Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Qupperneq 12
12 26. október 2018FRÉTTIR GRÆNA TUNNAN AUÐVELDAR FLOKKUNINA Pappír, pappa, plast og minni málmhluti má setja beint í tunnuna - Muna að skola Pantaðu grænu tunnuna í síma 577-5757 eða www.igf.is/panta Hugsum áður en við hendum! ENDANLEGT LEIGUVERÐ ÓLJÓST n HR hefur tekið hluta húsnæðisins í notkun n Hafa enn ekki greitt Reykjavíkurborg krónu í leigu M ikil óvissa ríkir um hvert endanlegt leigu- verð Háskólans í Reykjavík verður til Reykjavíkurborgar fyrir afnot af bragganum umdeilda í Naut- hólsvík. Leiguverðið átti að mið- ast við að endanlegur kostnað- ur yrði 158 milljónir króna en kostnaðurinn er nú þegar orðin um 415 milljónir króna þrátt fyr- ir að verkefninu sé ekki lokið. Menntastofnunin hefur þegar leigt hluta húsnæðisins út undir veitingastarfsemi og þiggur leig- utekjur fyrir. HR hefur ekki greitt neina leigu fyrir braggann Samkvæmt leigusamningi sem HR og Reykjavíkurborg skrifuðu undir 16. júlí 2015, og var sam- þykktur af borgarráði, hljóm- aði leigusamningurinn upp á 450 þúsund krónur fyrir 446 fermetra eða um 1.009 krón- ur á fermetrann. Í samningn- um er tekið fram að leiguverð sé tengt við vísitölu neyslu- verðs og ætti því leigan í dag að vera 482.083 krónur. Tekið er fram í leigusamningnum að fari kostnaður vegna framkvæmda yfir 158 milljónir mun leigan hækka í samræmi við þá kostn- aðaraukningu og mun Reykja- víkurborg taka á sig um 67% af þeirri hækkun en HR 33%. Mun þetta því þýða einhverja hækk- un á leigu fyrir HR. Hversu mikil hækkunin verð- ur er þó með öllu óljóst. Í samn- ingum er sérákvæði þar sem fram kemur að séu framkvæmd- irnar vegna minjaverndar taki Reykjavíkurborg allan kostn- að vegna þess á sig. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti kostnað- araukningarinnar flokkast und- ir minjavernd og um það snýst deilan. Samkvæmt gögnum sem borgarráð og borgarstjórn Reykjavíkurborgar fékk á sín- um tíma um verkefnið var fram- kvæmdin flokkuð sem minja- vernd og getur það því flækt stöðuna fyrir Reykjavíkurborg krefjist þeir hækkunar á leig- unni. Bjarni Brynjólfsson, upp- lýsingastjóri Reykjavíkurborgar, sagði í svari til DV að HR hafi ekki ennþá greitt neina leigu af húsnæðinu. Eins og komið hef- ur fram í fjölmiðlun hefur Há- skólinn í Reykjavík þegar tekið hluta húsnæðisins í notkun, þó að afhendingin hafi ekki farið formlega fram. Veitingahúsið Bragginn Bístró opnaði í miðjum júní síðastliðnum, en byrjað var að koma fyrir eldhústækjum í hús- næðinu í apríl. Í samtali við DV sagði Dalmar Ingi Daða- son, veitingarstjóri á Braggan- um, að hann vissi ekkert um leigusamning veitingastaðar- ins við HR og benti á föður sinn, Daða Júlíus Agnarsson. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Daða við vinnslu fréttar- innar, svo ekki er vitað að svo stöddu hvort veitingastaðurinn sé byrjaður að borga leigu til HR eða ekki. Þegar blaðamað- ur DV mætti á svæðið ásamt ljósmyndara var einnig búið að koma fyrir sætum og sóf- um fyrir í húsinu þar sem frum- kvöðlasetur HR á að vera. Sagði Dalmar að þau hefðu fengið það lánað hjá HR til að setja auka- húsgögn inn í fyrir geymslu en samkvæmt heimildum DV hafa verið haldin einkasamkvæmi í húsnæðinu sem áætlað var fyr- ir frumkvöðlasetur. Þar mátti sjá stór hljómflutningstæki merkt símafyrirtækinu Nova ásamt því að auglýsingar fyrir tilboð á áfengum drykkjum voru á borðunum. Leiguverð langt undir mark- aðsverði DV ræddi við nokkra leigu- miðlara sem sérhæfa sig í leigu á atvinnuhúsnæði og staðfestu þeir allir að leiguverðið í núver- andi samningi væri afar lágt. Í samtali við DV sagði einn leigu- miðlari: „Þúsund krónur á fer- metra er algjörlega óþekkt þó það sé ekki vatns- eða vindhelt hús. Venjulega er verið að leigja svona húsnæði á 5 til 10 þús- und krónur á fermetrinn, ann- að er bara fráleitt. Þetta er ekki verð sem þekkist á markaðn- um. þetta er bara eitthvað gælu- verkefni, það er alveg augljóst.“ Samkvæmt leigumiðlurunum sem DV ræddi við eru fleiri ver- kefni á vegum borgarinnar þar sem í boði er leiguverð langt undir markaðsverði. Til dæmis Mathöllin á Hlemmi ásamt ver- kefni á Langholtsvegi þar sem verslunin Sunnutorg var, svo eitthvað sé nefnt.n Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is „Þúsund krónur á fermetra er algjör- lega óþekkt þó það sé ekki vatns- eða vindhelt hús. Venjulega er ver- ið að leigja svona húsnæði á 5 til 10 þúsund krónur á fermetrinn, ann- að er bara fráleitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.