Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 11
11LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017
Skýrsla Ljósmæðrafélags Íslands var kynnt af Áslaugu Valsdóttur
sem hún flutti á aðalfundi félagsins 2016 og birt var í Ljósmæðrablað-
inu í 1. tölublaði 2017.
Norska ljósmæðrafélagið heldur áfram að vinna að innra starfi
félagsins og gera það aðlaðandi fyrir nýja félagsmenn. Erfitt hefur
reynst að fá aukin stöðugildi ljósmæðra sem starfa hjá sveitarfélögum
við meðgönguvernd og á fæðingarstofum og eru þær víða einar og í
20-30% stöðum að sinna meðgönguvernd. Í nýlegri könnun kom í ljós
að um 36% þungaðra kvenna sækja meðgönguvernd á heilsugæslustöð
en hinar fara til síns ,,fastlæge“.
Klínískar leiðbeiningar fyrir heimafæðingar voru gefnar út 2012 og
í framhaldinu gerðu ljósmæður samning við ríkið um greiðslur vegna
heimafæðinga. Þær greiðslur ná til fæðingarhjálpar, en ekki vaktaálags
og ferðakostnaðar ljósmóður. Ennfremur gengur illa að fá leyfi til að
ávísa nauðsynlegum lyfjum vegna heimafæðinga og þurfa þungaðar
konur sjálfar að leita til síns heimilislæknis vegna þessara lyfja og
gengur það svona og svona.
Fæðingar utan stofnana sem ekki voru fyrir fram ákveðnar hafa
tvöfaldast á síðustu árum og er talið að nú fæðist 7 börn af hverjum
1000 utan stofnana. Menntun ljósmæðra er enn til umræðu, í dag lýkur
ljósmæðranámi í tveimur af fimm skólum landsins með meistaraprófi
(30 ECTS meistaraverkefni).
Félagið óskar eftir því að ljósmæðranámið verði 5 ára sjálfstætt
nám sem ljúki með meistaragráðu án hjúkrunarleyfis. Því hefur þingið
neitað.
Félagið hefur einnig rætt hugmyndir um á hvern hátt ljósmæður geta
viðhaldið þekkingu sinni og hvort ástæða sé til þess að endurnýja starfs-
leyfi sitt á ákveðnu árabili. Engin ákvörðun hefur verið tekin um þetta.
Starfandi ljósmæður í Svíþjóð eru nú um 8000 og starfa fyrst og
fremst við fæðingar og sængurleguþjónustu, mæðravernd, við kven-
sjúkdóma, á unglingamóttökum, á tæknifrjóvgunardeildum, fósturrann-
sóknardeildum og við rannsóknir og kennslu. Heilbrigðisyfirvöld áætla
að fjöldi ljósmæðra á 100 þúsund íbúa muni aukast um 16% á tímabil-
inu 2014 - 2030. Forsendur þessarra útreikninga byggja meðal annars á
því að fleiri nemendur munu útskrifast sem ljósmæður frá og með árinu
2017 eða 250 á ári.
Erfiðlega hefur gengið að manna stöður ljósmæðra víða um landið,
sérstaklega á fæðingardeildum í Stokkhólmi þar sem álag er gífurlegt.
Í mönnunarútreikningum er gert ráð fyrir að jafnvægi verði komið á
um 2020. Félagið hefur eftir kosningu meðal félagsmanna ákveðið að
hefja viðræður um að Ljósmæðrafélagið verði sjálfstætt félag sem semji
sjálft um laun og kjör sjá nánar um þetta hér: http://www.barnmorske-
forbundet.se/ .
Í janúar 2013 var fæðingaskrá, mæðraverndarskrá og fósturgrein-
ingaskrá sameinuð í eina ,,Barneignarskrá“ og gert er ráð fyrir að allar
fæðingardeildir og mæðraverndarstöðvar verði tengdar þessari skrá á
þessu ári þ.e. 2017.
Mikil umræða hefur verið um fóstureyðingar og siðferðisleg gildi
ljósmæðra. Umræðan komst í hámæli þegar tvær sænskar ljósmæður
leituðu réttar síns vegna þess að þær neituðu að sinna fóstureyðingu, en
í Svíþjóð sinna ljósmæður lyfjafóstureyðingum.
Rætt er um menntun ljósmæðra í Svíþjóð eins og í hinum löndunum
og í Gautaborg er í boði meistaranám til ljósmóðurréttinda og eru þar
48 nemendur.
Önnur mál sem rædd voru
Framkvæmdastjóri danska ljósmæðrafélagsins Jan Helmer sagði frá
ambassadör verkefni félagsins sem er mjög áhugavert og spennandi.
Hægt er að lesa nánar um þetta hér:
http://www.jordemoderforeningen.dk/tidsskrift-for-jordemoedre/
singlevisning/artikel/giv-saa-skal-der-nok-komme-mere-tilbage .
Danskar ljósmæður ræddu um verkefnið ,,Þolinmóðar ljósmæður“
sem hefur að markmiði að draga úr sjúkdómsvæðingu og óþarfa
inngripum í fæðingum. Flestar fæðingardeildir landsins hafa verið
heimsóttar og verkefninu hefur verið afar vel tekið.
Áframhaldandi umræður urðu um rétt ljósmæðra til að taka ekki
þátt í aðgerðum sem stríða gegn siðferðilegum og mannlegum gildum
þeirra. Nokkur umræða skapaðist um þetta og er það svo að í Svíþjóð
er þessi umönnun hluti af faglegum skyldum fagfólks og persónu-
leg gildi starfsmannsins hverfa í bakgrunninn. Í Noregi, Finnlandi og
Danmörku hefur það ekki verið vandamál fyrir fagfólk að neita að taka
þátt í einhverju sem stríðir gegn gildum þeirra. Í Færeyjum eru fóstur-
eyðingar ekki leyfðar og löggjöfin þar er frá 1933 og styður einungis
fóstureyðingar af læknisfræðilegum ástæðum. Niðurstaða þessara
umræðna var sú að þetta efni gæti verið áhugavert þema á ráðstefnu eða
tekið fyrir á fundum félaganna.
Unnið var með skjal um sameiginlega sýn NJF á störf og menntun
ljósmæðra á Norðurlöndunum og vonumst við til að það verði tilbúið
ekki seinna en 2019 e.t.v. fyrr.
Ingela Wiklund fyrrum formaður sænskra ljósmæðra, er gjaldkeri
í ICM, ráðgjafi hjá World bank og WHO og Trude Thommesen frá
Noregi verður fulltrúi Norður Evrópu í stjórn ICM.
Formaðurinn á miðstjórnarfundi ICM.