Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 38
38 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir og meistaranemi við Háskóla Íslands Áhættu- og gæðastjórnun: VERKLAG VIÐ MÆNURÓTAR- DEYFINGAR Í FÆÐINGU F R Æ Ð S L U G R E I N INNGANGUR Þessi grein byggir á verkefni úr námi mínu í opinberri stjórn- sýslu við Háskóla Íslands en þar sat ég námskeið sem ber heitið „Akademía fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu“. Þar var mér gert að gera verkefni með áhættu- og gæðastjórnun að leiðar- ljósi. Verkefnið skyldi vera um starfstengt málefni sem mér væri hugleikið. Það er bæði fagleg reynsla mín og persónuleg, að fæðandi konur eru alla jafna ekki nægilega vel upplýstar um kosti, mögulegar aukaverkanir og fylgikvilla í tengslum við mænurótardeyfingu í fæðingu. Hvenær er mænurótardeyfing æskileg eða nauðsynleg, hvenær er hún það ekki og hvenær er áhættan meiri en raunveruleg þörf ? Þetta eru allt spurningar sem hver kona þarf að velta fyrir sér til að hún sé fær um að taka upplýsta ákvörðun um mænurótardeyf- ingu þegar á hólminn er komið. Góður öryggisbragur einkennist af því að öryggi sjúklinga er sett í öndvegi og áhættustjórnun er samofin öllu því sem gert er. Meginþættir til að bæta öryggisbrag eru að stofnanir tryggi öryggi sjúklinga, viðhafi fagleg samskipti, samstarf og skráningu atvika (Reglugerð nr. 1148/2008). Áhættu- og gæðastjórnun Áhættustjórnun eykur virði og verndar verðmæti með því að auka líkur á að markmið tiltekinnar starfsemi náist. Kostir áhættu- stjórnunar eru einnig þeir að auka tiltrú hagsmunaaðila, minnka tap, auka skilvirkni og tryggja betri grunn til ákvarðanatöku (Böðvar Tómasson, 2012). Fyrsti alþjóðlegi staðallinn um áhættustjórnun, ISO 31000:2009 „Risk Management- Principles and Guidelines“ er leiðbeinandi grunnur fyrir alla áhættustýringu. Einn af meginþáttum áhættu- stjórnunarkerfis er að sett eru mælanleg markmið og kerfið svo endurbætt þegar frávik koma í ljós. Staðallinn endurspeglar góða starfshætti og svarar spurningunum; • Hvað getur gerst og af hverju? • Hverjar eru afleiðingarnar? • Hverjar eru líkurnar á endurtekningu í framtíðinni? • Eru einhverjir þættir sem draga úr afleiðingum áhættunnar eða draga úr líkum á því að áhættuatvik endurtaki sig? Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út reglugerð (nr.1148/2008) um gerð gæðavísa sem nota skal til að meta gæði og árangur innan heilbrigðis- þjónustunnar. Þar kemur fram sú skilgreining að gæðavísir sé mælikvarði sem gefur vísbendingu um gæði veittrar þjónustu til að meta hvort gæði meðferðar og umönnunar séu samkvæmt viðurkenndum viðmiðum. Í 4 gr. reglugerðarinnar eru markmið með notkun gæðavísa sett fram, þau eru þessi; Markmið með notkun gæðavísa er að fylgjast með gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að því að þessir þættir séu sýni- legir þannig að notendur heilbrigðisþjónustu, stjórnvöld, stjórn- endur heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmenn geti metið gæði þjónustunnar og tekið ákvarðanir á faglegum og upplýstum grund- velli. Markmið með notkun gæðavísa er ennfremur að veita heilbrigðis- starfsmönnum og heilbrigðisstofnunum aðhald við veitingu heil- brigðisþjónustu, auka gæðavitund þeirra, skapa samkeppni á milli þeirra um árangur og gæði og stuðla þannig að umbótum innan heil- brigðisþjónustunnar. Fagráð Embættis landlæknis gaf út leiðbeiningar um sjúklingaöryggi sem ber heitið „Eflum gæði og öryggi í íslenskri heilbrigðisþjónustu“. Leiðbeiningarnar byggja á áðurnefndri reglugerð og í þeim er lögð áhersla á að skilgreina hvað hugtökin gæði og öryggi standa fyrir og hvernig þau skulu innleidd og ástunduð. Í leiðbeiningunum kemur fram að;

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.