Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 4
4 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017
Á aðventunni, tíma ljóssins, vakna minningar um hátíðlega
og tilfinningaríka reynslu af barnsfæðingu sem minna á list-
rænar hliðar ljósmóðurstarfsins. Það fer því vel á því að í Ljós-
mæðrablaðinu sem kemur út á þessum tíma sé hrundið af stað
nýrri aðferð við að velja forsíðu blaðsins sem mun næstu ár
vera tileinkuð listinni og ljósmóðurfræðunum.
Listaverkið á fyrstu forsíðunni sem nefnist Fléttukjóllinn er
skapað undir áhrifum meðgöngu og fæðingar af listakonunni
og ljósmóðurnemanum Sunnu Maríu Schram. Sunna treysti
innsæinu þegar hún ákvað að verða ljósmóðir enda segir hún
snertiflöt við hugmyndafræði þessara tveggja faga, myndlistar
og ljósmóðurfræði, vera augljósan. Sagt er nánar frá verkinu
og listakonunni í blaðinu sem mun útnefna aðra listakonu fyrir
næstu forsíðu.
Í síðasta ritstjórnarpistli var nefnt að haldið yrði áfram að
víkka efnistök blaðsins. Í því felst að taka þátt í gagnrýnni,
þverfaglegri og þjóðfélagslegri umræðu, fjölga fræðigreinum
á sviði ljósmóðurfræða og kynheilbrigði. Ritstjórnin reynir að
standa við sitt með því efni sem hér er á boðstólum.
Þverfræðileg umræða er mikilvæg, ekki síst milli ljósmóður-
fræðinnar og systurgreinarinnar hjúkrunarfræði. Það er ánægu-
legt að aðalkennarar ljósmæðra um kven- og kynheilbrigði
síðustu áratugina og prófessorar í hjúkrunarfræði við Háskól-
anum eru báðir með framlag í þessu blaði en önnur ritrýnda
greinin í blaðinu er eftir Herdísi Sveinsdóttur um rannsókn
hennar um tíðaverki ungra kvenna. Síðan er viðtal við Sóleyju
Bender sem segir frá tillögum nefndar um endurskoðun laga
frá 1975 sem fjalla um kynlíf, fóstureyðingar og ófrjósemis-
aðgerðir. Miklar samfélagslegar breytingar hafa orðið á þeim
rúmlega 40 árum síðan lögin voru sett. Tillögurnar þykja frekar
róttækar sem skapar nauðsynlega umræðu í samfélaginu og
Ljósmæðrablaðinu finnst mikilvægt að taka þátt í. Sóley segir
frá helstu breytingum og forsendum, til dæmis um orðanotk-
unina; þungunarrof eða fóstureyðing, ákvörðunarrétt fólks um
barneignir og mikilvægi þess að afmá alla mismunun.
Hin ritrýnda greinin er eftir Valgerði Lísu Sigurðardóttur
sérfræðiljósmóður og doktorsnema. Í greininni fjallar hún
ásamt samstarfsfélögum um Ljáðu mér eyra þá merkilegu
meðferðarþjónustu fyrir konur með erfiða reynslu af barns-
fæðingu, sem sett var á stofn á Landspítala fyrir 15 árum. Nú
er komið að því að efla hana með rannsóknum, skoða hvað
einkennir þær konur sem leita aðstoðar með gagnsemi og
þróun viðtalsmeðferðar fyrir augum.
Á samfélagsmiðlum víða um heim stendur yfir mikil bylgja
þar sem færðar eru upp á yfirborðið sögur af kynbundnu- og
kynferðisofbeldi eða áreitni og áhrifum þess á konur. Umræðan
er hávær hér heima, og veldur usla. Hún hefur haft pólitísk
áhrif, stjórnarslit og kosningar hafa farið fram. Skömminni er
skilað, leyndarhyggju er hafnað – við #höfum hátt.
Fyrirmynd ljósmæðra um að láta í okkur heyra og taka þátt í
þjóðsfélagsumræðunni, er ljósmóðurneminn Inga María Hlíðar
Thorsteinson. Hún skrifaði pistilinn Ekki þegja á romur.is
í lok nóvember sem birtist síðar í Kvennablaðinu. Með leyfi
Ingu Maríu, birtist hann hér með smá viðbótum. Skrifin minna
okkur á hvað hugmyndafræði ljósmóðurstarfsins og myndun
tengsla við konur og fjölskyldur, fellur vel að áfallamiðaðri
umönnun, nærgætni og öryggi sem allar barnshafandi konur
ættu að finna hjá ljósmæðrum.
Ljósmæður fara víða til að leita sér þekkingar. Í þessu blaði er
sagt frá Alþjóðaráðstefnu ljósmæðra sem haldin var í Toronto
í Kanada í júní 2017. Fulltrúar okkar í alþjóðasamskiptum á
vettvangi Ljósmæðrafélagsins segja frá spennandi verkefnum
sem íslenskar ljósmæður taka þátt í, við birtum hugleiðingar
og greinar ljósmæðra og fréttir af þeim úr daglegu lífi og
starfi. Ljósmæðranemar eru líka á faraldsfæti og efla sig innan
og utan námsins. Nemaverkefnið í þessu blaði er ferðasaga á
slóðir Inu May Gaskin, með lýsingum á spennandi námskeiði
og ólíkri menningu sem hægt er að læra af og nýta í íslensku
umhverfi.
Umræðuefni Ljósmæðrablaðsins með list og vísindi í huga
eru margvísleg. Segja má að í ljósmóðurfræðinni séum við sí
og æ að fjalla um menningu barneigna, kynheilbrigði, þekk-
ingu og reynslu líkama og sálar af barnsfæðingu, jákvæðra og
neikvæðra áhrifa fyrir eða eftir barnsburð; um hvort af honum
verður eða komið er í veg fyrir fyrir hann. Í ljósmóðurheitinu
felst svo að móðir aðstoði barnið til að komast í ljósið og lifa
lífinu. Ljósmæðrablaðið óskar lesendum sínum gleðilegra
hátíða og friðsældar á nýju ári.
LIST OG VÍSINDI
Ólöf Ásta Ólafsdóttir,
ritstjóri Ljósmæðrablaðsins
R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L