Litli Bergþór - 01.12.2015, Side 6
6 Litli-Bergþór
Húsin í Laugarási
Páll M. Skúlason:
Hér er fram haldið samantekt á þeim húsum sem risið hafa í Laugarási og íbúum þeirra. Enn er um að
ræða þá sem tóku upp búsetu í Laugarási fyrir þann tíma sem mesta fjölgunin átti sér stað í þorpinu eftir
miðjan sjöunda áratuginn. Milli 1961 og 1970 voru stofnuð 11 ný garðyrkjubýli, 9 þeirra eftir 1965.
Það má kannski segja að Ljósaland, Ekra og Heiðmörk hafi markað upphaf þeirrar fjölgunar sem þarna
átti sér stað. Þá var á þessum tíma einnig byggð heilsugæslustöðin og læknisbústaðurinn í Launrétt 2.
LAUGARGERÐI 1958
Hjalti Ólafur Elías Jakobsson (f. 15.03. 1929, d. 18.06.
1992) og Fríður Esther Pétursdóttir (f. 21.03. 1935) fluttu
í Biskupstungur úr Mosfellssveit í janúar 1954 til starfa við
garðyrkjustöð í Reykholti. Þar bjuggu þau fyrst í litlum kofa í
Gufuhlíð, en fluttu síðan í Stórafljót. Það var svo 1957 sem þau
fluttu í Laugarás, stofnuðu Laugargerði og bjuggu fyrstu árin í
Lauftúni (Einarshúsi/ Silfurhúsinu). Þá voru börnin orðin þrjú og
fljótlega bættust við tvö til viðbótar og því var orðið ansi þröngt
um fjölskylduna í 45 m² húsinu í Lauftúni.
Í lok árs 1965 flutti fjölskyldan í nýbyggt
íbúðarhús, vestan Skálholtsvegar í Kirkjuholti.
Ingólfur Jóhannsson á Iðu sá um húsbygginguna.
Land Laugargerðis er beggja vegna Skálholts-
vegar og á þeim hluta sem liggur að landi
Hveratúns, reistu Hjalti og Fríður garðyrkjustöð
sína. Hjalti lést 1992, en Fríður hefur búið áfram
í Laugargerði, fyrst ein, en frá aldamótum ásamt
Reyni Ásberg Níelssyni (f. 26.04. 1931).
Fríður og Hjalti eignuðust sex börn, en þau eru: Pétur Ármann (f. 22.11. 1953) býr á
Selfossi, Erlingur Hreinn (f. 22.07. 1955) býr í Reykjavík, en byggði og á hús í Vesturbyggð
3, Hafsteinn Rúnar (f. 18.02. 1957) býr á Selfossi, Jakob Narfi (f. 02.02. 1960) býr í
Lyngbrekku/Vesturbyggð 6, Guðbjörg Elín (f. 13.12. 1964) býr á Selfossi og Marta Esther
(f. 08.08. 1968) býr á Kópsvatni í Hrunamannahreppi.
Ítarlegt viðtal við Fríði er að finna í Litla Bergþóri, 1. tbl, 34. árg. 2013
Sigmar Sigfússon (f. 31.12. 1932, d. 17.07. 2001) og
Sigríður Pétursdóttir (f. 17.04. 1936) komu í Laugarás 1959
og fengu inni í biskupshúsinu í Skálholti meðan þau voru að
koma sér upp aðstöðu í Laugarási, en þar reistu þau sambyggt
íbúðarhús og véla- og renniverkstæði, vestan Skálholtsvegar,
fyrir neðan núverandi Vesturbyggð. Þau fluttu í það 1960.
Sigmar starfaði mest að smíðaverkefnum fyrir aðila í
Reykjavík, t.d. ýmsar stofnanir og skóla, seinni árin vann
hann talsvert fyrir Þjóðminjasafnið, en hann tók einnig að sér
viðgerðir fyrir nágrannana.
SIGMARSHÚS 1960
Hjalti og Fríður.
Reynir Ásberg.
Laugargerði.
Sigríður og Sigmar.