Fréttablaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 20
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Fundur verður haldinn til að kynna ferðir ársins 2019 á Hótel Natura (Loftleiðahótelinu) þriðjudaginn 19. febrúar 2019 kl. 19:30 Kaffiveitingar, verð kr. 3.190,- Upplýsingar um ferðir ársins 2019 er hægt að finna á http://orlofrvk.123.is/ Hægt er að nálgast upplýsingar og bækling á skrifstofunni að Hverfisgötu 69, á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum, milli klukkan 16:00 til 17:30, í mars og apríl 2019 og í síma 551-2617/864-2617 á sama tíma. ,,Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Nefndin Þetta byrjaði allt saman í University of British Columbia …“ Svo segir í grein sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag eftir Jón Baldvin Hannibalsson undir fyrirsögninni „Til varnar femínisma“. Í greininni segir Jón að svo kallaðir öfga- femínistar komi nú óorði á femínismann. „Við megum ekki láta þeim takast það,“ segir Jón. Í grein sinni segir Jón sögu af rithöfundinum Steven Galloway sem kenndi skapandi skrif við háskóla í Kanada en var sagt upp störfum þegar nemandi „sakaði hann um nauðgun“. Jón fer reyndar ekki rétt með staðreyndir í frásögninni. Kennarinn var sakaður um ýmislegt f leira og ekki er rétt eins og Jón heldur fram að „virtur hæstaréttarlögmaður“ hafi fundið Galloway „not guilty“. Málið er ekki jafn klippt og skorið og Jón lætur í veðri vaka. En látum það liggja milli hluta. Tilefni þessa pistils er ekki að leiðrétta söguna hans Jóns. Þvert á móti vil ég þakka Jóni fyrir að láta sig varða velferð okkar femínista. Æ skal gjöf gjalda og til að launa Jóni hugul- semina vil ég segja honum sögu á móti: Bráðnandi ananas Þetta byrjaði allt saman á kvikmyndahátíðinni Sundance árið 1997 … Þekkt leikkona, Rose McGowan að nafni, er þangað komin til að kynna nýjustu kvik- mynd sína. Ári áður hafði McGowan slegið í gegn í myndinni Scream sem hlaut lof gagnrýnenda og gríðarlega aðsókn. Þegar áhrifamesti kvikmyndaframleiðandi Holly- wood og yfirmaður McGowan boðar hana á fund sinn er hún upp með sér. „Ég held að líf mitt sé loks að verða auðveldara,“ segir hún þegar hún kveður myndatöku- menn sjónvarpsstöðvarinnar MTV sem eru að gera um hana heimildarmynd og bankar á hurð hótelher- bergis Harvey Weinstein. Dyrnar opnast. McGowan býður aðstoðarmönnum Weinstein góðan daginn en þeir líta undan og yfir- gefa herbergið. McGowan og Weinstein ræða málin. En þegar fundinum lýkur vill Weinstein ekki að hún fari. Hann vill sýna henni nuddpottinn sinn. Wein- stein vísar McGowan inn á baðherbergi. Í bók sinni Brave lýsir McGowan andartakinu þegar líf hennar breytist í martröð. Weinstein gnæfir yfir henni, stór á alla kanta, grófgerður, illúðlegur með fitugt andlit þakið örum – eins og tröll, eins og bráðnandi ananas. Því næst stekkur hann á hana, rífur hana úr fötunum, lyftir henni upp og skellir henni ofan í nuddpottinn. Hann skorðar hana upp við vegg og þvingar fótleggi hennar í sundur. Sírenur glymja í höfði McGowan. „Vaknaðu, Rose. Vaknaðu.“ Það er sem hún svífi upp úr eigin líkama og horfi niður á atvikið þegar Wein- stein kemur vilja sínum fram við hana. Líf Rose McGowan varð aldrei samt. „Sorgin heltók mig,“ segir hún í bók sinni. „Kynferðislegt of beldi sviptir mann getunni til að vera manneskjan sem maður var og það stelur manneskjunni sem manni var ætlað að verða.