Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Page 34
Öryggi 26. október 2018KYNNINGARBLAÐ
Vörn öryggiskerfi var stofn-að árið 2008 af Jóni Á. Hermannssyni og hefur
síðan vaxið og dafnað og er í dag
í viðskiptum við 1200 fyrirtæki auk
fjölda heimila. Átta manna teymi
sér um sölu og uppsetningu á
myndavélum um allt land.
„Vörn hefur frá upphafi lagt
mikla áherslu á alls kyns tækninýj-
ungar og erum við ávallt með
nýjasta og besta búnaðinn frá
heimsþekktum framleiðendum. Við
vorum með þeim fyrstu sem buðu
uppá þann möguleika að skoða
myndavélar í gegnum síma,“ segir
Jón Ágúst. „Við erum með vöru-
merkið Dahua og bjóðum upp á 4k
myndavélar sem eru 8 megapixla
með nýrri gerð af nætursjón sem
heitir Starvis. Hún virkar þannig
að myndin verður ekki svarthvít að
nóttu til, hún heldur lit og þannig er
auðveldara að greina einstaklinga
í miklu myrkri. Og 4k myndavélar
eru það besta sem hægt er að fá í
dag í almennum vélum, en þær eru
samt á viðráðanlegu verði. Vélarn-
ar henta vel bæði fyrir fyrirtæki og
heimili.“
Fyrir heimili býður Vörn upp á 4
megapixla myndavél sem kostar
15.900 kr. auk virðisaukaskatts,
einnig er 4K myndavél í boði.
Fyrirtæki geta leitað tilboða, „við
setjum upp og þjónustum stærri
sem smærri fyrirtæki.“
Snjalltæknin vinsælust í dag
Snjalltæknin er í boði hjá Vörn og
langflestir eru að snjallvæðast.
„Það er gríðarlega vinsælt, það
vilja allir geta haft stjórn á hlutun-
um í gegnum símann,“ segir Jón
Ágúst. „Þú getur skoðað mynda-
vélarnar í gegnum símann, getur
kveikt og slökkt á þjófavörninni,
kaffivélinni, heita pottinum í sum-
arbústaðnum svo dæmi sé tekið,
það er hægt að gera allt með
þessu kerfi í dag. Ef þú ert með
þjófavörn og myndavélakerfi þá
ertu fljótur að sjá í símanum hvað
er að gerast, þú ert fljótari en ör-
yggisfyrirtækið er að hringja í þig.
Þannig getur þú sparað þér stórar
upphæðir í vöktun.
Við erum leiðandi í tækninýj-
ungum í öryggismálum og verslum
við bestu fyrirtæki í heimi. Þjón-
ustustöðin okkar er í Reykjavík, en
við setjum upp öryggiskerfi um allt
land.“
Gæðaeftirlitskerfi fyrir útgerðar-
fyrirtæki
Fyrir útgerðarfyrirtæki býður Vörn
upp á gæðaeftirlitskerfi og er það
komið upp hjá mörgum fyrirtækj-
um og er framarlega þar, sem
dæmi má nefna Þorbjörn í Grinda-
vík, GPG Seafood og Fiskmarkað
Íslands. „Þessi fyrirtæki og fleiri
nota myndavélakerfi sem gæða-
eftirlitskerfi fyrir fiskvinnsluna og
fleira, enda geta öryggismyndavél-
ar hjálpað til við margt.“
Myndavélakerfi – vörn gegn ein-
elti og skemmdarverkum í skólum
„Vörn hefur sett upp mynda-
vélakerfi í fjölmarga skóla á höf-
uðborgarsvæðinu og hefur það
reynst gott vopn í baráttunni gegn
einelti. Skemmdarverk á skóla-
lóðum geta kostað mikla fjármuni
og eru nánast úr sögunni þegar
myndavélar eru til staðar,“ segir
Jón Ágúst.
Allar upplýsingar um Vörn ör-
yggiskerfi má fá í síma 561-5600,
netfanginu vorn@vorn.is og á
heimasíðunni www.vorn.is.
VÖRN ÖRYGGISKERFI:
Leiðandi í öryggismálum