Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 25
Fuglaskoðunarhús í MosFellsbæ Mosfellsbær hefur komið upp glæsilegu fuglaskoðunarhúsi í Leiruvogi sem stendur öllum fuglaáhuga- mönnum opið. Leiruvogurinn er einstakur hvað varðar fuglalíf allan ársins hring og því gott að fylgjast þar með fuglum í sínu náttúrulega umhverfi. Húsið er vel staðsett nálægt leirunni, þar sem fjöldi vaðfugla heldur til, og úr því er góð yfirsýn yfir Langatanga, sem margar fuglategundir nýta sér sem hvíldarstað. Inni í húsinu er að finna geinargott upplýsingaskilti um fuglalífið á svæðinu ásamt gestabók sem gestir eru hvattir til að rita nafn sitt í. Aðstaða fyrir fatlaða er góð og gert ráð fyrir að fatlaðir geti athafnað sig sjálfir í húsinu. Fuglaskoðunarhúsið er staðsett við Langatanga neðan við golfvöllinn í Mosfellsbæ. Aðgengi að húsinu er gott með göngustígum sem liggja meðfram ströndinni eða frá golfskálanum. Lyklar að húsinu fást afhentir í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Lækjarhlíð 1a, virka daga frá kl. 06:30-21:30 og um helgar frá kl. 8:00-19:00. Auk þess eiga sérlegir fuglaáhugamenn eða félög þess kost að fá lykil til umráða. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Mosfellsbæjar. www.mos.is/fuglaskodun HáHolt 14 - sími 586 1210 Verslunin Verður lokuð frá 1.- 6. maí opinn fundur um bæjarmálin samfylkingin í mosfellsbæ verður með opinn fund um bæjarmálin laugardaginn 6. maí. Bæjarfulltrúar samfylkingarinnar í mosfellsbæ þau Anna Sigríður Guðnadóttir og Ólafur Ingi Óskarsson verða með framsögu og svara fyrirspurnum. fundurinn verður haldinn í Þverholti 3 milli kl: 11 og 13. Boðið verður upp á súpu og brauð. allir velkomnir! mosfellsbæ Þjónusta við Mosfellinga - 25

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.