Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Síða 21
FÓLK - VIÐTAL 2126. október 2018
ÞÚ FÆRÐ MYNDVARPANN
HJÁ OKKUR
325”
4K
þroska fór ég að hugsa hlutina upp
á nýtt og fannst ég þurfa að koma
því til skila.“
Tilfinningar sjómanna og maka
þeirra
Heiðveig fór um þetta leyti aftur
á sjóinn og hefur starfað síðan þá
sem háseti og kokkur til skiptis. Þá
vinnur hún enn við ráðgjöf og við-
skiptalögfræði.
Hvað er það besta við að vera á
sjó?
„Friðurinn,“ segir Heiðveig og
brosir. „Aftengingin við allt áreiti.
Ég hefði líklega einhvern tímann
verið greind ofvirk, og ég er alveg
pottþétt með athyglisbrest. Fyrir
manneskju sem vinnur svona mik-
ið með hausnum og fær endalaust
af hugmyndum til að hugsa um, þá
er þetta algjör lúxus. Sérstaklega að
elda þar sem matargerð er sérlegt
áhugamál mitt.“
En það versta?
„Fjarlægðin frá börnunum. Ég
finn oft fyrir óbilandi söknuði, sér-
staklega þegar ég heyri í þeim og
þau eru lítil í sér. Ég venst því aldrei.
En þau eru fljót að finna sér leiðir.
Dóttir mín sagði til dæmis að hún
væri leið þegar bæði ég og pabbi
þeirra erum á leið út á sjó, sem
stundum skarast, en það sé samt
allt í lagi af því að það er svo gaman
þegar við komum til baka. Það er
dásamleg stund þegar börnin geta
tekið á móti manni á bryggjunni.“
Heldur þú að það sé erfiðara
fyrir konur en karla?
„Kannski að vinna líkamlega en
við kynin erum misjafnlega byggð.
Hvað varðar fjarveruna þá er það
ekki svo. En það er snúið að vera
sjómannskona því að þú verður að
sætta þig við að makinn fari í burtu
kannski allt upp í mánuð í senn.
Maður áfellist alltaf þann sem er
að fara, það er eðlileg tilfinning og
ég upplifði það fyrst. Eins og þetta
væri hans val. En ég hef séð þetta
frá báðum hliðum og það er alveg
jafn vont, eða jafnvel verra, að fara
sjálfur. Aðeins ef maður er sáttur
getur þetta gengið upp. En þetta
er erfið staða því að maður er eins
og einstætt foreldri án þess að vera
það beinlínis.“
Fær maður samviskubit yfir því
að fara á sjóinn frá fjölskyldunni?
„Já, vott af samviskubiti og
söknuði. Sérstaklega ef makinn
heima kennir þér um að vera skil-
inn eftir. Ég hef ekki upplifað það
nema rétt í byrjun en bæði verið
með mönnum á sjó sem hafa upp-
lifað það og svo átt samtöl við aðr-
ar sjómannskonur sem ómeðvit-
að bera þessar tilfinningar. Ofan á
þetta missir maður af mörgum við-
burðum og tímamótum í lífi barn-
anna, fjölskyldu og vina.“
Sjómenn eftir á í kjarabaráttu
Í kringum verkfallið fór Heiðveig
að skrifa pistla um kjaramál