Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 24
24 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 Elstu lög landsins um fóstureyðingar voru samin af Vilmundi Jónssyni landlækni árið 1935. Með þeim var læknum heimilað að framkvæma fóstureyðingar, sérstaklega ef heilsa móður var í húfi eða af félags- legum ástæðum. Þurfti samþykki tveggja lækna að liggja fyrir til að hægt væri að framkvæma fóstureyðinguna. Eftir endurskoðun laganna árið 1975 voru lög nr. 25 samþykkt. Þau fjalla um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Samkvæmt þeim er heimilt að framkvæma fóstureyðingar fram að lokum 16. viku með samþykki tveggja lækna eða læknis og félagsráðgjafa. Þessi lög eru ennþá í gildi rúmum fjörutíu árum síðar og er Ísland eitt fárra landa í Evrópu þar sem konur geta ekki sjálfar tekið þessa ákvörðun samkvæmt lögum þó að venjan í framkvæmd sé í þá átt. Í mars 2016 skipaði heilbrigðisráðherra nefnd til að endurskoða lögin frá 1975. Nefndina skipuðu Sóley S. Bender, Guðrún Ögmunds- dóttir og Jens A. Guðmundsson. Í skýrslu nefndarinnar, sem kom út í nóvember á síðasta ári, eru settar fram nokkuð róttækar breytinga- tillögur og fjallað á heildrænan hátt um kynheilbrigði fólks, rétt þess til að taka ákvörðun um barneignir og mikilvægi þess að afmá alla mismunun. Til að glöggva okkur betur á innihaldi skýrslunnar tókum við viðtal við Dr. Sóleyju S. Bender, sérfræðing í kynheilbrigði og prófessor við Háskóla Íslands. Hver var aðdragandinn að því að velferðarráðuneytið skipaði nefnd til þess að endurskoða núgildandi lög um ráðgjöf og fræðslu varð- andi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir? Og af hverju er breytinga þörf í þessum málaflokki? Ég held að það stafi fyrst og fremst af gríðarlegum þjóðfélagslegum breytingum. Það eru komin rúm fjörutíu ár síðan gömlu lögin tóku gildi og síðan þá hefur mjög margt gerst í mannréttindamálum og alls kyns samþykktir verið gerðar til dæmis í sambandi við að afmá alla mismunun gagnvart konum, varðandi réttarstöðu fatlaðra og fleira og fleira. Mannréttindamál og það að líta til einstaklingsins, að hann hafi rétt til þess að taka ákvarðanir um sitt líf er búið að vera heilmikið í umræðunni og það tengist þjóðfélagslegum breytingum sem hafa átt sér stað. Það hefur mikið gerst hvað þessi mál varðar og þannig má segja að núgildandi lög endurspegli ekki til dæmis þennan mikilvæga þátt er lýtur að sálfsákvörðunarrétti kvenna. Hverjar eru helstu breytingarnar sem nefndin leggur til í skýrslunni? Núgildandi lög frá 1975 eru í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn snýr að ráðgjöf og fræðslu, annar hlutinn að fóstureyðingum og sá þriðji að ófrjósemisaðgerðum. Í skýrslu nefndarinnar er komið með tillögur að breytingum varðandi alla þrjá hlutana en það sem er allra stærst varðar sjálfsákvörðunarrétt konunnar til að binda endi á þungun. Síðan leggjum við líka til hlutlausari hugtakanotkun í sambandi við þennan málaflokk með því að nota frekar hugtakið „þungunarrof“ í stað „fóst- ureyðingar“. Ég mundi líka segja að breytingarnar sem varða kynheil- brigðismálin séu mjög mikilvægar. Nú er í fyrsta skipti verið að leggja til að stofnað verði svokallað fagráð um kynheilbrigði sem lagt er til að standi að því að vinna að kynheilbrigðisáætlun. Þannig