Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 18
18 Ljósmæðrablaðið - desember 2016 Bakgrunnur Hinn 1. mars 2014 voru fæðingarhluti Hreiðursins og fæðingardeild Landspítalans sameinuð í eina fæðingardeild, fæðingarvaktina. Ein af þeim áskorunum sem við stóðum frammi fyrir þá var að standa vörð um eðlilegar fæðingar því sá möguleiki er fyrir hendi að vinna ljósmæðra með konum sem hafa áhættuþætti geti litað starfshætti þeirra í vinnu með konum í eðlilegu ferli. Við fórum því af stað á þessari nýju deild meðvituð um þessa áhættu og með vilja til að standa vörð um eðlilegar fæðingar. Við vissum að það var mikil- vægt að fylgjast stöðugt með árangri okkar og útkomu til að geta fylgst með því hvort við værum að ná markmiðum okkar eða ekki. Frá árinu 2011 höfum við á Landspítalanum verið í átaksverkefni til að fækka alvarlegum spangarrifum við fæðingar og höfum fylgst náið með útkomunni. Það útheimtir talsverða vinnu að taka saman tölur og birta reglulega og stundum geta annir komið í veg fyrir slíka vinnu og þá er hætt við að fólk sofni á verðinum. Við vissum því að við þyrftum að nýta okkur tæknina til að gera okkur kleift að hafa góðan aðgang að upplýsingum og fylgjast stöðugt með árangri. Fyrirmyndin Við höfðum heyrt af svokölluðum rauntímamælum sem voru í notkun á bráðadeild Landspítalans. Rauntímamælarnir höfðu verið þróaðir af starfsmönnum heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar í samvinnu við fagfólk og stjórnendur bráðadeildar. Mælar bráða- deildar mæla fyrst og fremst þætti sem tengjast flæði sjúklinga, svo sem biðtíma, fjölda og þess háttar. Þannig eru aðgengilegar áreið- anlegar upplýsingar á hverjum tíma um biðtíma og álag. Notkun rauntímamæla byggir á aðferðafræði straumlínustjórnunar (e. Lean management) sem miðar að því að innleiða öfluga umbótamenn- ingu sem eykur öryggi sjúklinga, gæði þjónustunnar og minnkar sóun (Páll Matthíasson, 2014). Rauntímamælar bráðadeildar eru fyrirmynd að okkar mælum sem við höfum kosið að kalla árangursmæla. Þeir sýna fyrst og fremst árangur okkar á ákveðnum sviðum sem við höfum valið að fylgjast með. Þeir sýna vissulega nokkurn veginn í rauntíma en vegna eðli upplýsinganna þótti okkur nægjanlegt að láta þá uppfærast einu sinni í viku en ekki á nokkurra mínútna fresti eins og rauntímamælar gera. Undirbúningur Elín Arna Gunnarsdóttir ljósmóðir leiddi undirbúningsvinnu fyrir hönd fagfólks fæðingarvaktar og Hulda Guðmundsdóttir var full- trúi heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar. Hulda Hjartardóttir fæðingarlæknir og Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir tóku einnig þátt í undirbúningi. Vinna við mælana hófst í janúar 2014 og markmiðið var að þeir væru tilbúnir 1. mars sama ár. Okkar fyrsta verk var að ákveða hvaða mæla við vildum hafa og skilgreina öll greiningarnúmer á bak við hvern og einn mæli. Forsenda þess að geta fengið upplýsingar inn í árangursmæli er að upplýsingarnar séu skráðar rafrænt. Næsta verkefni var að skilgreina græn, gul og rauð svæði á mælunum. Grænt svæði táknar ákjósanlegan árangur, gult svæði ásættanlegan árangur en rautt svæði óásættanlegan árangur. Þetta reyndist þrautin þyngri og við komumst að því að það var ekki mögulegt að skilgreina þessi svæði fyrir alla mælana, a.m.k. ekki að svo stöddu. Hulda Hjartardóttir og Elín Arna Gunnarsdóttir tóku að sér að skoða fræði og tölur sem mögulega gætu gefið okkur hugmyndir um viðmið um markmið og hvernig við gætum skilgreint græn, gul og rauð svæði. Þannig lögðum við af stað með viðmið sem voru misjafnlega vel rökstudd og misjafn- Árangursmælar á fæðingarvakt F R Æ Ð S L U G R E I N Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir fæðingarvaktar Landspítala Elín Arna Gunnarsdóttir, ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítala

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.