Fréttablaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 25
ÞAÐ ÞRENGIR AÐ EN FRELSAR. BDSM ER EINS OG KAPÍTALIÐ, HELDUR MANNI NIÐRI EN ER Í SENN STERK EINSTAKLINGS- BUNDIN TJÁNING. Matthías Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Löggiltur rafverktaki Sími: 696 5600 rafsol@rafsol.is Millimál í fernu Næring+ er vítamín- og steinefnabættur. Næring+ hentar einnig þeim sem vilja handhægt orku- og próteinríkt millimál. Næring+ er orku- og próteinríkur næringar- drykkur sem hentar vel þeim sem þurfa að þyngjast eða sporna við þyngdartapi. VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN erum í söluástandi. Augnablikið þar sem við seljum okkur sker ekki tím- ann í tvennt heldur hjúpar sig yfir hann. Við erum stöðugt að sökkva dýpra í þessa sölu- og neysluhyggju. Við erum fyrirtæki, sem rekur fyrir- tæki sem rekur fjölmiðil og hljóm- sveit og stefnum á að framleiða gosdrykk. Sodadream verður gos- drykkurinn okkar. Og líka okkar helsti styrktaraðili. Eins og ísraelska Sodastream? Matthías: Sem framleiðir miklu óæðri vöru en Sodadream. Margrét Friðriksdóttir lýsti því yfir á dögunum að hún myndi f lytja úr landi ef þið færuð áfram í keppn- ina í Ísrael. Hvað fannst ykkur um það? Matthías: Það var ánægjulegt þegar stjórn Svikamyllu ehf. til- kynnti okkur að Margrét Friðriks- dóttir hefði verið ráðin fjölmiðla- fulltrúi Hatara, enda hafa allar hennar yfirlýsingar verið okkur í hag og við þakklátir þeim. Hún stendur sig mjög vel. Klemens: Hún verður höfð í heiðri í nýju kóloníunni okkar í Ísrael. Matthías: Vilji Margrét f lytja í BDSM-nýlendu Hatara, við botn Miðjarðarhafs, þá er hún velkomin. Það verður séð vel um hana. Tölum aðeins um BDSM, hvers vegna veljið þið þennan lífsstíl? Matthías: Það er sterkasta tján- ing frjálslyndis sem fyrirfinnst. Það þrengir að en frelsar. BDSM er eins og kapítalið, heldur manni niðri en er í senn sterk einstaklingsbundin tjáning. Eigið þið stóran aðdáendahóp, hverjir eru aðdáendur ykkar? Matthías: Metalhausar, börn á öllum aldri, Svíar, fólk með græna hanakamba. Miðaldra karlar með blæti og húsmæður. Klemens: Langömmur og lang- afar. Matthías: Rússar á Instagram. Klemens: Dóttir mín. Matthías: Vinstri sinnaðir Ísra- elsmenn. Klemens: Þýskaland. Matthías: Allir sem skilja kald- hæðni. Þið hafið ekki komið til Ísraels. En fjölmiðlar þar eru mjög forvitnir um ykkur og þið voruð í stórri umfjöllun á næststærstu sjónvarpsstöð lands- ins nýlega. Ef þið verðið ekki kosnir áfram, ætlið þið samt að fara til Ísraels? Matthías: Við myndum vilja bera það undir Margréti Friðriksdóttur. Hvort við lýsum því yfir opinber- lega. Hvað eruð þið að lesa, hver er ykkar andlega næring? Hvaðan spretta allar þessar hugmyndir? Klemens: Noam Chomsky, Yahya Hassan, Naomi Klein, Mark Fisher, Peaches og Elísabet Jökulsdóttir. Eruð þið trúaðir? Klemens: Já, ég trúi á æðri mátt. Matthías: Ég líka. Fyrirlítið þið Eurovision? Klemens: Nei. Matthías: Eurovision er vett- vangur og það er val fólksins hvað á hann er sett. Klemens: Eurovision er fyrsti áfanginn í að knésetja kapítal- ismann. Matthías: Og gott verkfæri sem slíkt. Þið eruð verulega pólitískir? Matthías: Já, og það er þversögn að segja annað um Eurovison og annan listrænan vettvang? Hvað finnst ykkur fallegt? Hvað hreyfir við ykkur? Klemens: Dóttir mín. Hvað er hún gömul? Klemens: Hún er nítján mánaða gömul. Matthías: Það fallegast a í þessum heimi eru stór og rúmgóð bílastæði, grípandi auglýsingaher- ferðir á orkudrykkjum og hljóðið í útvarpinu þegar það segir manni hvað maður er að hlusta á: FM 95,7. Þetta er fuglasöngur, árstíðirnar og lífið sjálft. Þið eruð svolítið ólíkir? Er einhver togstreita í bandinu? (Löng þögn.) Klemens: Við erum sama mann- eskjan í grunninn. Matthías: Á meðal hugsandi fólks er alltaf togstreita. Við erum fædd í mótsögn við okkur sjálf. Að lokum, viljið þið segja eitthvað við lesendur sem eru að lesa þetta viðtal við ykkur? Klemens: Hatari er viðvörun. Þið ráðið hvort þið hlustið. Matthías: Ef forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, er að lesa þetta viðtal: Þá bíðum við enn þá eftir svari. Hann má skrifa okkur á hatari@hatari.is eða svikamylla- ehf@svikamylla.is. Áskorunin um að mæta okkur í glímu stendur enn. Finnst ykkur best að útkljá málin þannig? Klemens: Það er ekkert sannara en heiðarleg glímukeppni. Matthías: Málin eru best útkljáð þannig. Ok kur þók nast ek k i of beldi. Hver eru gildin ykkar? Matthías: Drengskapur og gagn- rýnin hugsun. (Og kynþokki, tuldrar Klemens ofan í bringuna.) Matthías: Við vonum að stjórn- málamenn um alla Evrópu sýni drengskap í hvívetna. Hlusti á gagn- rýni og virði mat hlutlausra dómara á borð við Sameinuðu þjóðirnar. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 7 -5 0 B 0 2 2 5 7 -4 F 7 4 2 2 5 7 -4 E 3 8 2 2 5 7 -4 C F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.