“ „Réttarmorð“ Jón Baldvin segir ásakanir í garð Steven Galloway „réttarmorð“. Í ljósi þess að engin voru réttarhöldin á Jón líklega við að Steven Galloway hafi – ef við lítum fram hjá rangfærslum Jóns um málið – orðið fyrir óréttlæti – glæp, of beldi – sem þrífst fyrir utan lög- sögu dóms og laga. Í kjölfar Sundance hátíðarinnar leitaðist Rose McGowan við að gera samskipti sín við Weinstein að máli sem varðar réttarríkið en án árangurs. Það var ekki fyrr en tuttugu árum síðar að spilaborgin féll. Níutíu konur hafa nú greint opinberlega frá kyn- ferðislegri áreitni og of beldi af hálfu Weinstein undir formerkjum #metoo en þeirra á meðal eru Gwyneth Paltrow, Salma Hayek og Angelina Jolie. Það skiptir ekki máli hvort við erum femínistar, and-femínistar eða öfgafemínistar; f lest getum við sammælst um að eitt „réttarmorð“ er einu „réttar- morði“ of mikið. En af því hlýtur að leiða að níutíu réttarmorð eru líka of mikið. Það sama gildir um tutt- ugu og þrjú. Kæri Jón Frestur til að skila inn umsögnum um fjölmiðla-frumvarpið rann út í gær. Gert er ráð fyrir 300 til 400 milljóna árlegum stuðningi við einka-rekna fjölmiðla. Sú fjárhæð bætist við milljarð-ana 4,7 sem ríkið leggur RÚV til á þessu ári. Þegar lagst er yfir tölur um framlög til RÚV blasir við að stjórnvöld hafa um áratugaskeið predikað eitt en framkvæmt annað. Í skýrslu um RÚV frá 2015 voru dregnar fram sláandi upplýsingar um stöðu RÚV í samanburði við ríkismiðla í nálægum löndum. Fram kom að framlög á íbúa til RÚV væru að jafnaði um fjórðungi hærri á Íslandi en til ríkis- miðla á Norðurlöndum, Bretlandi og Írlandi. Ótalin var auglýsingasala RÚV sem enn breikkar bilið í samkeppn- inni, ríkisrisanum í vil. Skýrsluhöfundar bentu á þetta og stjórnmálamenn tóku undir, einkum þeir sem skipa sér á hægri vænginn. Nú væri nóg komið. Tæpum fimm árum síðar er myndin svartari. Bein framlög úr ríkissjóði hafa vaxið um ríflega 42% og verða eins og að ofan greinir 4,7 milljarðar króna á þessu ári. Skerfur RÚV af auglýsingakökunni hefur sömuleiðis stækkað um hátt í þrjátíu prósent og nemur 2,3 milljörðum á ári. Það sem áður þótti líklegt heims- met í meðgjöf til ríkismiðils er nú örugglega heimsmet. Sjö milljarðar króna! Áhyggjustunur stjórnmálamanna reyndust mark- lausar. Sjálfstæðisflokkurinn ber langstærsta ábyrgð. Hægri flokkurinn sem ráðið hefur ríkjum í mennta- málaráðuneytinu nánast samfellt í áratugi þorir ekki gegn bákninu. Orð reyndust eitt, gjörðir annað. Núverandi menntamálaráðherra má eiga að hún lagði fram tillögur sem hönd á festir. Gallinn er þó sá að þær ganga alltof skammt og komast ekki nálægt því að berja í markaðsbrestina sem ægivald RÚV kallar yfir okkur. Gjafmildi stjórnvalda í þágu RÚV hefur ekki bara orðið til þess að þrengja að einkamiðlum í landinu, heldur einnig valdið fádæma agaleysi í rekstri RÚV. Árið 2014 kostaði stofnunin um 50% meira í sambæri- legum rekstri en einkamiðillinn 365, þrátt fyrir margfalt umfangsmeiri útsendingar og starfsemi hjá síðarnefnda félaginu. Hjá RÚV var starfsmannahópurinn í það minnsta tvöfaldur. Miðlar 365 tilheyra nú Sýn. Allar líkur eru á að enn frekar hafi dregið sundur á síðari árum með síauknum framlögum til RÚV. Auðvitað endurspeglast það í fjárút- látum þeirra sem hafa það náðugt. Nýtt fréttasett RÚV kostaði eins og 20 sett á Stöð 2, sem tekin voru í notkun nokkrum misserum fyrr. Slík dæmi eru mörg. Hvert mannsbarn sér að þetta getur ekki haldið svona áfram. Eðlilegt er að gera sparnaðarkröfu til ríkismið- ilsins. Danska ríkissjónvarpinu var gert að skera niður árleg útgjöld um 20% á fimm árum. Farin var sú leið að draga úr starfseminni. Loka sjónvarps- og útvarpsrásum. Af hverju má ekki skikka RÚV til að fara svipaða leið? Skattgreiðendur vilja ekki frekari fjáraustur til fjöl- miðla. Ríkið á ekki að setja krónu aukalega í málaflokk- inn. Heldur ætti að beina hluta þeirra fjármuna sem fara til RÚV árlega til einkamiðlanna, og gera sparnaðar- kröfu á móti. Af nógu er að taka. Fjáraustur Skattgreið- endur vilja ekki frekari fjáraustur til fjölmiðla. Ríkið á ekki að setja krónu aukalega í málaflokk- inn. 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -2 9 3 0 2 2 5 7 -2 7 F 4 2 2 5 7 -2 6 B 8 2 2 5 7 -2 5 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.