Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 14
14 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 ÁGRIP Bakgrunnur: Blæðingar eru þungamiðja í líffræði konunnar og þar með því hvernig konur tengjast líkama sínum og einkennum líkamans eins og verkjum. Orsakir tíðaverkja án meinafræðilegra orsaka eru ekki þekktar. Markmið: Að skoða samband heilsutengdra lífsgæða, viðhorfa til blæðinga, hlutgervingar, upphafs blæðinga, núverandi blæðinga, líkams- þyngdar og lífshátta hjá íslenskum konum á aldrinum 18 til 40 ára við tíðaverki og greina hvað spáir fyrir um styrk tíðaverkja hjá konum. Aðferð: Lýsandi þversniðskönnun og var gagna aflað með spurningalista sem innihélt auk spurninga um meginbreytur rannsóknarinnar mælitækið SF-36v2 sem metur heilsutengd lífsgæði. Þátttakendur (N=319) voru valdir handahófskennt úr þjóðskrá og endurspegluðu þeir þýðið með tilliti til aldurs. Gagna var aflað haustið 2013. Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði var notuð við úrvinnslu gagna. Línuleg aðhvarfsgreining var gerð til að greina marktæka spáþætti um styrk tíðaverkja. Niðurstöður: Marktækt samband var á milli tíðaverkja og heilsutengdra lífsgæða, því að telja blæðingar valda skapraun, að telja þær veita forskrift að hegðun, líkamsskammar, styrks tíðaverkja, óreglulegra blæðinga, notkunar verkjalyfja og þess að tapa úr vinnu eða skóla vegna verkjanna. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar voru að því meiri áhrif sem viðkomandi telur tíðaverki hafa á líf sitt, notkun verkjalyfja vegna verkjanna oft eða mjög oft, lægri aldur og mjög eða frekar óreglulegar blæðingar spá fyrir um meiri styrk tíðaverkja hjá konum með verki. Niðurstöðurnar skýra 55,6% af breytileika í styrk tíðaverkja. Ályktun: Rannsóknir á heilsu kvenna eiga að taka tillit til sérstakra aðstæðna þeirra og heilbrigðisfræðsla til handa konum og stúlkum ætti að taka tillit til hins margþætta sambands sem konur hafa við líkama sinn. Lykilorð: Tíðaverkir, heilsutengd lífsgæði, hlutgerving, blæðingar, viðhorf. ENGLISH SUMMARY Background: Menstruation plays a pivotal role in female biology and therefore in women’s relationship to their bodies and symptoms like pains. Causes of secondary dysmenorrhea are unknown. Aim: To investigate the relationship between health related quality of life, attitudes towards menstruation, objectification, menarche, present menstruation, BMI and lifestyle among women aged 18 to 40 years with presence of menstrual pain and detect predictors of severity of menstrual pain among women with the pain. Method: Cross sectional descriptive survey that used a questionnaire to collect data about the main variables of the study and included the instrument SF-36v2 that assesses health related quality of life. Participants (N=319) were selected randomly from the National Registry in Iceland and represented the population by age. Data were collected in fall 2013 and was analysed by use of descriptive and inferential statistics. Linear regression model was employed to calculate significant predictors of menstrual pain. Findings: Significant associations were found between presence of menstrual pain and health related quality of life, believing that menstruation is annoying and hold a prescriptive role, body shame, intensity of menstrual pain, irregular menstrual pattern, use of pain medication and absence from school or work due to pain. Predictors of severity of menstrual pain among women experiencing the pain were found to be influence of menstrual pain on life, use of pain medication often or very often, younger age and very or rather irregular menstrual pattern. These findings explained 55.6% of the variance in intensity of menstrual pain. Conclusion: Studies on women’s health should consider the specific context of women’s lives and health education for women and girls should take into account the various relationship’s women have with their bodies. Key words: Menstrual pain, health related quality of life, objectification, menstruation, attitudes. INNGANGUR Tíðablæðingar eru sameiginleg reynsla flestra kvenna en hafa sögulega farið leynt, konur hafa fyllst skömm yfir þeim og þær notaðar til að útiloka konur frá ýmsum félagslegum viðburðum (Johnston-Robledo og Chrisler, 2013; Schooler, Ward, Merriwether og Caruthers, 2005). Margsinnis hefur komið í ljós í rannsóknum að ungar konur og stelpur skammast sín fyrir að sjást með túrtappa og bindi (Grose og Grabe, 2014; Ásthildur Knútsdóttir og Hallveig Broddadóttir, 1999) og að það blæði í gegn og sjáist (Fingerson, 2005). Afleiðingarnar fyrir konur og stúlkur að alast upp í menningarheimi, þar sem leitast er við að fela eðlilega líkamsstarfsemi eins og tíðablæðingar, geta orðið skömm á eigin líkama og þörf fyrir að fela líkamsstarfsemina (Hitchcock, 2008; Roberts, 2004). Þegar haft er í huga að blæðingar, og það sem þær standa fyrir, eru þungamiðja í líffræði konunnar og þar með því hvernig konur tengjast líkama sínum og einkennum líkamans eins og verkjum, þá er það umhugsunarvert að blæðingar og tíðaverkir séu ekki rannsökuð meira út frá hugtökum eins og sjálfsmynd, líkamsímynd, hlutgervingu auk almennrar líðanar. Rannsóknin, sem greint er frá hér, er hluti stærri rannsóknar sem hefur þann tilgang að auka skilning á samhengi sjálfshlutgervingar, viðhorfi til blæðinga, heilsutengdra lífsgæða, líkamsþjálfunar, líkamsvitundar og upphafs blæðinga. Þegar TÍÐAVERKIR UNGRA KVENNA OG SAMBAND ÞEIRRA VIÐ HLUTGERVINGU, VIÐHORF TIL BLÆÐINGA, LÍFSHÆTTI, HEILSUFAR OG BLÆÐINGAR MENSTRUAL PAIN AMONG YOUNG WOMEN AND THEIR RELATIONSHIP WITH OBJECTIFICATION, ATTITUDES TOWARDS MENSTRUATION, LIFESTYLE, HEALTH AND MENSTRUATION Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands og Landpítala R I T R Ý N D F R Æ Ð I G R E I N FYRIRSPURNIR: herdis@hi.is

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.