Fréttablaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 78
Halldór Áskell er yfir vef- og hugbúnaðarsviði Premis, en fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli í ár. Þrátt fyrir tveggja áratuga sögu er félagið tiltölulega óþekkt utan upplýsingatæknisam- félagsins og við spyrjum Halldór um félagið. „Félagið hefur vaxið nokkuð hratt síðustu ár og hefur m.a. sameinast minni félögum eins og Omnis, Opex, Skapalóni, Davíð og Golíat og nú um ára- mótin fyrirtækinu Tölvustoð. Þessar sameiningar hafa flestar tengst kjarnasviði félagsins á sviði reksturs og hýsingar tölvukerfa en hafa einnig styrkt félagið á sviði vef- og hugbúnaðargerðar. Eftir allar þessar sameiningar starfa nú um 60 manns hjá Premis.“ Mótuð stefna í vefumjón Eftir að sameiningu þessara félaga lauk blasti við sú áskorun að fyrirtækið var með nokkur ólík vefumsjónarkerfi sem keyrðu vefi viðskiptavina þeirra segir Halldór. „Flest voru þau heimasmíðuð, enda lenska síðustu ára að vef- stofur á Íslandi hafa búið til eigin kerfi. Þessi kerfi eru svo dýr í við- haldi og þróun og eiga því á hættu að dragast aftur úr í framþróun og viðhaldi. Við sáum líka að það væri ákveðin þróun hjá viðskiptavinum okkar að fara frá þessu umhverfi.“ Contentful og WordPress Því var ákveðið fyrst að draga úr vægi heimasmíðuðu kerfanna og sækja fram með WordPress og hann bætir við: „WordPress er stærsta vefumsjónarkerfið í þessum bransa og er frjáls hugbún- aður (e. open source) en við sáum að þarna vildu margir viðskipta- vinir okkar staðsetja sig. Þá hentar lausnin bæði sem stöðluð lausn og í sérhönnuð verkefni. Á sama tíma eru auðvitað annmarkar á svona opnu og ókeypis kerfi. Það hentar ekki endilega stærri viðskiptavinum sem vilja meira öryggi og aðra útgáfustjórnun. Því fjárfestum við í þekkingu í þýsku kerfi sem heitir Contentful og er Ný hugsun í vefumsjón Heimasmíðuð vefumsjónarkerfi eru á undanhaldi víða um heim og því veitir Premis viðskipta- vinum sínum meiri möguleika með vefumsjónarkerfum á borð við WordPress og Contentful. Vefur Alvogen fékk nýlega tilnefningu sem vefur ársins hjá stórum fyrir- tækjum, í tengslum við hin árlegu Íslensku vefverðlaunin. „Heimasmíðuð vefumsjónar- kerfi eru á undanhaldi og við teljum okkur geta veitt viðskipta- vinum meiri möguleika með því að fylgja þróun á kerfum sem þjónusta heimsmarkað,“ segir Halldór Áskell, deildar- stjóri vef- og hugbúnaðar- sviðs Premis. MYND/STEFÁN Innri vefir og námskeiðskerfi Premis hefur í gegnum árin þróað vef- og hugbúnaðar- lausnir sem hjálpa mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins í sinni vinnu segir Halldór Áskell, deildarstjóri vef- og hugbún- aðarsviðs Premis. „Dæmi um þessar lausnir eru Corrian og Amon lausnirnar hjá okkur. Corrian varð til í kringum þörfina fyrir eitt samskiptatorg eða svo- kallaðan innri vef fyrirtækja. Þar inni er m.a. viðburðaskráning fyrirtækisins, símaskrá, sam- skipti, ferlaskráning og margs konar gagnlegar upplýsingar aðgengilegar starfsmönnum á þægilegum vef sem er aðgangs- stýrður.