Mosfellingur - 15.01.2010, Qupperneq 10

Mosfellingur - 15.01.2010, Qupperneq 10
Hólmfríður tilnefnd til hlaupara ársins Hlaup.is hefur ákveðið að standa fyrir vali á lang hlaupara ársins 2009 bæði í karla- og kvenna- fl okki. Þá er einkum horft til afreka í götu- og utanvega hlaupum. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 36 ára Mos- fellingur, er ein af fi mm konum sem eru tilnefndar sem lang- hlaupari ársins 2009. Í tilnefn- ingunni segir: Hólmfríður Vala, fyrir að sigra í Laugavegs- hlaupinu á 5:33:10 klst. sem er um tveimur mínút um frá besta árangri íslensk rar konu. Hægt er að kjósa inn á www.hlaup.is til miðnættis 15. janúar. Pósturinn bætir við póstnúmerum Breytingar hafa verið gerðar á póstnúmerakerfi Póstsins. Bætt hefur verið við dreifbýlis- númerum í Mosfellsbæ. Íbúar í dreifbýlinu sem voru áður í póstnúmeri 270 Mosfellsbær fá sitt eigið póstnúmer, 271 Mosfells bær. Svæðið sem tilheyr- ir Kjósar hreppi fær póstnúmer- ið 276 Mosfellsbær. Breytingar þessar hafa verið tilkynntar til Þjóðskrár og eiga íbúar ekki að verða varir við neinar breytingar varðandi póstdreifi ngu. Nánari upp lýsingar á www.postur.is - Hvað er að frétta?10 HEIMILISMATUR Í HÁDEGINU 1290,- Sunnudaginn 10. janúar fór fram Nýárssundmót fatlaðra barna og ung- linga í Laugardalslaug. Þar tóku þátt í fyrsta sinn hópur fatlaðra barna úr Mosfellsbæ sem æfa sund í Lágafellslaug á vegum Íþróttafélagsins Aspar. Það var einstaklega gaman að sjá þetta unga fólk takast á við þetta verkefni að keppa á svo stóru móti. Á dögunum fékk leikskólinn Reykjakot jólakort frá nágrönnum sínum í Krókabyggð 1, 1a, 3, 3a og 5. Ástæðan fyrir kortinu er sú að þeir vilja samgleðjast leikskólanum vegna breytinga á lóðinni og þykir gaman að hafa glaða krakka í hverf- inu. Þetta var dásamlegt kort sem ylj- aði starfsfólki leikskólans um hjarta- ræturnar. Nágrannarnir óskuðu eftir því að fá að koma í heimsókn í leikskólann og færa honum bóka- gjöf. Fulltrúar nágrannanna komu í heimsókn í leikskólann, Jóhanna, Jón og Maggý Sú hugmynd kom fram að stofna vinafélag Reykjakots þar sem ná- grannar, fyrrverandi nemendur og aðrir velunnarar geta verið með. Ræddar voru hugmyndir um að halda vinahátíð á Reykjakoti í vor eða sumar auk annarra verkefna sem hverfi ð og leikskólinn gætu unn- ið að í sameiningu. Hafsteinn sækist eftir 2.-3. sæti Hafsteinn Pálsson bæjarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér til áfram- haldandi setu í bæjarstjórn í prófkjöri sjálf stæðismanna sem fram fer 6. febrúar. Hafsteinn hefur verið bæjarfulltrúi í sex ár og er nú formaður fræðslunefnd ar. Hann er þekktur fyrir störf innan íþróttahreyfi ngarinnar, bæði innan Aftureldingar og ÍSÍ þar sem hann hefur verið í stjórn frá 1992. Hann er með doktorspróf í verkfræði og kvæntur Láru Torfa- dóttur kennara. Eiga þau þrjú börn, Guðrúnu Ernu, Jóhönnu Rut og Snævar Inga. ÁLAFOSSKÓRINN Getum bætt við okkur söngfólki í allar raddir, Kórinn er blandaður kór og er 30 ára á þessu ári. Góður og jákvæður hópur. Upplýsingar í síma 8689790 Helgi söngstjóri og 8621600 Hjördís formaður. vegna bæjarstjórnarkosninga vorið 2010 PrófkjörSamfylkingarinnar í Mosfellsbæ Kjörstjórn Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ Prófkjörið fer fram laugardaginn 30. janúar 2010 í húsnæði Samfylkingarinnar Þverholti 3, Mos- fellsbæ, frá kl. 10:00 til 16:00. Rétt til að greiða atkvæði í prófkjörinu hafa allir félagsmenn í Samfylkingunni í Mosfellsbæ sem náð hafa 16 ára aldri á prófkjörsdag og hafa verið skráðir í Samfylkinguna fyrir lokun kjörskrár á miðnætti laugardaginn 16. janúar 2010. Nánari upplýsingar á ww.xs.is/mos og hjá for- manni kjörstjórnar, Ólafi Inga Óskarssyni, í síma 660 8304. Minnum á morgunverðarfund Samfylkingarinnar laugard. 16. janúar í Þverholti 3, frá kl.11:00 til 13:00. Frambjóðendur verða á staðnum. Allir velkomnir! Bryndís gefur kost á sér í 2. sætið Bryndís Har- alds, athafna- móðir gefur kost á sér í prófkjöri sjálf- stæðismanna sem fram fer 6. febrúar. Bryndís hefur verið varabæjarfulltrúi frá árinu 2002 á þeim tíma hefur hún gegnt formennsku í atvinnu- og ferðamálanefnd og skipulags- og bygginganefnd. Bryndís var varaþingmaður á árunum 2003- 2009 og tók tvisvar sæti á þingi. Bryndís hefur tekið virkan þátt í starfi fl okksins frá árinu 2002. Hún er viðskiptafræðing ur, gift Örnólfi Örnólfssyni rafvirkja- meistara og eiga þau þrjú börn. Frekari upplýsingar um Bryndísi og framboð hennar má fi nna á www.bryndisharalds.is. Júlía gefur kost á sér í 5.-7. sæti Júlía Margrét Jónsdóttir hef- ur ákveðið að taka áskorun og bjóða sig fram í prófkjör Sjálfstæðis- fl okksins sem fram fer 6. fe- brúar. Júlía Margrét situr í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Mosfells- bæ. Hún er virkur félagsmaður í FKA, félagi kvenna í atvinnu- rekstri. Hún starfar sem fram- kvæmda- og framleiðslustjóri hjá Súgó/Máná ehf. ásamt því að starfa með manni sínum í fyrirtæki þeirra SteinTeppi.is. Júlía hefur einlæg an áhuga á atvinnumálum og upp byggingu atvinnutækifæra eins og sam- félagsmálefnum og þeim málefn- um sem varða börnin okkar, og framtíð bæjarfélagsins. Falleg skreytingar í Aðaltúni 10 og 12 Orkuveita Reykjavíkur veitti á dögunum viðurkenningar fyrir jólaljósaskreytingar á veitu- svæði fyrirtækisins. Í Mosfells- bæ voru það íbúar í Aðaltúni 10 og 12 sem fengu viðurkenningu í ár. Í umsögn dómnefndar segir að parhúsið sé fallega skreytt og myndi samstæða heild. Mosfellingar keppa undir merkjum Aspar Nýársmót fatlaðra barna Leikskólinn Reykjakot stefnir að stofnun vinafélags Hlýhugur frá nágrönnum

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.