Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Qupperneq 31
Öryggi 26. október 2018 KYNNINGARBLAÐ
Fyrirtækið Sölutraust hefur verið starfrækt í 15 ár og sérhæfir sig í sölu á ýmsum öryggisvörum,
til dæmis sjúkrakössum og skyldum
vörum, mengunarvarnarbúnaði og ör-
yggismerkingum. En þessar mikilvægu
vörur eru bara einn þáttur í starf-
seminni. Þjónustan við viðskiptavini er
ekki síður mikilvægur þáttur og kemur
meðal annars fram í stöðugu viðhaldi
á öryggisbúnaðinum og aðlögun að
hverjum og einum viðskiptavini eftir
aðstæðum hans.
„Það hefur orðið hugarfarsbreyting í
öryggismálum hér á landi og kæruleysi
hefur minnkað og nánast undantekn-
ing að starfsmenn noti ekki viðeigandi
öryggisbúnað eins og öryggishjálma.
Starfsfólk er í auknum mæli farið að
gera kröfur til sinna vinnuveitenda um
að öryggismál séu í lagi,“ segir Vignir
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sölu-
trausts.
Lítið gagn af óáfylltum sjúkrakassa
Einn mikilvægur liður í öryggismálum
er að sjúkrakassi sé ekki bara til staðar
heldur að hann sé ávallt uppfærður og
sé með öllu því innihaldi sem fólk reiðir
sig á. „Sjúkrakassinn er sambærilegur
við slökkvitæki að því leyti að ef tekið
er af án þess að fylla á aftur þá verða
þessi tæki gagnslaus og skapa falskt
öryggi. Hluti af okkar þjónustu er að
fylla reglulega á sjúkrakassa og fylgj-
ast með að allt sé í þeim sem þar á að
vera. Til að minnka rót í sjúkrakössum
út af skrámum og smáskeinum þá eru
plástraskammtarar góð lausn og eru
mjög margir af okkar viðskiptavinum
búnir að koma sér upp slíkum búnaði.
Einnig eru hafðir augnskols- og eða
brunagelsplattar hjá sjúkrakössum sem
hægt er að nýta sér eftir þörfum,“ segir
Vignir.
Augnskol og brunagel eru líka mikil-
vægur sjúkra- og öryggisbúnaður sem
Sölutraust tryggir að ávallt sé til reiðu
þar sem þess er þörf. „Augnskol gegn
ætandi efnum er bráðnauðsynlegt
á stöðum þar sem menn geta fengið
hættuleg efni í augu. Ég þekki dæmi
um atvik þar sem rafgeymir sprakk
og starfsmaður fékk rafgeymasýru í
augun. Vinnustaðurinn var nýbúinn
að fjárfesta í augnskolsbúnaði og það
tókst að skola augu og andlit í tæka tíð.
Maðurinn kom til vinnu eftir fjóra daga
með heil augu,“ segir Vignir.
Olíuþerriklútar og flotgirðingar
Mengunarvarnarbúnaður er annar
mikilvægur þáttur í starfsemi Sölu-
trausts. Ber þar hæst olíuþerriklúta
sem nýtast til að halda vinnusvæðum
hreinum sem eykur í senn öryggi og
ánægju á vinnustað, og hins vegar
flotgirðingar sem lágmarka skaða af
mengunarslysum. „Ef olía fer í sjó er
flotgirðingu kastað út og hún hreinsar
upp mengunina á stuttum tíma. Þetta
eru uppsogspulsur sem fljóta á vatni og
draga eingöngu í sig olíukennda vökva
– en ekki vatn,“ segir Vignir.
Fyrir utan þetta eru ónefndar vörur
á borð við öryggis- og aðvörunarskilti,
sápur og hreinsiefni, fellistiga, hring-
stiga og flóttastiga. Einnig má nefna
LED-ljós fyrir útivistarfólk.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni
solutraust.is.
SÖLUTRAUST:
Uppfærður öryggisbúnaður