Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 32
32 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017
sem er að veita tækifæri til að létta á erfiðri fæðingarreynslu eða
kvíða fyrir fæðingu. Eyrað og nafnið er táknrænt fyrir hugmynda-
fræði meðferðarinnar og undirstrikar hve hlustun er stór þáttur í
henni (sjá mynd 1).
Sí- og endurmenntun Ljáðu mér eyra hópsins hefur verið á formi
námskeiða í hugrænni atferlismeðferð, viðtalstækni, sálgæslu
og áfallahjálp. Tvær af þeim ljósmæðrum sem mynduðu teymið
í upphafi eru enn starfandi í Ljáðu mér eyra en ákveðin nýliðun
hefur átt sér stað og fjórar ljósmæður hafa bæst í hópinn frá árinu
2008. Hópurinn er með innan við 10% starfshlutfall samtals en
ljósmæðurnar starfa allar á kvennadeild Landspítala. Enginn
læknir hefur tilheyrt hópnum síðastliðinn áratug. Þjálfun nýliða
hefur farið fram með miðlun frá þeim reyndari, jafningjahand-
leiðslu og námskeiðum í hugrænni atferlismeðferð og viðtalstækni.
Ein af ljósmæðrunum í nýliðahópnum hefur lokið viðbótarnámi
í jákvæðri sálfræði og tvær þeirra stunda rannsóknartengt fram-
haldsnám þar sem neikvæð fæðingarreynsla og úrræði eru aðal
viðfangsefnin. Frá árinu 2009 hafa konur átt val um hvort þær fá
viðtal við ljósmóður sem sinnti þeim í fæðingu eða eina af Ljáðu
mér eyra ljósmæðrunum. Flestar konurnar koma af eigin hvötum,
þ.e. bóka tíma sjálfar en sumum er vísað til þjónustunnar af heil-
brigðisstarfsfólki. Árlega hafa 50-70 konur komið í viðtöl (Birna
Ólafsdóttir o.fl., 2015).
Ljáðu mér eyra meðferðin hefur verið að þróast í tæpa tvo áratugi
án þess að farið hafi fram mat á henni en þegar meðferð er innleidd
er nauðsynlegt að meta árangur og hvort hvort meðferðin nái til
þess hóps sem telja má vera í þörf fyrir hana. Tilgangur þessarar
rannsóknar var að skoða hvað einkennir hópinn sem leitar til Ljáðu
mér eyra með tilliti til bakgrunns, heilsufars og fæðingarsögu til
að geta afmarkað betur þann hóp sem þarfnast úrræða. Eftirfar-
andi rannsóknarspurningarnar voru hafðar að leiðarljósi: Hver er
bakgrunnur þeirra kvenna sem leita til Ljáðu mér eyra? Hvert er
hlutfall íhlutana í fæðingarferlið hjá þeim hópi kvenna sem leitar
til Ljáðu mér eyra? Hvernig meta konur sem leita til Ljáðu mér
eyra heilsu sína og andlega líðan?
AÐFERÐIR
Rannsóknarsnið
Rannsóknin er hluti af stærri afturvirkri rannsókn á konum sem
leituðu til Ljáðu mér eyra á rúmlega fimm ára tímabili 2006-2011.
Gögnum um bakgrunn þátttakenda, fæðingarsögu og mat kvenna á
heilsu og andlegri líðan sinni var safnað með spurningalista. Því til
viðbótar voru konurnar spurðar um mat þeirra á viðtölunum í Ljáðu
mér eyra með stöðluðum og opnum spurningum. Í þessari rannsókn
eru gögn um bakgrunn þátttakenda, fæðingarsögu og eigið mat á
heilsu og andlegri líðan skoðuð með lýsandi greiningu.
Spurningalistinn
Spurningalistinn var þróaður af rannsakendum og ljósmæðrum
Ljáðu mér eyra hópsins. Hann var forprófaður á 18 konum og reynd-
ust listarnir vera skýrir og skiljanlegir (Eva Rut Guðmundsdóttir,
2011). Listinn er að hluta til byggður á lokaverkefni Söru Bjarkar
Hauksdóttur (2005) til embættisprófs í ljósmóðurfræði en í því voru
tekin stöðluð viðtöl við 16 konur sem komið höfðu í viðtal.
Listanum er skipt niður í fimm hluta með 46 stöðluðum spurn-
ingum og fjórum opnum spurningum. Í fyrsta hlutanum eru upplýs-
ingar um aldur, menntun, störf utan heimilis, hjúskaparstöðu,
áhyggjur, eigið mat á heilsu og andlegri líðan og hvort viðkomandi
hafi leitað sér hjálpar vegna andlegrar vanlíðunar (sjá töflu 1 og 2).
Í öðrum hluta eru spurningar um barneignir, fæðingarsögu og þátt-
töku í fæðingarfræðslunámskeiðum. Þriðji hlutinn snýr að meðferð
Ljáðu mér eyra, s.s. hvers vegna konur leituðu til Ljáðu mér eyra,
hvenær og hve oft þær fóru í viðtal, hvað þeim finnst um meðferðina
og hvernig þær upplifðu fæðingu eftir viðtal. Fjórði hlutinn inni-
heldur spurningar um hugmyndir kvennanna um áframhaldandi
þróun Ljáðu mér eyra. Að lokum eru nokkrar opnar spurningar
um væntingar og hvað konum þykir mikilvægt fyrir áframhaldandi
þróun Ljáðu mér eyra, þar sem þær gátu tjáð sig með eigin orðum.
Gagnasöfnun, greining og leyfi
Spurningalistar voru sendir út til allra kvenna sem komu í Ljáðu mér
eyra viðtal árin 2006 til 2011 (5 ár og 3 mánuðir), alls 312 konur.
Af 312 voru 11 listar endursendir þar sem viðtakendur fundust ekki
og því var endanlegt úrtak 301 kona. Ítrekun var send einu sinni 17
dögum síðar. Til grundvallar eru lögð svör kvennanna við fyrsta og
öðrum hluta spurningalistans. Lýsandi tölfræði var notuð við grein-
ingu gagna og eru niðurstöður flokkabreyta settar fram á formi
tíðni og hlutfalla en fyrir aldur eru einnig upplýsingar um meðal-
tal og staðalfrávik. Notast var við IBM SPSS 24 tölfræðiforrit fyrir
Windows (SPSS Inc. Chicago, IL, USA).
Mynd 1. Merki Ljáðu mér eyra.
Tafla 1. Upplýsingar um bakgrunn kvenna sem tóku þátt í LME rannsókn 2011
n = 131
n(%)
Bakgrunnur
Aldur
(meðaltal(staðalfrávik)) 34.2 (4.2)
24-29 ára 14 (10.8)
30-34 ára 56 (43.1)
35-39 ára 44 (33.8)
40-45 ára 16 (12.3
Menntun
Grunnskóli (10 yr) 2 (1.5)
Menntaskóli, fjölbrautarskóli eða álíka (2-4 ár) 21 (16.2)
Tækniskóli eða háskóli (< 4 ár) 47 (36.2)
Háskóli (≥ 4 ár) 60 (46.2)
Starf utan heimilis
já 105 (80.2)
nei 25 (19.2)
Hjúskaparstaða
gift eða í sambuð 122 (93.1)
Einhleyp, fráskilin eða annað 9 (6.9)
Fjöldi barna
1 22 (16.8)
2 79 (60.3)
3 22 (16.8)
> 3 8 (6.1)