. o.fl. (2011). The Philippine Health System Review. Health Systems in Transition, 1(2), bls. 6‒11. Singh, S., Darroch, J.E. og Ashford, L. og Vlassof, M. (2009). Adding it up: The costs and benefits of investing in sexual and reproductive health. New York: Guttmacher Institute. Tsui, M. H., Pang, M. W., Melender, H. L., Xu, L., Lau, T. K. og Leung, T. N. (2006). Maternal fear associated with pregnancy and childbirth in Hong Kong Chinese women. Women Health, 44(4), bls. 79‒92. World Health Organization (WHO). (2013). Trends in Maternal Mortality: 1990 to 2013. Geneva: höfundur. Þorbjörg Guðmundsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir. (2001). Menningarheimar mætast: Áhrif trúar, menningar og arfleifðar á samskipti og meðferð innan heilbrigðisþjónustunnar. Reykjavík: Landlæknisembættið. Meltingargerlar fyrir börn sem bæta meltinguna og heilsuna Bio-Kult Infantis er vísindalega þróuð góðgerlablanda fyrir börn. Inniheldur 7 gerlastrengi af mismunandi mjólkursýrugerlum. Reynslan og rannsóknir sýna að gerlarnir styrkja og bæta bæði meltinguna og heilsuna, auk þess sem þeir innihalda einnig D3-vítamín og gott hlutfall af Omega 3. Innihald í hverjum skammti: 1 milljarður af góðgerlablöndu EPA + DHA: 1 g D3-vítamín 2,5mcg 50% RDS • Bragðlaust, án glúten, auka- og litarefna. • gef nýburum og mjög ung m börnum. • setj út í vökv eða á geirvörtu móður. • Má gefa með sýklalyfjum. • Þarf ekki að geyma í kæli. • Hefur reynst vel við bakflæði og magakveisu hjá ungbörnum. • Rannsóknir styðja virkni vörunnar. Sjá nánar á www.icecare.is – Þú finnur okkur á: IceCare vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. FR U M - w w w .f ru m .i s FR U M - w w w .f ru m .i s

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.