Fréttablaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 92
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
340
„Þetta lýst mér vel á,“
sagði Kata. „Epli! Nú
fær maður eitthvað
almennilegt að borða.“
„Því miður Kata mín,“ sagði
Lísaloppa. „Þú mátt borða
þau ef þú getur leyst
þrautina,“ sagði Konráð.
„Heyrið þið mig nú,“ sagði
Kata ergileg. „Þarf maður
að vinna fyrir öllu,“ hún
var verulega fúl yfir þessu.
„Nei, nei, ég segi bara
svona,“ sagði Konráð.
„Allt í lagi,“ sagði Kata.
„En þá fæ ég fleiri epli
en þið.“ „Ef þú leysir
þrautina þá máttu það
mín vegna,“ sagði
Lísaloppa. „Mín vegna
líka,“ bætti Konráð við.
„Allt í lagi, hver er þrautin,“
spurði Kata „Þrautin er
þessi,“ sagði Lísaloppa.
„Dragðu þrjár línur á milli
eplanna þannig að til
verði sjö reitir og eitt
epli í hverjum þeirra.“
Getur þú hjálpað Kötu að leysa þessa þraut?
?
?
?
Nafn: Jónína Kjartansdóttir
Aldur: Ég er fimm ára
Hvenær áttu afmæli? 18. ágúst, þá
verð ég sex ára.
Hvað heitir leikskólinn þinn?
Vesturkot.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera í leikskólanum? Mér finnst
skemmtilegast að fara í val, þá vel
ég púða- eða listakrók. Eða iPad.
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? Grjónagrautur með kanil. En
ekki rúsínum!
En er eitthvað sem þér finnst ekki
gott að borða? Já, tómatar!
Áttu systkini? Já, ég á bróður sem
er eins árs. Það er gaman að leika við
hann og stundum fæ ég að hnoðast
með hann.
Hvað er skemmtilegast að gera
með mömmu og pabba? Fara í
ísbúðina og fá trúðaís.
En hvað finnst þér leiðinlegt að
gera? Fara í útiveru og bíða eftir
mömmu.
Hvernig verður framtíðin – eftir
svona 100 ár? Heimurinn verður
góður og fleiri munu leika sér.
Áttu gæludýr? Nei, ekkert! Mig
langar í lítinn, sætan kettling.
Hvað langar þig að verða þegar
þú ert orðin stór? Mig langar til
þess að verða fimleikastjarna. Ég
er í djassballett og get farið í splitt
og spíkat og ég get líka staðið á
höndum.
Eftir hundrað
á r munu fleiri
leika sér
Jónína Kjartansdóttir er fimm ára og er sannfærð
um að í framtíðinni verði heimurinn betri en í dag.
Hana langar agalega mikið í lítinn, sætan kettling
og ætlar að verða fimleikastjarna þegar hún er
orðin stór og kemst bæði í splitt og spíkat. Það er hægt að gera margt sér til dundurs í snjónum. Það má búa til fallegar snjóbolta-
luktir með því að hlaða snjóboltum
ofan á kerti í luktum. Það er líka
hægt að búa til fallegar myndir úr
klaka og þá finnst mörgum afskap-
lega gaman að búa til fallegt fugla-
nammi og hengja upp í tré.
(Hugmyndir: Pinterest.com)
Skemmtilegt skraut í snjónum
Flott fuglanammi hengt á greinar.
Luktir úr snjóboltum. Fallegir skúlptúrar úr ís.Útieldhús í snjónum að brasa í.
ÉG Á BRÓÐUR SEM ER
EINS ÁRS. ÞAÐ ER
GAMAN AÐ LEIKA VIÐ HANN OG
STUNDUM FÆ ÉG AÐ HNOÐAST
MEÐ HANN.
1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR
1
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:0
7
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
5
7
-3
8
0
0
2
2
5
7
-3
6
C
4
2
2
5
7
-3
5
8
8
2
2
5
7
-3
4
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
1
2
s
_
1
5
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K