Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Blaðsíða 12
12 26. október 2018FRÉTTIR
GRÆNA TUNNAN AUÐVELDAR FLOKKUNINA
Pappír, pappa, plast og minni málmhluti
má setja beint í tunnuna - Muna að skola
Pantaðu grænu tunnuna í síma
577-5757 eða www.igf.is/panta
Hugsum áður en við hendum!
ENDANLEGT LEIGUVERÐ ÓLJÓST
n HR hefur tekið hluta húsnæðisins í notkun n Hafa enn ekki greitt Reykjavíkurborg krónu í leigu
M
ikil óvissa ríkir um
hvert endanlegt leigu-
verð Háskólans í
Reykjavík verður til
Reykjavíkurborgar fyrir afnot af
bragganum umdeilda í Naut-
hólsvík. Leiguverðið átti að mið-
ast við að endanlegur kostnað-
ur yrði 158 milljónir króna en
kostnaðurinn er nú þegar orðin
um 415 milljónir króna þrátt fyr-
ir að verkefninu sé ekki lokið.
Menntastofnunin hefur þegar
leigt hluta húsnæðisins út undir
veitingastarfsemi og þiggur leig-
utekjur fyrir.
HR hefur ekki greitt neina
leigu fyrir braggann
Samkvæmt leigusamningi sem
HR og Reykjavíkurborg skrifuðu
undir 16. júlí 2015, og var sam-
þykktur af borgarráði, hljóm-
aði leigusamningurinn upp á
450 þúsund krónur fyrir 446
fermetra eða um 1.009 krón-
ur á fermetrann. Í samningn-
um er tekið fram að leiguverð
sé tengt við vísitölu neyslu-
verðs og ætti því leigan í dag að
vera 482.083 krónur. Tekið er
fram í leigusamningnum að fari
kostnaður vegna framkvæmda
yfir 158 milljónir mun leigan
hækka í samræmi við þá kostn-
aðaraukningu og mun Reykja-
víkurborg taka á sig um 67% af
þeirri hækkun en HR 33%. Mun
þetta því þýða einhverja hækk-
un á leigu fyrir HR.
Hversu mikil hækkunin verð-
ur er þó með öllu óljóst. Í samn-
ingum er sérákvæði þar sem
fram kemur að séu framkvæmd-
irnar vegna minjaverndar taki
Reykjavíkurborg allan kostn-
að vegna þess á sig. Ekki liggur
fyrir hversu stór hluti kostnað-
araukningarinnar flokkast und-
ir minjavernd og um það snýst
deilan. Samkvæmt gögnum
sem borgarráð og borgarstjórn
Reykjavíkurborgar fékk á sín-
um tíma um verkefnið var fram-
kvæmdin flokkuð sem minja-
vernd og getur það því flækt
stöðuna fyrir Reykjavíkurborg
krefjist þeir hækkunar á leig-
unni. Bjarni Brynjólfsson, upp-
lýsingastjóri Reykjavíkurborgar,
sagði í svari til DV að HR hafi
ekki ennþá greitt neina leigu af
húsnæðinu. Eins og komið hef-
ur fram í fjölmiðlun hefur Há-
skólinn í Reykjavík þegar tekið
hluta húsnæðisins í notkun, þó
að afhendingin hafi ekki farið
formlega fram.
Veitingahúsið Bragginn
Bístró opnaði í miðjum júní
síðastliðnum, en byrjað var að
koma fyrir eldhústækjum í hús-
næðinu í apríl. Í samtali við
DV sagði Dalmar Ingi Daða-
son, veitingarstjóri á Braggan-
um, að hann vissi ekkert um
leigusamning veitingastaðar-
ins við HR og benti á föður sinn,
Daða Júlíus Agnarsson. Þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir náðist
ekki í Daða við vinnslu fréttar-
innar, svo ekki er vitað að svo
stöddu hvort veitingastaðurinn
sé byrjaður að borga leigu til
HR eða ekki. Þegar blaðamað-
ur DV mætti á svæðið ásamt
ljósmyndara var einnig búið
að koma fyrir sætum og sóf-
um fyrir í húsinu þar sem frum-
kvöðlasetur HR á að vera. Sagði
Dalmar að þau hefðu fengið það
lánað hjá HR til að setja auka-
húsgögn inn í fyrir geymslu en
samkvæmt heimildum DV hafa
verið haldin einkasamkvæmi í
húsnæðinu sem áætlað var fyr-
ir frumkvöðlasetur. Þar mátti sjá
stór hljómflutningstæki merkt
símafyrirtækinu Nova ásamt
því að auglýsingar fyrir tilboð
á áfengum drykkjum voru á
borðunum.
Leiguverð langt undir mark-
aðsverði
DV ræddi við nokkra leigu-
miðlara sem sérhæfa sig í leigu
á atvinnuhúsnæði og staðfestu
þeir allir að leiguverðið í núver-
andi samningi væri afar lágt. Í
samtali við DV sagði einn leigu-
miðlari: „Þúsund krónur á fer-
metra er algjörlega óþekkt þó
það sé ekki vatns- eða vindhelt
hús. Venjulega er verið að leigja
svona húsnæði á 5 til 10 þús-
und krónur á fermetrinn, ann-
að er bara fráleitt. Þetta er ekki
verð sem þekkist á markaðn-
um. þetta er bara eitthvað gælu-
verkefni, það er alveg augljóst.“
Samkvæmt leigumiðlurunum
sem DV ræddi við eru fleiri ver-
kefni á vegum borgarinnar þar
sem í boði er leiguverð langt
undir markaðsverði. Til dæmis
Mathöllin á Hlemmi ásamt ver-
kefni á Langholtsvegi þar sem
verslunin Sunnutorg var, svo
eitthvað sé nefnt.n
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
bjartmar@dv.is „Þúsund
krónur á
fermetra er algjör-
lega óþekkt þó
það sé ekki vatns-
eða vindhelt hús.
Venjulega er ver-
ið að leigja svona
húsnæði á 5 til 10
þúsund krónur á
fermetrinn, ann-
að er bara fráleitt.