Mosfellingur - 15.01.2010, Page 9

Mosfellingur - 15.01.2010, Page 9
 19759 Frambjóðendur undirbúa sig fyrir prófkjör ����������� �����������VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA Samvinna um nágrannavörslu Mosfellsbær, Sjóvá og Lögregla höfuðborgarsvæðisins hafa hafið samstarf um nágrannavörslu í Mosfellsbæ í samvinnu við íbúa Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almenn- um þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað og dregið úr veggjakroti. Nágrannavarsla felst í samvinnu nágranna um að gera umhverfi sitt og heimili öruggari. Með því móti er leitast við að draga úr innbrotum, þjófnaði og skemmdarverkum. Nágrannavarsla hefur verið þekkt í áratugi og hefur víða verið sett upp með góðum árangri bæði á Íslandi og víða erlendis. Verklagsreglur 1. Íbúar þeirra gatna sem áhuga hafa á að taka þátt í nágrannavörslu í Mosfellsbæ tengilið, svokallaðan götustjóra. Hlutverk götustjóra er: - Að miðla upplýsingum til íbúa götunnar um verkefnið. - Að safna upplýsingum um nöfn og netföng íbúa í þeim tilgangi að lögregla geti komið á framfæri upplýsingum til íbúa ef með þarf og að Þjónustuver Mosfellsbæjar geti komið upplýsingum um gögn vegna nágrannavörslu til íbúa. - Að senda Þjónustuveri Mosfellsbæjar og fulltrúa lögreglunnar nafna og netfangalistann. 2. Götustjóri kemur upplýsingum til þjónustuvers Mosfellsbæjar um vilja íbúa götunnar til að taka þátt í verkefninu, ásamt upplýsingum um fjölda íbúða í götunni. Þjónustuver kemur þeim upplýsingum til Sjóvá sem lætur útbúa götuskilti, límmiða til að setja í glugga, ásamt handbók um nágrannavörslu. Sjóvá kemur þessum gögnum til þjónustuvers. Þjónustuver kallar til liðsmenn úr áhaldahúsi til að setja upp skilti við götu og sendir íbúum tölvupóst um að nálgast megi handbækur og límmiða í þjónustuver. 3. Íbúar sækja gögn frá Sjóvá handbók og límmiða í Þjónustuver Mosfellsbæjar. Nánari upplýsinga má nálgast á vef Mosfellsbæjar á slóðinni mos.is/nagrannavarsla eða hjá Þjónustuveri Mosfellsbæjar í síma 525 6700.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.