Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 8
8 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 Dagana 18.-22. júní 2017 fór fram 31. ráðstefna alheimssamtaka ljós- mæðra (ICM), í Toronto í Kanada. Dagskrá ráðstefnunnar var mjög fjölbreytt en yfir 700 fyrirlestrar og rúmlega 500 veggspjöld voru kynnt á ráðstefnunni. Aldrei hafa jafn mörg erindi og veggspjöld verið kynnt á ráðstefnu ICM og gefur það til kynna hversu kröftugt rann- sóknarstarf fer fram meðal ljósmæðra víðsvegar um heiminn. Um 4200 ljósmæður frá 112 löndum sóttu ráðstefnuna. Alls sóttu 27 íslenskar ljósmæður ráðstefnuna og það vakti að sjálf- sögðu athygli að fjölmargar íslenskar ljósmæður kynntu sínar rann- sóknir bæði með fyrirlestrum og með veggspjöldum. Aldrei hafa verið fleiri framlög frá íslenskum ljósmæðrum á ráðstefnu ICM sem er að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni. Margir athyglisverðir fyrirlestrar voru fluttir á ráðstefnunni og allt of langt mál væri að telja upp allt það sem undirrituðum þótti áhuga- vert. Úrvalið var slíkt að það var mjög erfitt að velja hvaða fyrirlestra maður ætti að sitja. Margir fyrirlestrar voru um inngrip í fæðingu, slæma upplifun af fæðingu, val kvenna á fæðingarstað, stuðningur við konur sem hafa upplifað ofbeldi og þjónustu ljósmæðra eftir fæðingu, svo eitthvað sé nefnt. Við völdum nokkrar kynningar sem sérstaklega vöktu athygli okkar til að fjalla stuttlega um í þessari grein. Ein rannsókn var framkvæmd bæði í Ástralíu og í Bretlandi, þar sem könnuð voru áhrif fæðingarstaðar á störf ljósmæðra. Í umfjöllun um bakgrunn kom fram að sýnt hafi verið fram á að fæðingarstaður hafi áhrif á útkomu kvenna og barna í fæðingu en lítið væri vitað um áhrif fæðingarstaðar á störf ljósmæðra. Rannsóknin var eigindleg þar sem tekin voru rýnihópaviðtöl við ljósmæður. Viðtöl voru tekin við fjóra hópa ljósmæðra þar sem hver hópur samanstóð af fjórum ljós- mæðrum. Þrír hópanna voru í Ástralíu og einn í Bretlandi. Í niður- stöðum rannsóknarinnar kom fram að ljósmæður höfðu að leiðarljósi hvar sem þær störfuðu, að fylgjast náið með vellíðan móður og barns og gangi fæðingarinnar og mikið var lagt upp úr gæðum þjónustunnar og öryggi móður og barns. Á sama tíma kom fram að fæðingarstað- urinn hefði áhrif á vinnulag ljósmæðranna. Að þær hefðu meiri tíma til að vera með konunum þegar þær væru að vinna í heimahúsi eða á fæðingarheimilum og gætu betur stutt konurnar. Það kom einnig fram að við þær aðstæður upplifðu ljósmæður meira sjálfstæði og afslapp- aðra andrúmsloft heldur en á sjúkrahúsum og hefðu meiri trú á því að fæðingin yrði eðlileg (fyrirlestur A11.03 Eugene Declercq). Ljósmæður frá Skotlandi og Nýja-Sjálandi stóðu fyrir málstofu um störf ljósmæðra í dreifðari byggðum þessara landa, en landfræði- legum aðstæðum á þessum slóðum svipar að mörgu leyti til Íslands þótt veðurfar kunni að vera betra. Skipulagi þjónustunnar var lýst og fjallað um þau vandamál sem ljósmæður geta staðið frammi fyrir þegar þær sinna konum í barneignarferli á stóru svæði sem ekki er alltaf auðvelt yfirferðar. Aðstöðuleysi og skortur á stuðningi við þjónustuna gat dregið máttinn úr þessum landsbyggðarljósmæðrum en ástríða þeirra fyrir því að byggja upp góða þjónustu við fæðandi konur í sinni heimabyggð fleytti þeim langt (málstofa S06, Mary Kensington, Jean Rankin, Susan Crowther, Andrea Gilkison, Ruth Deery). Í einni málstofu var fjallað um hvernig væri hægt að nota mismun- andi öpp til þess að auka gæði þjónustu ljósmæðra. Meðal annars sagði ljósmóðir frá Spáni frá því hvernig hún hafði tekið þátt í hópa- vinnu sem hannaði app fyrir konur sem taka getnaðarvarnarpillu. Fram kom í rannsókn sem hún gerði að á milli 65-70% kvenna tækju pill- una á rangan hátt, það er annað hvort að of langt liði á milli inntöku eða að þær gleymdu að taka inn pillu. Hún sagði einnig frá því að í 18% tilfella höfðu konurnar ekki notað neina aðra getnaðarvörn í kjöl- farið, þrátt fyrir að þær vissu að virkni pillunnar minnkaði ef hún væri ekki tekin rétt og að 43% þeirra sem höfðu gleymt að taka pilluna á réttum tíma höfðu áhyggjur af því að verða ófrískar í kjölfarið. Þessar niðurstöður höfðu orðið til þess að hún fékk með sér fólk til að þróa appið. En appið er ekki eingöngu til að minna konur á að taka pill- una á vissum tímum heldur einnig til að skrá tíma á inntöku og veita leiðbeiningar um hvernig á að bregðast við ef pilla gleymist, veikindi koma upp eða upplýsingar um, í hvaða tilfellum eigi að leita til ljós- móður (fyrirlestur H05.01, Eva Adarve). Einnig var í þessari málstofu kynnt app fyrir ófrískar konur sem eru með sykursýki. Rannsókn var gerð í Noregi á því hvaða áhrif það hafði á blóðsykurstjórnun að nota appið til þess að skrá ýmsa þætti, svo sem matarinntöku og hreyfingu. Rannsóknin var með tilraunasniði þar sem 240 kvenna hópi var skipt í tvo hópa, annar hópurinn notaði appið en hinn ekki og mælingar á blóðsykri voru gerðar við 33. og 36. viku og þremur mánuðum eftir fæðingu. Í ljós kom að marktækur munur var á því hversu góð blóðsykurstjórnunin var á þessum þremur mismunandi tímum, þannig að appið var mjög gagnlegt til þess að bæta blóðsykur- stjórn ófrískra kvenna (fyrirlestur H05.02, Iren Borgen). Haldin var málstofa um að annast umönnunaraðilana (e. caring for the carers) þar sem fjallað var um erfiðar aðstæður og atvik í starfi ALHEIMSRÁÐSTEFNA LJÓSMÆÐRA Í TORONTO F R É T T I R Ú R F É L A G S S TA R F I Höfundar við Niagrafossa.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.