Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Page 36
Öryggi 26. október 2018KYNNINGARBLAÐ Optima ehf. var stofnað árið 1953 og hefur allar götur síðan þjónustað fyrirtæki með skrifstofuvörur. Optima var fyrsti aðilinn hér á landi til að flytja inn ljósritunarvélar og síðan þá hefur þjónustan þróast í takt við tímann. Í dag er Optima einn af stærstu sölu- og þjónustuaðilum í prentbúnaði og prentlausnum og býður þekkt merki á borð við Ricoh og Xerox. Optima býður jafnframt fjöl- breytt vöruúrval sem tengist öryggi fyrirtækja og einstaklinga. Má þar nefna öryggisskápa, munaskápa og eldtraustar skjalahirslur í öllum stærðum. Eldtefjandi öryggisskápar og ör- yggisskjalaskúffur Að sögn Hildar Birnu Gunnars- dóttur, sölustjóra Optima, hefur sala á öryggisskápum fyrir heimili farið vaxandi undanfarin ár og tekið kipp eftir innbrotahrinu undanfarin misseri. „Við bjóðum einnig upp á eldtefjandi öryggisskápa sem og eldtefjandi skjalaskúffur sem henta vel undir mikilvæg trúnaðargögn,“ segir Hildur. „Eldtöf getur verið í allt að tvær klukkustundir sem eykur líkur á að verðmætin verði ekki eldi að bráð,“ segir hún. Hún bendir einnig á að sala á sérstökum öryggisskápum fyrir hótel hafi vaxið mjög undanfarin ár í takt við aukna uppbyggingu hótela. Sem ferðamenn þekkjum við öll þá tilfinningu að vilja geta treyst á ör- yggishólfið í herberginu okkar. Uppgjörsskápur og seðlabox „Við bjóðum upp á uppgjörsskápa fyrir fyrirtæki. Starfsmaðurinn ber eingöngu ábyrgð á að setja uppgjör dagsins í hólf og fellur það ofan í læst hólf sem eingöngu yfirmenn komast í. Enn fremur bjóðum við upp á sérstök seðlabox fyrir pen- ingaseðla sem staðsett eru hjá afgreiðslufólki. Starfsfólk setur þá verðmætari seðla í boxið í stað afgreiðsluskúffu,“ segir Hildur. Ef til þjófnaðar kemur er hindrað að- gengi að stærstu seðlunum. „Mjög stór liður í okkar rekstri er sala á starfsmanna-, nemenda- og munaskápum til fyrirtækja, stofn- ana og skóla. Þar á hver starfs- maður eða nemandi læsanlegt hólf eða skáp til afnota og getur verið öruggur um að verðmæti hans séu á góðum stað meðan á vinnu stendur.“ Optima selur líka talningarvélar fyrir banka sem eru með öryggisskanna sem skannar falsaða seðla. Optima er til húsa á tveimur stöðum, að Ármúla 13 í Reykjavík, og Glerárgötu 28 á Akureyri. Í Ármúlan- um er, auk skrifstofu, sýningarsalur þar sem hægt er að skoða allar helstu vörurnar, öryggisvörur og aðrar skrifstofuvörur fyrir- tækisins. Opið er virka daga frá 9 til 17. Sjá nánar á optima. is OPTIMA: Verðmæti og trúnaðargögn í þjófheldum og eldtefjandi hirslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.