“ Amon er lausn frá Premis sem einblínir á kennslu- og nám- skeiðskerfi á vegum fyrirtækis segi Halldór. „Þannig er Amon nýtt til þess að tryggja ákveðna þekkingu og eftirlit með þeirri þekkingu innanhúss hjá fyrir- tækjum. Hvort sem það snýst um réttindi starfsmanna, ör- yggisreglur, reglur um persónu- vernd eða aðra almenna þekk- ingu sem við verðum að mæla og treysta að sé til staðar.“ Þá hefur grunnur þessara kerfa og margra annarra nýst hjá Premis til þess að þróa lausnir í fleiri áttir bætir Halldór við. „Við erum með bókunarkerfi, verkbókhaldskerfi, skýrslutól og samþættingu fjölda kerfa sem svo auðvelda viðskipta- vinum okkar að sinna starfi sínu. Þessar lausnir okkar eru í notkun hjá fyrirtækjum á borð við Air- port Associates, Háskólanum í Reykjavík, Húsasmiðjunni, Kópavogsbæ, Reykjavíkurborg, Öryggismiðstöðinni og svo mætti lengi telja.“ Við hjá Alvogen vorum á þeim tímamótum að umfang vefmála félagsins var orðið meira en við töldum þáverandi lausnir ráða við til lengri tíma. Við rekum fjölmarga stóra vefi og heildarfjöldi vöru- og landa- vefja er um 60 talsins um allan heim á ólíkum tungumálum. Útgáfustjórnun og framþróun veflausna var því lykilatriði þegar við fórum að skoða hent- ugar lausnir til framtíðar. Niður- staðan var að nota alþjóðlega vefumsjónarkerfið Contentful, sem er lausn þróuð í Þýskalandi. Contentful býður upp á ýmsar áhugaverðar lausnir þar sem góð hönnun fær að njóta sín og hentar mjög vel alþjóðlegu fyrirtæki eins og okkar. Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri markaðs- og kynningarmála leiðandi í nýrri tegund vefstjórn- unarkerfa, einbeitir sér að því að sjá um texta og myndir eingöngu en samþættist síðan auðveldlega við aðrar þjónustur sem sinna þá öðrum sérhæfðum verkefnum á vefnum. Þannig getum við púslað saman klæðskerasniðinni lausn fyrir hvern og einn viðskiptavin.“ Ólíkir þarfir – ólíkar lausnir Premis hefur t.d. unnið með Alvogen við að setja vefi þeirra yfir í Contentful en þarfir alþjóðlegs fyrirtækis af þeirra stærðargráðu rímuðu vel við þær lausnir sem Premis gat dregið að borðinu með Contentful. Vefur Alvogen fékk einmitt tilnefningu til vefs ársins hjá stórum fyrirtækjum í tengslum við Íslensku vefverðlaunin sem verða afhent 22. febrúar. „Á sama tíma höfum við unnið spennandi verkefni í Word Press, en nýleg dæmi þar eru fréttamiðillinn Mannlíf, barnafataverslunin Fífa og íþróttafélagið Breiðablik svo eitthvað sé nefnt.“ Framsækin hugsun Hann segir Premis í raun vera að fylgja áherslum viðskiptavina og þeirri þróun sem hefur átt sér stað um allan heim. „Heimasmíðuð vefumsjónarkerfi eru á undan- haldi og við teljum okkur geta veitt viðskiptavinum meiri möguleika með því að fylgja þróun á kerfum sem þjónusta heimsmarkað. Þá eru vefir í auknum mæli að nýta sér samþættingu mismunandi kerfa, svo sem vefverslanir við bókhalds- kerfi, upplýsingar á vefjum eða bakendum við rekstrarkerfi eða jafnvel skráningarform frá vefjum yfir í umsýslukerfi viðskipta- vina. Því er mikilvægt að byggja á sterkum lausnum og teymi sem þekkir þær vel. Með þessum sameiningum og þessum kerfum setjum við okkur í fremsta flokk.“ 14 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHUGBÚNAÐUR 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 7 -6 9 6 0 2 2 5 7 -6 8 2 4 2 2 5 7 -6 6 E 8 2 2 5 7 -6 5 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.