getur myndast farvegur til þess að hægt sé að vinna að alls kyns forvörnum á þessu sviði á markvissan og góðan hátt. Einnig er lagt til að getnaðarvarnir verði gerðar aðgengilegri fyrir ákveðna aldurshópa. Við erum með því að reyna að aðgerðabinda þessa þætti. Þú talar um sjálfsákvörðunarrétt kvenna sem þungamiðju í þessum breytingatillögum. Getur þú sagt okkur aðeins frá því á hvaða forsendum það er? Sú hugmynd að konur séu sjálfráðar í þeirri ákvörðun hvort þær vilji binda endi á þungun er alls ekki ný af nálinni. Til dæmis var það skoðun Vilmundar Jónssonar landlæknis árið 1934, ári áður en fyrri lög um fóstureyðingar tóku gildi. Mig langar að lesa fyrir ykkur það sem hann sagði þá: „Mundi ég fyrir mitt leyti jafnvel geta fallist á þá löggjöf um fóstureyðingar, er þeir heimta sem lengst vilja ganga og láta konu með öllu sjálfráða um, hvort þær vilja verða mæður eða ekki.“ Þannig að þetta eru alls ekki nýjar hugmyndir. Það verður svo aftur veruleg umræða um þennan þátt laganna áður en núgildandi lög frá 1975 tóku gildi. Þá er fyrst lagt fram frumvarp árið 1973 þar sem fjallað er um að kona geti sjálf tekið ákvörðun um fóstureyðingu til loka 12. viku meðgöngu. Þetta var mjög umdeilt og á endanum þurfti að draga þetta til baka, ný nefnd eingöngu skipuð karlmönnum var skipuð og þetta tekið út. Í staðinn var sett inn ákvæði um að konur þyrftu samþykki tveggja lækna eða læknis og félagsráðgjafa. Það er því búin að vera töluverð forsaga, nú eru svo aftur liðin rúm fjörutíu ár og ennþá er þetta svona. Við erum komin á þann stað í íslensku samfé- lagi í dag að það þykir sjálfsagðara að hugsa eftir þessum farvegi. Kona geti sjálf tekið ákvörðun um þetta og við treystum henni til að gera það. Hún er frjáls í sinni ákvarðanatöku og við virðum það. Ég vil líka segja að við vorum ekki eingöngu að hugsa um þetta í samhengi við mannréttindasamþykktir og alþjóðasamfélagið heldur líka að leggja okkur fram við að skilja okkar samfélag og hlusta á raddir íslenskra kvenna. Ári áður en nefndin tók til starfa kom út bókin Rof, frásagnir kvenna af fóstureyðingum. Þar er fjöldi frásagna íslenskra kvenna af fóstureyðingum og í þessum frásögnum er ákveðið ákall um að þær megi taka þessa ákvörðun sjálfar. Þannig að segja má að við í nefndinni höfum hlustað á raddir kvenna sem hafa gengið í gegnum þessa reynslu. Ein umdeildasta breytingatillagan snýr að tímamörkum þungunar- rofs þar sem lagt er til að þungunarrof að ósk konu sé leyfilegt til loka 22. viku. Af hverju telur nefndin nauðsynlegt að útvíkka tíma- mörkin svo mikið frá eldri lögum, hvaða rök eru fyrir hendi? Ef miðað væri við að konan mætti eingöngu ákveða með þungunar- rof til loka 12. viku, þá spyr ég; erum við þá að virða sjálfsákvörðunar- rétt hennar til þungunarrofs? Við erum í raun ekki að gera það nema að takmörkuðu leyti. Erum við þá að segja að eftir 12. viku þungunar sé kona ekki sjálfráð um þessa ákvörðun og að hún sé ekki vitsmuna- lega fær um að taka slíka ákvörðun? Þannig að það eru margar spurn- ingar sem vakna ef við ætlum að taka af henni sjálfsákvörðunarréttinn á ákveðnum tíma. SJÁLFSÁKVÖRÐUNARRÉTTUR OG ÞUNGUNARROF Viðtal við Dr. Sóleyju S. Bender um tillögur að lagabreytingum V I Ð TA L

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.