Fréttablaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 38
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Ansjósur hafa hingað til ekki verið algengt hráefni á borðum Íslendinga. Þær eru ýmist seldar niðursoðnar eða í litlum krukkum og fást í f lestum matvöruverslunum hérlendis. Bragð þeirra er nokkur einstakt, þær eru vel saltar og einar og sér búa þær yfir mjög sterku fisk- bragði. Við eldun hverfur þó sterkt fiskbragðið og þær setja einstakan svip á alla rétti. Eftir því sem þær eru borðaðar oftar verða þær um leið meira ómissandi í matargerð- ina, t.d. á pitsur og í ýmsa pasta- rétti auk þess sem þær poppa upp íslenska lambið svo um munar. Spaghetti Puttanesca Hér er klassískur ítalskur réttur, ættaður frá Napolí, þar sem kapers, ólífur og ansjósur spila saman í risastórri bragðbombu. Hráefnið er einfalt, matreiðslan einföld en bragðið er himneskt. 225 g spagettí Salt 90 ml ólífuolía 4 meðalhvítlauksgeirar, skornir í mjög þunnar sneiðar 4-6 ansjósuflök, mjög smátt söxuð ½ tsk. þurrkaðar chili flögur ¼ bolli kapers, saxað smátt ¼ bolli svartar ólífur, saxaðar létt ½ dós heilir tómatar, kreistið þá aðeins Lúka af saxaðri steinselju 30 g parmesanostur Svartur pipar 1 dós túnfiskur (má sleppa) Setja einstakan svip á matargerðina Ansjósur eru stundum kallaðar beikon hafsins enda elsk- aðar af mörgum sem líkar við þær á annað borð. Hér eru nokkrar einfaldar en um leið ljúffengar uppskriftir þar sem ansjósur leika stórt hlutverk sem gaman er að prófa. Kyddað an sj- ósusmjörið á eftir að slá í gegn. Klassískur ítalskur réttur, ættaður frá Napólí. Sígilt Cesar salatið er himneskt með sósunni, sem inniheldur m.a. ansjósur. Tapenade maukið er borið fram sem forréttur eða pinnamatur með snittum og kexi. Í þessari uppskrift skipta gæði ólífanna miklu máli. Sjóðið spagettíið. Á meðan það sýður skal setja um 60 ml af olíu, hvítlaukinn, ansjósurnar og chili f lögur á meðalstóra pönnu. Látið malla rólega þar til hvítlaukurinn tekur á sig smá lit. Bætið næst ólífum og kapers út í og hrærið saman. Næst fara tómatar út í og látið sjóða létt í smá stund. Þegar spagettíið á eftir um 1 mínútu er það fært yfir á pönnuna og hrært saman. Skiljið eftir um 1 bolla af vatninu í pottinum. Bætið 1-2 msk. af spagettívatninu út á pönn- una og hrærið reglulega. Bætið meira af vatni út í ef þarf. Þegar spagettíið er soðið er afgangi af olíu, steinseljunni og ostinum bætt út í. Saltið og sparið ekki piparinn. Ef þið notið túnfisk er honum bætt út í í lokin. Berið fram með parmesanosti. Samloka með radísum og ansjósusmjöri Þessi er svakalega sniðug. Stökkar piparkenndar radísurnar blandast ilmandi og krydduðu ansjósu- smjörinu. Einföld og þægileg lausn sem vekur pottþétt athygli. 4 sneiðar af góðu hvítu brauði 50 g smjör við stofuhita 3 ansjósuflök, söxuð mjög smátt 6 radísur, sneiddar þunnt 1 tsk. graslaukur, smátt saxaður 1 tsk. dill, smátt saxað 1 tsk. steinselja, smátt söxuð Salt Svartur pipar Blandið saman í skál ansjósum, smjörinu og kryddjurtum. Hrærið saman. Smyrjið yfir allar brauð- sneiðarnar. Raðið radísusneiðum yfir tvær brauðsneiðarnar og stráið smá salti og svörtum pipar yfir. Lokið samlokunni og berið fram. Mauk frá Miðjarðarhafsströndum Tapenade er gjarna haft sem forréttur eða pinnamatur með snittum og kexi en það er einnig notað til að bragðbæta sósur eða sem meðlæti með lambakjöti eða fiski. Hér eru gæði ólífanna aðalat- riðið og helst ætti að nota nicoise- eða kalamataólífur þótt aðrar komi til greina. 100 g svartar ólífur 1 msk. kapers 2 ansjósur 1 hvítlauksgeiri, lítill Lauf af nokkrum timjangreinum 1 msk. sítrónusafi 3 msk. ólífuolía Steinhreinsið ólífur og setjið í mat- vinnsluvél ásamt öllu hráefni utan olíunnar. Maukið gróft. Hellið næst olíunni smátt og smátt út í. Maukið þar til tilbúið. Heimild: Eitthvað ofan á brauð, eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Frábært Cesar salat Cesar salatið er klassískt salat sem á rætur að rekja til Bandaríkja- mannsins Cesar Cardini sem var af ítölsk-mexíkóskum uppruna. Salatið er til í mörgum útgáfan en uppistaðan er gjarnan rómansalat, parmesanostur, brauðteningar og góð sósa. Margir bæta við kjúkl- ingi og beikoni í salatið og um leið er sósan bragðbætt með ansjósum sem gefur himneskt bragð. Ljúf- fengt og frískt salat sem á við alla daga vikunnar. 1 bakki kjúklingabringur eða lundir 1 haus rómansalat Parmesanostur, rifinn niður gróft Beikon, steikt þar til stökkt og skorið í bita Brauðteningar Salatsósa: 5 dl. ólífuolía 1 fersk eggjarauða 2-3 ansjósur 3 hvítlauksgeirar, pressaðir 1 msk. Worchestershire-sósa 2 msk. Dijon-sinnep Safi úr 1 sítrónu 2 tsk. hvítvínsedik (má sleppa) Salt og pipar Öll hráefni utan olíunnar eru sett í matvinnsluvél. Hellið olíunni út í með mjórri bunu á meðan hrært er. Rífið salatið niður í grófa bita og setjið í stóra skál ásamt öðru hrá- efni ætluðu salatinu. Bætið sósunni saman við. Brauð- teningum og rifna parmesan- ostinum er bætt saman við og að lokum er kjúklingi og beikoni dreift yfir. Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu 2019 Garðabær, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Seltjarnarnes, Suðurnesjabær og Vogar Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Í ár verða eftirtaldar ferðir í boði: Alpafegurð í Austurríki ........................................3. – 10. maí Aðventuferð til München í Þýskalandi ...............................27. nóvember – 1. desember Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma 18. – 22. febrúar á milli kl. 17:00 og 19:00. Svanhvít Jónsdóttir ......565 3708 Ína D. Jónsdóttir............421 2876 Guðrún Eyvindsdóttir ...422 7174 Sigrún Jörundsdóttir ...661 3300 Sólveig Jensdóttir .........861 0664 Sólveig Óladóttir ... ....... 698 8115 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -8 2 1 0 2 2 5 7 -8 0 D 4 2 2 5 7 -7 F 9 8 2 2 5 7 -7 E 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.