Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Side 9
26. október 2018 FRÉTTIR 9
Betri
Svefn
meðlimur þá er þetta ekkert á okk-
ar borði.“
Aðspurður um aðgerðir vegna
málsins segir Haraldur að í um-
sóknarferlinu til að gerast með-
limur í félaginu verði beðið um
sakavottorð. „Okkur hafði ekki
dottið það í hug en greinilega fínt
að hafa. Það hefði ekki stoppað Jó-
hannes því hann hefur aldrei verið
dæmdur.“
Haraldur segir málið slæmt fyr-
ir alla meðhöndlara á landinu. „En í
rauninni er þetta kostur fyrir okkur
þannig séð, þó það sé kalt að segja
það, því það sýnir mikilvægi þess að
velja fagmenn. Þarna er maður sem
heyrir ekki undir neitt og er ennþá
bara starfandi. Segjum sem svo að
ég hafi gert þetta, þá væri búið að
stoppa mig. Ostreopatar eru löggild
heilbrigðisstétt, heyra undir Land-
lækni og ég yrði stoppaður eins og
skot.“
Afstaða byggð á öfund
Steinbergur gefur í skyn að af-
staða félaganna þriggja megi rekja
til vinsælda Jóhannesar sem með-
höndlara. „Í ljósi þessa er auðvitað
líka sérstakt að fagfélög á borð við
félag sjúkranuddara og fleiri félög
sem væntanlega vilja láta taka sig
alvarlega skuli álykta um málið án
þess að hafa á því nokkra þekkingu
utan umfjöllunar fjölmiðla. Sú stað-
reynd að skjólstæðingur minn hef-
ur tekið á móti yfir fimmtíu þúsund
heimsóknum ánægðra viðskipta-
vina af báðum kynjum og á öll-
um aldri án þess að tilheyra nein-
um einum hópi fagfólks hér á landi
kann að hafa þar einhver áhrif.“
Kallaður „galdrakallinn“
Jóhannes Tryggvi er vel þekktur
innan íslenska mótorkrossheims-
ins. Hann hefur gefið sér gott orð
sem meðhöndlari og hefur unnið
með íþróttamönnum á borð við
Gunnar Nelson og Aron Jóhanns-
son. Fjallað var um Jóhannes í
Bændablaðinu árið 2014, þar kom
fram að frægð hans væri orðin svo
mikil að hann væri orðinn „nuddari
og galdralæknir keppnisliðs Honda
í Dakar-keppninni“. Í færslu á
Instagram ári síðar þakkaði Hafþór
Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Jó-
hannesi opinberlega fyrir að halda
sér frá meiðslum fyrir keppnina
Sterkasti maður í heimi.
Knattspyrnumaðurinn Aron Jó-
hannsson ræddi um Jóhannes í við-
tali við Vísi árið 2016. „Eftir tvær
vikur hjá honum var hann búinn
að hjálpa mér meira en allir aðrir í
fimm mánuði. Ég kalla hann alltaf
galdrakarlinn, en ég á honum mik-
ið að þakka,“ sagði Aron.
Á heimasíður Postura má finna
fjölda jákvæðra umsagna um starf-
ið frá þekktum afreksíþróttamönn-
um. Meðal þeirra sem gefa umsögn
eru Aron Jóhannsson atvinnumað-
ur í knattspyrnu, Pétur Gunnarsson
heimsmeistari í samkvæmisdöns-
um og Eyþór Örn Baldursson Ís-
landsmeistari í áhaldafimleikum
undir 18 ára. Einnig breski mótor-
hjólakappinn Johnny Campbell.
Aron segir:
„Var búinn að glíma við erf-
ið meiðsli í nára í langan tíma og
búinn að flakka á milli virtra sér-
fræðinga víðs vegar um Evrópu.
Það var ekki fyrr en ég komst til Jóa
þegar mér for að liða betur. Kippti
mér í lag á nokkrum tímum þessi
meistari.“
Aftaka almennings
Steinbergur segir að um sé að ræða
dæmigert mál sem snýst um að
skjóta fyrst og spyrja svo. „Það er
líka auðvelt í andrúmslofti undan-
farinna missera að vekja upp spurn-
ingar um hugsanlegt kynferðislegt
áreiti og jafnvel misnotkun af ein-
hverju tagi. Ég hef sagt að e.t.v. sé
það einmitt tilgangurinn að fram-
kvæma aftökuna hjá almenningsá-
litinu en láta það svo ráðast á seinni
stigum hvort ástæða þyki til ákæru
og ennþá síðar hvort dómstólar úr-
skurði um sekt eða sýknu. Rétturinn
til þess að teljast saklaus þar til sekt
er sönnuð er einfaldlega orðinn að
engu í samfélagi netvæddra sam-
skipta þar sem einstaklingurinn er
í raun sjálfstæður fjölmiðill og hefð
hefur myndast fyrir því að í lagi sé
að láta nánast hvað sem er flakka,“
segir Steinbergur.
Eins og áður segir hefur Jóhann-
es samkvæmt heimildum DV í þrí-
gang verið kærður fyrir kynferð-
isbrot. Hann hefur aldrei verið
dæmdur og öll hans mál verið felld
niður. Jóhannes var kærður árið
2005 grunaður um brot gegn 14 ára
stúlku. Hann hefur tvisvar áður ver-
ið kærður fyrir meint kynferðisbrot
í starfi, annað málið var látið nið-
ur falla síðastliðin jól, hitt málið var
fellt niður í september síðastliðn-
um.
Nú hafa eins og áður segir yfir
tuttugu konur leitað til sama lög-
fræðingsins. Nokkrar þeirra hafa nú
þegar lagt fram kæru. Jóhannes hef-
ur í gegnum lögfræðing sinn lýst sig
saklausan af meintum brotum.
DV hefur ítrekað reynt að ná tali
af Jóhannesi en án árangurs. Sam-
kvæmt heimildum hefur hann tekið
þá ákvörðun að láta lögfræðing sinn
um að tala fyrir sig í málinu. n
„Þær eru
fleiri, ég er
að tala við fleiri
konur á hverj-
um degi sem lýsa
því hvernig hann
braut á þeim.
Fjöldi mála Jóhannes var
kærður árið 2005 grunaður
um brot gegn 14 ára stúlku.
Aron Jóhannsson Ein fjölmargra stjarna sem
hefur nýtt sér þjónustu Postura.
Postura.is Hafþór Júlíus sáttur eftir
meðhöndlun.