Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 17
17LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 3,1, sem þýðir að þátttakendur telja sig vel uppfylla menningarbundnar væntingar um líkama sinn. Meðalaldur við fyrstu blæðingar var 12,8 ár, og töldu 31,9% sig hafa byrjað eitthvað fyrr en jafnöldrur, 48,5% höfðu enga eða litla þekkingu á blæðingum við fyrstu blæðingar og 57,5% voru algerlega óundirbúnar eða lítið undirbúnar fyrir þær. Blæðingar voru frekar reglulegar hjá 35,9% þátttakenda og var meðallengd tíðahringsins 28,5 dagar og blæðinga 5,1 dagur. Verkjalyf vegna verkjanna voru notuð oft af 26,9% kvennanna. Líkamsþyngdarstuðull (M=25,9) er aðeins í efri mörkum eðlilegrar þyngdar, og meðaltal svara sem snúa að því að hugsa of mikið um mat (M=3,0) og að hafa samviskubit yfir því að borða of mikið aðeins yfir meðallagi. Meirihluti stundar líkamsrækt vikulega eða oftar (73,8%), borðar þrjár máltíðir á dag 5 til 7 sinnum í viku (77,5%) og minnihluti (42,4%) telur sig of þungan miðað við hæð og þyngd. Marktækur munur á konum með tíðaverki og konum án tíðaverkja Konur, sem greindu frá því að þær fengju tíðaverki, voru með hærri meðalstigafjölda á bæði líkamlega og sálræna heilsufarskvarða SF- 36v2, á tveimur af undirþáttum BATM, þ.e. Skapraun og Fordæmingu og forskrift, á einum af undirþáttum OBSC, þ.e. Líkamsskömm, og greindu jafnframt frá meiri áhrifum tíðaverkja á líf sitt (sjá töflu 1). Þetta þýðir að konur með tíðaverki hafa verri líkamleg og sálræn lífsgæði, að þeim er frekar skapraun að blæðingum og þær eru líklegri til að fordæma þær samhliða því að hegða sér á ákveðinn hátt meðan þær eru á blæðingum. Auk þess greina þær frekar frá skömm á líkamanum og finnst tíðaverkir hafa meiri áhrif á líf sitt. Þá greindu marktækt fleiri frá því að þeim liði illa á blæðingum, að þær notuðu verkjalyf vegna tíðaverkja og að þær töpuðu úr vinnu eða skóla vegna verkjanna (sjá töflu 2). Marktæk tengsl breyta rannsóknarinnar við styrk tíðaverkja hjá konum með verki og línuleg aðhvarfsgreining til að spá fyrir um styrk tíðaverkja Eftirtaldar breytur voru með marktækt samband við tíðaverki hjá konum sem voru með verki (p<0,05, Spearmans-rho-fylgnistuðull á bilinu 0,15 til 0,70): Fordæming og forskrift, Skapraun, Eftirlit, Líkamsskömm, lengd blæðinga, sálrænt heilsufar og aldur. Tvígildar breytur fegnu gildið 0 og 1 áður en þær voru settar inn í líkanið: Hversu reglulegar eru blæðingar (mjög/frekar reglulegar=0; mjög/ frekar óreglulegar=1), tap úr skóla/vinnu (aldrei/sjaldan=0; stundum/ oft/mjög oft=1), áhrif tíðaverkja á líf (aldrei/sjaldan/stundum=0; oft/ mjög oft=1), líða illa á blæðingum (aldrei/sjaldan/stundum=0; oft/mjög oft=1), notkun verkjalyfja vegna tíðaverkja (aldrei/sjaldan/stundum=0; oft/mjög oft=1), börn á heimili (ekkert barn=0; eitt eða fleiri=1) og menntun (framhaldsskólamenntun=0; háskólamenntun=1). Þessar breytur voru settar inn í línulega aðhvarfsgreiningu í þrepum (stepwise forward regression). Í töflu 3 má sjá lokalíkanið, en alls skýrðu fjórar breytur saman 55,6% af breytileika í styrk tíðaverkja (R2=0,556). Því meiri áhrif, sem konur töldu tíðarveki hafa á líf sitt, þeim mun líklegri voru þær til að meta styrk tíðaverkja hærri þegar stjórnað var fyrir áhrifum frá öðrum breytum í líkaninu. Konur sem notuðu verkjalyf oft eða mjög oft og konur með mjög eða frekar óreglulegar blæðingar voru líklegri til að meta styrk tíðaverkja hærri. Eins voru yngri konur líklegri en eldri til að meta styrk tíðaverkja minni. UMRÆÐUR Meirihluti þátttakenda fann fyrir tíðaverkjum og er það í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna. Túlka má styrk verkjanna sem meðalslæma en