Litli Bergþór - 01.12.2015, Síða 12

Litli Bergþór - 01.12.2015, Síða 12
12 Litli-Bergþór Geirþrúður Sighvatsdóttir: Eins og undanfarin ár, stóð Kvenfélag Biskupstungna fyrir haustferð eldri borgara og í ár var, eins og í fyrra, kvenfélagskonum og mökum þeirra einnig boðið með í ferðina. Voru það rúmlega 40 manns sem lögðu af stað frá Aratungu föstudaginn 4. september um kl 13. Fararskjótinn var rúta frá ÞÁ, í boði sveitarstjórnar og var ferðinni heitið í Borgarfjörð. Fararstjórar voru kvenfélagskonurnar Herdís Friðriksdóttir og Aðalheiður Helgadóttir og sáu þær um að fólki leiddist ekki í rútunni með frásögnum og upplestri úr sögum sem tengdust þeim stöðum sem keyrt var um. Lá leiðin um Laugarvatn, Þingvelli og Uxahryggi, niður Lundarreykjadal og yfir í Hvítársíðu, þar sem æskustöðvar Guðmundar Böðvarssonar á Kirkjubóli voru heimsóttar. Þar fengum við vöfflukaffi og Bjarmalandsferð í Borgarfjörð Ferðafélagar fyrir utan gistiheimilið og veitingastaðinn á Kirkjubóli, en þar hafa gamalt fjós og hlaða skipt um hlutverk. Ingibjörg Daníelsdóttir sagði okkur frá Guðmundi og las úr bókum hans. Frá Kirkjubóli ókum við að Hraunfossum og Barnafossi, gengum um svæðið og dáðumst að náttúrufegurð staðarins í góðu veðri, áður en við héldum að Húsafelli að heimsækja náttúrubarnið og fjöllistamanninn Pál Guðmundsson. Tók Páll á móti okkur af rausnarskap, sýndi okkur verk sín, þar á meðal málverk af ýmsum merkum mönnum og nágrönnum sínum úr Laugardalnum og sagði frá tilurð þeirra, en hann er ættaður frá Hjálmsstöðum í Laugardal. Var ekki vandi að þekkja þá sem á myndunum voru. Svo spilaði hann m.a. frumsamda tónlist á rabbarbaraflautur og steinaspil stór og smá, sem hann hefur gert úr grjóti úr gilinu ofan við Húsafell. Var mjög gaman að heimsækja hann og kynnast öllum þeim listaverkum sem hann hefur sett saman. Frá Húsafelli lá leiðin í Borgarnes, þar sem við snæddum kvöldverð á Landnámssetrinu í boði Kven- félagsins og heim í Aratungu vorum við svo komin síðla kvölds eftir vel heppnaða ferð. Er samferðarfólkinu og þeim sem styrktu og skipu- lögðu ferðina, Kvenfélagi og sveitarstjórn, sendar kærar þakkir fyrir samveruna og skemmtilega ferð. Guðjón á Tjörn og Hildur María á Spóastöðum ræða málin yfir kvöld- verðinum.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.