Litli Bergþór - 01.12.2015, Síða 10

Litli Bergþór - 01.12.2015, Síða 10
10 Litli-Bergþór Ég var beðin um að segja frá starfi Unglingadeildarinnar Greips, en þar er um að ræða ungliðadeild innan Björgunarsveitar Biskupstungna. Sjálf byrjaði ég í því starfi um leið og ég mátti eða þegar ég byrjaði í 8. bekk, síðan hef ég verið föst í því, því þetta er svo ótrúlega gaman. Allt sem maður lærir, allir þessir frábæru unglingar sem ég hef fengið að kynnast. Margt hefur verið brallað á þessum tíma og ætla ég aðeins að stikla á stóru. Við hittumst annanhvern miðvikudag til að æfa okkur í hinum ýmsu grunnatriðum sem björgunarsveitarmaður þarf að kunna, einnig förum við í æfingaferðir og svo líka skemmtiferðir. Unglingadeildin Vindur á Flúðum bauð okkur í helgarferð til sín í mars á þessu ári. Þá var hópnum skipt upp og æft, t.d. að nota snjóflóðaýla, grunnatriði á bátum og það sem er mjög mikilvægt, að vinna með öðrum ekki bara vinum sínum. Einnig fórum við í dagsferð inn í Mosaskarð í enda maí og þar nýttist margt sem við höfðum farið yfir á Flúðum. Við komumst þar í mikinn snjó og lentum í ýmsu: fastir bílar, bílaviðgerðir, kveikjarinn sem átti að nota til að Unglingadeildin Greipur Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir Starf okkar, sem leiða Unglingadeildina Greip, er ansi margþætt, því jú, starfið er fjölbreytt. Við vinnum markvisst að því að kenna unglingunum okkar að takast á við hinar ýmsu aðstæður sem geta komið upp í framtíðinni hvort sem það er í daglegu lífi eða í starfi björgunarsveitarinnar. Við vinnum útfrá því að allir séu jafnir og allir fái sama tækifærið hvort sem þú ert góð/ur í viðfangsefninu eða ekki. Reynt er að finna styrkleika hvers og eins til að nýta hann í hin ýmsu verkefni, því nóg er af þeim í björgunarsveitunum. Eins og flest önnur félagsstarfsemi hér í sveit byrjum við strax eftir réttir eða um miðjan september. Þá byrjum við á því að setja saman dagskrá fyrir veturinn og bjóða nýja unglinga velkomna til okkar. kveikja upp í grillinu gleymdist, þannig að krakkarnir þurftu aðeins að spreyta sig á náttúrufræðinni þangað til eldspýt- urnar fundust, en mörg virtust ekki vita hvað eldspýta væri. Meðan verið var að grilla ákváðu þau að grafa holu til að athuga hversu djúpur snjórinn væri, en gáf- ust upp þegar þau voru komin u.þ.b. 2 metra niður og ennþá sást ekki til jarðar. Hápunktur starfsins er nú samt lands- mótið, en það var haldið í Grindavík núna í sumar. Það er mót sem haldið er annað hvert ár og þar hittast allar unglingadeildirnar af landinu til þess að fara í svokallaða póstavinnu og björgunarleika, en þar reynir svo sannarlega á allt sem við höfum verið að æfa okkur í, bæði öllum þeim þáttum sem fylgja björgunarsveitarstarfinu og líka þeim mannlega þætti að vinna með fólki sem þú hefur aldrei áður hitt. Í lokin langar mig að þakka fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið frá samfélaginu, hann hefur verið mikill. Dæmi er hægt að taka af því þegar við löbbuðum frá Laugarvatni niður í Reykholt og margir styrktu okkur vel.Þórhildur Lilja Þórarinsdóttir, Þorfinnur Freyr Þórarinsson, Tryggvi Kolbeinsson, Anthony Karl Flores og Arnar Páll Pétursson. Andrés Pálmason, Guðmundur Helgi Eyjólfsson, Laufey Ósk Jónsdóttir, Glódís Pálmadóttir. Sjúklingur: Gretar Bíldsfells Guðmundsson. Grímur Kristinsson í holunni sem grafin var í Mosaskarði.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.