Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Qupperneq 20
20 FÓLK - VIÐTAL 26. október 2018
H
eiðveig María Einarsdótt-
ir boðaði fyrir skemmstu
framboð sitt til formanns
Sjómannafélags Íslands.
Sú barátta hefur hins vegar ver-
ið þyrnum stráð því að núverandi
stjórn félagsins breytti reglunum
um réttindi félagsmanna án heim-
ilda, að því er virðist til að hindra
að framboð líkt og hennar nái
fram að ganga. Af þessu hafa hlot-
ist mikil átök en Heiðveig stendur
keik og telur að lög félagsins hafi
verið brotin. DV ræddi við Heið-
veigu um þessa framvindu, æsku-
árin og sjómennskuna.
Vissi aldrei hvenær pabbi kæmi
eða færi
Heiðveig er Vestfirðingur að upp-
runa og fædd inn í mikla sjó-
mannaætt árið 1979. Fyrstu árin
ólst hún upp á Tálknafirði og í
Reykjavík, elst fjögurra systkina.
Faðir hennar, Einar Jóhannsson,
var sjómaður og síðar stýrimað-
ur og skipstjóri og móðir hennar,
Þórdís Ólafsdóttir, því mikið ein
með börnin.
„Þegar ég var þrettán ára vorum
við fjölskyldan rifin upp og gert að
flytja til Siglufjarðar. Pabbi var ráð-
in þangað sem afleysingaskipstjóri
og stýrimaður á togara og bæjar-
félagið vildi útsvarið. Sem ung-
lingi fannst mér ekki spennandi
að flytja þangað úr Breiðholtinu,
þar sem ég var á fullu í íþróttum
og félagslífi. Ég ætlaði nú ekki að
flytja með og pakkaði ekki saman
í herberginu fyrr en rétt áður en
gámurinn kom til að sækja bú-
slóðina,“ segir Heiðveig og hlær.
Af hverju fórst þú á sjóinn?
„Ég skildi ekki af hverju pabbi
var alltaf svona lengi í burtu og af
hverju við fengum sjaldnast að vita
neitt um hvenær hann kæmi eða
færi, ekki einu sinni hvort planið
væri að vera á Íslandsmiðum eða
ekki. Á þessum tíma var senni-
lega minna skipulag á hlutunum
og útgerðunum hefur ekki þótt
ástæða til að upplýsa fjölskyldur
sjómanna um þessa hluti. En ég
hef þá tilfinningu að það sé breytt í
dag og til mikilla bóta.
Í eitt skiptið, þegar ég var fjórt-
án eða fimmtán ára, var hann bú-
inn að vera meira en níutíu daga
í burtu í einu. Veiðiferðirnar voru
alltaf framlengdar og hann þurfti
að taka aukatúra, þá var skipið gert
út frá Flæmska hattinum. Þá ákvað
ég að ég yrði að prófa að fara á sjó.
Ég vissi að pabba þætti vænt um
okkur og það hlaut að vera eitt-
hvað meira í þessu en aðeins vinn-
an, fyrst hann gat verið svona lengi
frá okkur.“
Ráðum ekki konur
Á Siglufirði snerist lífið um sjáv-
arútveg og Heiðveig kynnt-
ist snemma öllum hliðum fisk-
vinnslu, rækjuvinnslu, saltfiski og
fleiru. Þegar aflinn var mikill var
hringt úr frystihúsinu í skólann til
að Heiðveig og skólasystur henn-
ar gætu fengið að fara fyrr til að
vinna. Atvinnulífið hafði forgang.
Í kringum tvítugt ákvað hún að
reyna fyrir sér sem háseti og faðir
hennar hvatti hana til að sækja um
á skipum rétt eins og aðrir myndu
gera.
„Ég sótti um allt frá smábátum
upp í togara. Flestir sögðu nei og
sumir hlógu. Aðrir sögðu mér að
hringja aftur eftir viku og því hélt
ég utan um símtölin í stílabók.“
Fannst þeim skrýtið að stúlka
væri að sækja um?
