Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Page 43
Öryggi 26. október 2018 KYNNINGARBLAÐ Prolan stoppar ryðið og endist lengi Velkomnir í hellinn minn,“ segir Smári Hólm kankvís þegar hann tekur á móti blaða- manni og myndatökumanni í hús- næði sínu að Rauðhellu 1 í Hafnar- firði. Smári Hólm rekur þar lítið en afar kröftugt ryðvarnarverkstæði ásamt eiginkonu sinni og samstarfs- félaga, Sigríði Ragnarsdóttur. Smári Hólm sinnir jöfnum höndum bílum fyrir bílaumboðin, bílaflota fyr- irtækja og bílum einstaklinga. Hann segir nýja bíla vera ótrúlega fljóta að ryðga. Annar bíllinn sem búið er að lyfta upp þarna inni er nýr sýningar- bíll frá umboði og ekki enn kominn á númer. Smári sýnir okkur merki- lega marga ryðbletti undir þessum splunkunýja bíl. „Það er bara enginn bíll hannaður fyrir íslenska veðráttu og saltið á götunum fer strax að éta sig inn í þá. Auk þess fer ál sérstak- lega illa og tærist mun hraðar en stál,“ segir Smári. Ég bið Smára Hólm um að lýsa ryðvarnarferlinu: „Ég tek bílana inn daginn áður og þurrka þá í miklum hita til að ná kjörhitastigi áður en Prolan er borið á þá. Bíllinn verður að vera alveg skraufþurr og heitur. Áður en ég hef lokið við að þurrka hann lyfti ég honum upp, tek dekkin undan hon- um, tek allt plast utan af honum, tek pönnurnar undan honum. Svo þegar ég er búinn að hreinsa allt sem ég get tekið undan bílnum þá blæs ég hann með háþrýstilofti.“ Töfraefnið Prolan Smári Hólm notast eingöngu fyrir hið frábæra ryðvarnarefni Prolan en hann er umboðsaðili fyrir það á Íslandi: „Ryðið sem er komið til dæmis í bíl drekkur í sig Prolan-vörnina sem endist síðan von úr viti sem forvörn því hún liggur á bílnum og hrindir stöðugt frá honum vatni. Kemur í veg fyrir að súrefni og vatn komist að járninu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að bíllinn sé þurr þegar borið er á hann.“ Meðfylgjandi myndir sýna dæmi um ótrúlega virkni Prolan á hluti sem virðast ónýtir og ekki annað í stöð- unni en að kaupa nýja. En Prolan gerir kraftaverk á veðruðum og illa ryðguðum hlutum. Af hverju Prolan-ryðvörn? n Myndar þykka sterka filmu. n Binst við yfirborð og myndar sterka vörn í lengri tíma. n Hægt að stöðva ryðmyndun sem hafin er. Yfirborðið myndar filmu og stöðvar yfirborðsaðgengi súrefnis og vatns. n Myndar ekki rafleiðni upp að 70kV og nýtist því vel þar sem glímt er við rakavandamál í rafmagni. n Þolir háþrýstiþvott allt að 170bör eftir að hafa tekið sig. n Efnið hefur gott þol gegn vægum sýrum, salti, áburði og fjölmörgum öðrum tæringarefnum. n Vottað af NSF til notkunar í mat- vælaframleiðslu og uppfyllir flokkun H1 í því tilfelli. n Hefur góða smureiginleika fyrir hreyfanlega hluti, m.a. í kopar- og nælonfóðringu. n Hefur almennt ekki áhrif á gler, lakk eða aðra yfirborðsmeðhöndl- aða fleti. Alltaf í bílunum „Ég fæddist með smurkönnu í annarri hendi og skiptilykilinn í hinni. Pabbi var mikill jeppakall, ég fór mikið með honum á fjöll og fékk að keyra fyrst sjö ára. Ég er búinn að vera á kafi í jeppamennsku alla mína ævi en hef tekið mér hlé frá henni síðustu árin,“ segir Smári. Verkstæðið hans hér að Rauð- hellu 1 er opið frá 8 til 17 virka daga. Gott er að fara inn á heimasíðuna hjá Smára Hólm WWW.smariholm.com til að sjá hvar Rauðhella 1 er í Hafnarfirði. Panta þarf tíma símleiðis í 788- 5590 og getur biðtíminn verið nokkuð langur. Smári er eftirsóttur í bransanum enda hefur hann afar gott orð á sér: „Ég kappkosta að vinna af mikilli fagmennsku. Ég er líka búinn að vera í jeppa- og bílageiranum alla mína ævi.“ Sjá nánar á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/prolan- rydvorn/ og vefsíðunni https://www. smariholm.com/. OG EFTIR PROLAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.