Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 12
12 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 Ýms önnur mál voru rædd á fundinum. Í Svíþjóð ber á skorti á ljósmæðrum sérstaklega á stærri fæðingardeildum, á sama tíma hefur tveimur stórum fæðingardeildum sem buðu uppá samfellu í þjónustu verið lokað. Þessar aðstæður hafa leitt til þess að ljósmæður telja að í þjónustunni sé verið að gera ,,too much too soon“ sem hefur áhrif á fjölda eðlilegra fæðinga. Í Noregi er enn samdráttur í fæðingarþjónustu og litlum fæðingar- stöðum hefur verið lokað sem líka hefur orðið til þess að konur ferð- ast um langan veg á fæðingarstað og þetta á við í öllum löndunum. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands, Áslaug Valsdóttir, kynnti áform okkar um ráðstefnuna hér 2019 og benti á vefsíðu ráðstefn- unnar: www.njfcongress.is. Næsti stjórnarfundur verður haldinn í Þórshöfn í Færeyjum 2.-3. maí 2018. Alþjóðasamtök ljósmæðra (ICM) Miðstjórnarfundur ICM (Council Meeting) var haldinn í Toronto dagana 13.-15. júní og sóttu hann fulltrúar frá um 130 löndum og almennt sækja fundinn tveir frá hverju aðildarlandi auk fram- kvæmdastjórnar samtakanna. Þessi fundur hefur ákvörðunarvald samtakanna og framkvæmdastjórn starfar í umboði hans (sjá mynd um uppbyggingu samtakanna). Starfsskrá áranna 2014 - 2017 var kynnt og má nálgast skýrsluna á ensku hér: http://international- midwives.org/assets/uploads/documents/CoreDocuments/5.1%20 Triennial%20Report_EN.pdf Meginefni fundarins voru breytingar/lagfæringar ýmissa mikil- vægra skjala sem ICM gefur út eins og siðareglur, hvað felst í ljós- mæðrastarfi, ályktanir um menntun ljósmæðra, rétt kvenna á aðstoð frá ljósmóður og ýmislegt fleira má telja upp. Þessi skjöl (core documents) má finna á heimasíðu samtakanna http://international- midwives.org/ og eru í stöðugri endurskoðun. Flest meðlimalöndin nota sér þessi skjöl við stefnumótun sinna félaga og til að styrkja málstað sinn gagnvart stjórnvöldum þegar við á. Francis Day Stirk formaður ICM gaf ekki kost á sér til formanns- starfa lengur og var Franka Cadee frá Hollandi kosinn formaður samtakanna til næsta fundar sem verður á Balí 2020. Kosið var um hvar ætti að halda þarnæstu ráðstefnu samtakanna (2023) og stóð valið um þrjú lönd sem buðu ljósmæðrum að koma til sín. Löndin eru Chili, Þýskaland og Sameinuðu furstadæmin. Kosið var milli landanna og Sameinuðu furstadæmin fengu flest atkvæði og Þýskaland næstflest. Fundurinn fól framkvæmdastjórn samtakanna að kanna fjárhagsgrundvöll ráðstefnunnar með tilliti til kostnaðar eins og hótel, ráðstefnusala o.fl. en borið hefur á því að þegar búið er að ákveða hvaða land fær ráðstefnuna að hótelgjöld, ráðstefnugjöld o.fl. hækki ótæpilega með miklum kostnaði sem samtökin ráða ekki við. Evrópusamtök ljósmæðra (EMA) Miðstjórnarfundur EMA var haldinn í Madrid í september. Fulltrúar voru á fundinum frá 25 aðildarlöndum auk tveggja áheyrnarfulltrúa og tveggja fulltrúa frá stjórn ICM. Helstu mál á dagskrá voru skýr- slur síðasta árs, umræður um fjármál samtakanna og breytingar á EU regluverki og viðbót (annex) V, sem fjallar um ljósmæður. Nokkrar umræður urðu um þetta og mun EMA fylgjast vel með framvindu málsins. Annað mál sem miklar umræður urðu um var ofbeldi í fæðingar- þjónustu eða Obstetric violence og rætt um skort á rannsóknum þar að lútandi. Umræða spannst um geðheilsu nýju fjölskyldunnar og einnig ljósmæðra. Rætt var um mikilvægi fræðslu til verðandi feðra um fæðingarþunglyndi og að þeir geti fundið fyrir því eftir fæðingu barns rétt eins og konan. Talið er að fæðingarþunglyndi karla sé vangreint og nokkur fáfræði sé um efnið. Skipst var á upplýsingum um fæðingarfjölda, mæðradauða og ungbarnadauða og er gríðarlegur munur milli landanna þar sem við á Norðurlöndum komum mjög vel út. Að síðustu sköpuðust töluverðar umræður um viðbrögð ljósmæðra sem sinna erfiðum fæðingum þar sem alvarleg atvik verða og hvort þær fái stuðning frá vinnuumhverfinu, ljósmæðrafélaginu sínu og þá hvernig stuðning þær fái og hversu lengi. Þetta er heitt umræðuefni núna og rannsóknir standa yfir víða. Forseti samtakanna, Mervi Jokinen, var einróma endurkjörin. Næsti fundur verður fyrstu vikuna í október 2018 í Grikklandi. Nóvember 2017 Áslaug Valsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir - lægra verð Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Á haustdögum tók ég á móti yndislegu litlu kríli, fæðingin gekk hratt og vel fyrir sig og fjöl- skyldunni heilsast vel. Þegar ég var svo að taka fótspor, komu í ljós að þarna voru sannar- lega skemmtilegar litlar hjartatásur, en það má sjá móta fyrir hjarta í sólar plexus á ilinni. Eftir skemmtilegar umræður, fékk ég góðfúslegt leyfi foreldra til að deila þessu fótspori með ykkur. Fótsporið minnir okkur á hversu einstök við öll erum og hvernig hvert okkar markar sín fótspor á heiminn. Kveðja Inga Sigríður Árnadóttir, ljósmóðir HJARTATÁSUR

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.