verkir af þeim styrk geta truflað persónulegt og félagslegt líf kvenna (Weissman, 2004). Nýnæmi rannsóknarinnar fólst í að skoða tengsl tíðaverkja við HL, hlutgervingu og viðhorf til blæðinga. Niðurstöðurnar sýna að tengsl eru til staðar, þ.e. konur með tíðaverki greina frekar frá líkamsskömm, hafa lélegri HL og neikvæðara viðhorf til blæðinga. Orsakir tíðaverkja, sem hafa ekki þekktar meinafræðilegar orsakir, eru ekki kunnar og það að samband sé á milli þessara þátta er mikilvæg viðbót í þekkingargrunn um tíðaverki. Líkamsskömm hefur í rannsóknum verið tengd við verri geðheilsu, átröskun og þunglyndiseinkenni (Choma, Shove, Busseri, Sadava og Hosker, 2009; Greenleaf og McGreer, 2006; Noll og Fredrickson 1998; Tiggemann og Kuring, 2 Tafla 2. Lýsandi niðurstöður fyrir flokkabreytur rannsóknarinnar og marktækur munur á flokkum út frá tilvist tíðaverkja. Breytur n % (N = 320) Marktækni* Lýðfræði Sambúð em Já 226 70,6% Nei 93 29,1% Börn undir 18 ára aldri á heimili em Já 189 59,1% Nei 131 40,9% Háskólamenntun em Já 168 52,5% Nei 151 47,2% Í starfi og eða námi em Já 277 86,6% Nei 41 12,8% Fyrstu blæðingar Samanborið við aðrar stelpur fékk fyrstu blæðingur em Miklu fyrr/eitthvað fyrr 102 31,9% Á svipuðum tíma 137 42,8% Eitthvað seinna/miklu seinna 74 23,1% Þekking á blæðingum við fyrstu blæðingar em Engin/mjög lítil 155 48,5% Nokkur 95 29,7% Mikil/mjög mikil 61 19,1% Undirbúningur fyrir fyrstu blæðingar em Algerlega óundirbúin/lítið undirbúin 184 57,5% Nokkuð vel undirbúin 92 28,8% Mjög vel undirbúin 29 9,1% Núverandi blæðingar Hversu reglulegar eru blæðingarnar em Mjög reglulegar 147 45,9% Frekar reglulegar 115 35,9% Frekar/mjög óreglulegar 52 16,3% Líður illa á blæðingum P<0,001 Aldrei/sjaldan 127 39,7% Stundum 118 36,9% Oft/mjög oft 73 22,9% Notar verkjalyf vegna tíðaverkja P<0,001 Aldrei/sjaldan 163 51,0% Stundum 69 21,6% Oft/mjög oft 86 26,9% Tap úr skóla/vinnu vegna tíðaverkja P<0,001 Aldrei 231 72,2% Stundum/sjaldan 33 24,7% Oft/mjög oft 8 2,5% Lifnaðarhættir Líkamsrækt em Daglega/3-5 sinnum í viku 134 41,9% 1-2 sinnum í viku 102 31,9% Sjaldnar en einu sinni í viku 82 25,6% Borðar þrjár máltíðir á dag em 5 til 7 daga vikunnar 248 77,5% 1 til 4 daga vikunnar 56 17,5% Næstum aldrei/nokkrum sinnum í mánuði 16 5,0% Mat á þyngd miðað við hæð og þyngd em Alltof þung 39 12,2% Aðeins eða nokkuð of þung 135 42,4% Af eðlilegri þyngd 132 41,3% Aðeins/alltof létt 11 3,4% * Notað er Fisher-próf ef flokkarnir eru tveir en krosspróf þegar þeir eru fleiri. Tafla 2. Lýsandi niðurstöður fyrir flokkabreytur rannsóknarinnar og marktækur munur á flokkum út frá tilvist tíðaverkja. 3 Tafla 3. Tengsl styrks tíðaverkja við viðhorf til áhrifa tíðaverkja, notkun verkjalyfja, aldurs og hvort blæðingar eru reglulegar. Lokalíkan línulegrar aðhvarfsgreiningar í þrepum. Óstöðluð hallatala Stöðluð hallatala Spáþættir um styrk tíðaverkja* B Std. error β t. Sig. (Constant) 4,428 0,461 9,603 0,000 Áhrif tíðaverkja á líf (á kvarðanum 0-10) 0,568 0,044 0,600 13,015 0,000 Notar verkjalyf oft/mjög oft vegna tðaverkja 1,092 0,236 0,215 4,636 0,000 Aldur (í árum) -0,042 0,014 -0,123 -2,916 0,004 Óreglulegar blæðingar 0,535 0,262 0,085 2,041 0,042 R2=0,556; adjusted R2=0,549 Tafla 3. Tengsl styrks tíðaverkja við viðhorf til áhrifa tíðaverkja, notkun verkjalyfja, aldurs og hvort blæðingar eru reglulegar. Lokalíkan línulegrar aðhvarfsgreiningar í þrepum. *Eftirtaldar breytur voru endurflokkaðar og útbúnar leppbreytur: Notar verkjalyf vegna tíðaverkja (aldrei/sjaldan/stundum=0; oft/mjög oft=1); Hversu reglulegar eru blæðingarnar (mjög/frekar reglulegar=0; mjög/frekar óreglulegar=1)

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.