„Margir sögðust ekki ráða kon-
ur, punktur,“ segir Heiðveig með
áherslu. „Aðrir reyndu að tala um
fyrir mér og sögðu að ég hefði ekk-
ert að gera í þetta. Ég komst loksins
á togara frá Hafnarfirði sem heitir
Ýmir, því það vantaði mann. En ég
þurfti að þræta við skipstjórann og
sannfæra hann að þetta væri sama
vinna og í frystihúsinu. Hann
þurfti að fá leyfi frá eigandanum,
Guðrúnu í Stálskipum, sem var nú
oft talin harðstjóri. Loks fékk ég
að fara ef ég borgaði slysavarna-
skólann sjálf. Ég hafði hálftíma til
að drífa mig út í Fjarðarkaup til að
kaupa nærbuxur og sokka og síð-
an fórum við á fínan þrjátíu daga
úthafskarfatúr.“
Heiðveig segir að í upphafi hafi
hún ekki séð sjómennskuna fyrir
sér sem framtíðarstarf heldur hafi
hún aðeins verið að athuga hvort
þetta væri virkilega eitthvað sem
varið væri í.
„Mér fannst þetta æði. Á þess-
um tíma var ekkert internet, ég
var vakinn og búið að elda fyrir
mig í hvert skipti sem ég fór á fæt-
ur og í lok vaktar. Síðan vann ég
eftir klukkunni og fór að sofa eft-
ir vakt. Þessi rammi og þetta næði
var einstaklega heillandi og hent-
aði mér.“
Mátti ekki vera ólétt á sjó
Heiðveig starfaði næstu árin sem
sjómaður, til skiptis sem háseti og
kokkur á frystitogara. Um miðj-
an þrítugsaldurinn varð hún ólétt
af elstu dóttur sinni og neyddist
hún þá til þess að hætta um tíma.
Heiðveigu fannst það fúlt því hún
var fullfrísk en þessar reglur voru
gerðar vegna fjarlægðarinnar frá
næsta sjúkrahúsi. Hún glímdi
þá við smávægiskvilla á með-
göngunni. Til að hafa eitthvað fyr-
ir stafni fór hún því í viðskiptalög-
fræðinám í Háskólanum á Bifröst.
Þegar tvö börn bættust við fór
Heiðveig í framhaldsnám í verk-
efnastjórnun og sjálfbærum orku-
vísindum í Háskólanum í Reykja-
vík og Háskóla Íslands. Eftir það
vann hún ýmis störf, til dæmis við
stefnumótun og verkefnastjórn-
un hjá Veðurstofunni í tengslum
við eldfjallafræði. Einnig sjálfstætt
starfandi sem rekstrarráðgjafi og
viðskiptalögfræðingur fyrir fyrir-
tæki. En hafið togaði alltaf.
„Þegar verkfallið skall á í fyrra
fór ég að skoða kjaramálin því að
líf mitt hefur alla tíð mótast af kjör-
um og aðbúnaði sjómanna. Ég sá
að þarna var margt að og óunnið
verk fyrir höndum. Það hefur alltaf
verið sami ómur í þessum mál-
um, alltaf verið að tala um verð og
alltaf þessi ótti við atvinnurekand-
ann og óttinn við að hafa skoðanir.
Sjálf hafði ég upplifað þetta þegar
við sex manna fjölskyldan neydd-
umst til að flytja til Siglufjarðar þar
sem það þótti eðlilegt að sveitar-
félagið gerði þá kröfu til útgerð-
anna að þeir menn sem störfuðu
á skipunum þeirra hefðu þar lög-
heimili. Kerfið býður upp á þessa
pressu frá sveitarfélögunum og út-
gerðarfélögunum. Með reynslu og
„Ég sótti
um allt frá
smábátum upp
í togara. Flestir
sögðu nei og
sumir hlógu.
Heiðveig
í ólgusjó
n Hörð átök í Sjómannafélagi Íslands n Fór á sjóinn um tvítugt
n Fjarlægðin frá börnunum erfið
MYND HANNA
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is