Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 25
25LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 Með því að draga línuna við lok 22. viku þungunar eða þau tíma- mörk sem fóstur er lífvænlegt utan móðurkviðs þá erum við að virða sjálfsákvörðunarréttinn til fulls. Við erum líka að ná inn öllum rann- sóknum sem snúa að fósturskimun innan þess tímaramma þannig að konan getur tekið ákvörðun út frá öllum upplýsingum sem fyrir liggja. Einnig teljum við mikilvægt að það sé ekkert í nútíma fóstureyðinga- lögum sem mismuni fötluðum á neinn hátt. Jafnframt má geta þess að í greinargerð frá Félagi íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna og í framsögu lækna á Fósturgreiningadeild Landspítalans á fundi nefndarinnar var lögð rík áhersla á að draga línuna við lok 22. viku þungunar. En réttindum fylgja líka ábyrgð. Hvar liggur ábyrgðarlínan, er hægt að draga hana fyrr? Það er lögð skýr áhersla á það í tillögum nefndarinnar að þungunar- rof sé framkvæmt eins fljótt og auðið er og helst fyrir 12. viku þungunar, alveg eins og gert er í núgildandi lögum og það gera lang- flestar konur. Við erum að tala um undantekningatilvik þegar konur hafa til dæmis farið fram yfir 16. viku þungunar þá er oft um mjög erfiðar eða flóknar aðstæður að ræða. Ætlum við þá að taka sjálfsá- kvörðunarréttinn af konum, einmitt þegar þær eru í hvað viðkvæmastri stöðu? Ætlum við þá að setja upp hindranir og úrskurðanefnd? Ég mundi einmitt segja að þá væri þeim mun mikilvægara að við reyndum að hjálpa þessum konum. Í hverju einasta landi þar sem konur hafa rétt til þess að taka ákvörðun aðeins fram að einhverjum ákveðnum tíma þá er verið að segja að ríkið eigi rétt á því að ráða yfir henni, hennar líkama, af því að hún er ekki fær um það sjálf. Við búum í einstöku landi, það er oft talað um að Ísland sé jafnvel komið langlengst í jafnréttisbaráttu, í kvennabaráttu og ættum við ekki líka að vera komin langt í að vernda frelsi konunnar til að geta sjálf tekið svona stóra ákvörðun í lífinu? Eru fordæmi fyrir svipuðum tímaramma annars staðar í heiminum? Í Bretlandi höfum við fóstureyðingarlög frá árinu 1967 og þar eru fóstureyðingar leyfðar fram til loka 24. viku þungunar. Í Hollandi er miðað við til loka 22. viku þungunar. Í Kanada eru engin tímamörk sett og þar er reynslan sú að í langflestum tilfellum eru konur að fara á fyrstu vikunum. Í Svíþjóð er svo miðað við til loka 18. viku þungunar að ósk konunnar. Er talið líklegt að fóstureyðingum muni fjölga ef þessi lög verða að veruleika? Nei. Þessar áhyggjur í sambandi við það að konur muni hér flykkjast í fóstureyðingu eftir 16. viku þungunar eiga ekki við rök að styðjast. Hver kona er skynsöm í sambandi við sínar ákvarðanir, hún vill ekki hafa þetta yfir höfði sér of lengi, hún vill geta farið snemma. Þetta er ekki ákvörðun sem er tekin á léttan hátt og það er ekkert sem gefur okkur tilefni til að ætla að aukinn fjöldi kvenna muni kjósa að binda enda á þungun seint. Ég vil líka benda á forvarnaþáttinn. Við þurfum að leggja miklar áherslu á hann og ég vil benda á tillögur nefndarinnar sem lúta að aðgengi að getnaðarvörnum, niðurgreiðslu þeirra og annað slíkt. Ef við stöndum okkur vel í forvörnum á þessu sviði þá erum við einmitt að minnka líkur á að konur standi í þeim sporum að þurfa að taka þessa ákvörðun. Tók nefndin á einhvern hátt mið af sjónarmiðum heilbrigðisstarfs- fólks sem sinnir til að mynda konum sem kjósa að enda meðgöngu? Já, í fyrsta lagi sátu í nefndinni þrír aðilar sem allir hafa áratuga- reynslu á ólíkum sviðum málaflokksins; læknir, félagsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur. Við fengum einnig til okkar starfsfólk frá fóstur- greiningadeildinni og svo gátu allir sent inn álit sem tekin voru til greina. Voru þessi álit frá mörgum heilbrigðisstarfsmönnum og fagfé- lögum þeirra. En er ekki hætt við því að þessi tímarammi muni setja starfsfólk í óþægilega stöðu eða stöðu sem stríðir gegn þeirra gildum? Þetta er eitt af því sem við ræddum mikið í nefndinni. Við erum fagfólk og okkur ber að koma fram við alla á jafnan hátt. Við höfum skoðanir á svo mörgu en þær skoðanir mega aldrei hafa áhrif á það hvernig við komum fram við skjólstæðinga okkar. Einstaklingur á rétt á því að taka sínar ákvarðanir, við verðum að virða þær. Þegar kemur að svona viðkvæmum málum þá verðum við, ef við ætlum að starfa í þessu, að hafa gert upp hug okkar í sambandi við svona málefni. Þetta er kannski eitthvað sem mörgum finnst vera erfitt en þetta er í lögum og kona á rétt á því að taka ákvörðun um það að fara í fóstureyðingu og fyrst að það er í lögum þá verðum við sem heilbrigðisstarfsfólk að virða það og mæta konunni fordómalaus. Ef við teljum okkur algjör- lega vanfær um að sinna einhverjum málum, þá er spurning hvort við eigum yfir höfuð að vinna á þeim stað. Er skortur á faglegri umræðu um þetta mál? Þarf kannski að tala aðeins meira um þetta á opinskáan hátt? Já, þetta málefni er nokkuð falið, þetta er eitthvað sem er óþægilegt. Þetta er erfiður málaflokkur, þess vegna þurfum við kannski enn meira að hlúa að þessum konum og gæta þess að þær fái allar þær upplýs- ingar sem þær eiga rétt á að fá og hafi alla möguleika til að taka góðar ákvarðanir, það er það sem við erum að leggja áherslu á í skýrslunni. Nú er ár síðan skýrslan kom út. Hvar er málið statt í dag? Við kláruðum skýrsluna í nóvember 2016 og funduðum með þáver- andi heilbrigðisráðherra Kristjáni Þór Júlíussyni og kynntum honum skýrsluna. Síðan kynntum við skýrsluna fyrir núverandi ráðherra Óttari Proppé í febrúar á þessu ári. Hann var fylgjandi því að halda þessu máli áfram og þá fór undirbúningsvinna af stað í ráðuneytinu í sambandi við það að semja frumvarp og skoða ýmsa þætti í sambandi við framkvæmd á tillögunum og fleira. Nú er beðið eftir því að nýr ráðherra taki við og þá verður að skoða það aftur hvort hann sé vilj- ugur að fylgja málum eftir. Rut Guðmundsdóttir Bryndís Ásta Bragadóttir Sóley Bender, prófessor við Háskóla Íslands

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.