Litli Bergþór - 01.12.2015, Síða 17

Litli Bergþór - 01.12.2015, Síða 17
Litli-Bergþór 17 nóg til að ég næði upp í þann kostnað sem ég hafði skrifað uppá. Nú kom Facebook sterk inn og fjölpóstar til hinna ýmsu áhugahópa. Ég stefndi að því að sá hagnaður sem vonandi yrði af tónleikunum, rynni til sjóðs sem stofnaður verður um viðgerð á steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Skálholtskirkju. Og svo rann dagurinn upp. Fimmtu- daginn 17. september skartaði Suð- urlandið sínu fegursta. Benedikt sonur minn sótti söngvarana á hótel í Reykjavík og ók með þá um Þingvöll og í Skálholt. Í logni og sól lituðust þeir um hér á hlaðinu og sá þeirra sem alinn er upp á Nýja Sjálandi sagðist fá heimþrá við að horfa í kringum sig. Þeir voru afar ánægðir með hljómburð kirkjunnar og aðbúnað í Skálholtsskóla og svo fóru tónleikagestir að streyma að. Á síðustu stundu bættust margir við, sumir þeirra sem voru á tónleikunum í Hörpu kvöldið áður, komu líka í Skálholt, enda var efnisskráin allt önnur. Julian, sem er tenórinn þeirra og yngstur í hópnum, sagði mér að þetta væri uppáhalds efnisskráin sín; fyrri hlutinn samanstóð af verkum þar sem lagt er út af bæninni Faðir vor. Verkin voru frá miðaldatónlist til samtíma og þeir báðu sérstaklega um að ekki yrði klappað milli laga. Kirkjuklukkurnar slógu sex, hvert sæti var skipað í kirkjunni og þeir gengu syngjandi inn. Ég lokaði dyrunum á eftir þeim og settist aftast og hugsaði með mér að þetta augnablik hefði mig aldrei dreymt um að upplifa. Söngur þeirra hreif kirkjugesti með sér í hæstu hæðir og nálægðin við þá gerði upplifunina ennþá sterkari en í stórum tónleikasal. Á síðari hluta tónleikanna kynntu þeir, afar skemmtilega, lög frá ýmsum heims- hlutum sem þeir kölluðu músíkölsk póstkort. Að loknum tónleikum eftir mikinn fögnuð og klapp, fylltist hlaðið af glöðu og þakklátu fólki. King’s Singers eða Konungssöngvararnir gengu á milli og spjölluðu, árituðu geisladiska og sátu fyrir á myndum með helstu aðdáendum sínum. Kvöldsólin og lognið var eins og fegurst gerist hér, og stemningin var einstök. Og þá var komið að lambalærinu. Í millitíðinni höfðu þeir ákveðið að dvelja degi lengur á landinu, þar sem enginn þeirra hafði komið hér áður. Því var enginn asi á neinum og þessir kurteisu og elskulegu bresku strákar nutu þess að smakka mismunandi tegundir af íslenskum bjór, og gerðu sér gott af humri frá Hornafirði og lambalæri að hætti húsbóndans. Sósan fékk hæstu einkunn og eftirréttur, þar sem berin frá Kvistum og íssósan frá Friðheimum slógu í gegn, fullkomnaði máltíðina. Konungssöngvararnir, sem halda um 130 tónleika á ári og eru um 7 mánuði ársins á ferðalögum, voru einstaklega þægilegir og afslappaðir og voru sérlega þakklátir fyrir að vera í heimahúsi en ekki á veitingahúsi. Margt var spjallað og þeir undirstrikuðu hve gjarnan þeir vildu koma aftur. Daginn eftir fór Benedikt með þá að Gullfossi og Geysi og síðan var brottför af landinu. Við fengum falleg þakkarbréf þar sem áheyrendur og kirkjan fengu lof þeirra líka. Gluggasjóður fékk fyrsta framlag sitt, fimmtíu þúsund krónur, og eftir lifa minningar um einstaka stund, þegar tónlistin megnar að lyfta í hæðir þeim sem viðstaddir eru. Skálholtskirkja er gimsteinn sem aldrei verður fullþakkað að eiga, því án hennar gætu slíkir viðburðir ekki orðið að veruleika. King´s Singers. Ljósmyndari Chris O. Donovan King´s Singers ásamt aðstoðarfólki á tónleikunum.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.