Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Síða 57
TÍMAVÉLIN 5726. október 2018
RÁIN
Hafnargata 19a
Keflavík
S. 421 4601
FERSK OG FALLEG
ÞJÓNUSTAR
ÞIG Í MAT OG
DRYKK
ÞRJÁTÍU HANDTEKNIR EFTIR
LEIK VÍKINGS OG FRAM
n Bakvörður tók högg fyrir dómara
U
pp úr sauð á Reykja-
víkurmótinu í
knattspyrnu vorið 1940
í leik Víkings og Fram.
Eftir atvik á vellinum veittust
áhorfendur að dómara leiksins
og þurfti lögreglan að hand-
taka þrjátíu pilta.
„Uss, það var bara box,“
sagði ungur piltur sem kom af
leik Víkings og Fram á Íþrótta-
vellinum. Leikurinn var ró-
legur í fyrri hálfleik en í þeim
seinni færðist harka í hann.
Var allt að verða vitlaust á
vellinum og þurfti dómarinn,
Gunnar Axelsson, margsinnis
að hafa afskipti af leikmönn-
um.
Um tólf hundruð áhorfend-
ur voru á leiknum. Undir lok-
in hljóp einn áhorfandi inn á
völlinn og ætlaði að slá Gunn-
ar en þá kom bakvörður Vík-
ings, Gunnar Hannesson,
honum til varnar. Endaði það
með því að bakvörðurinn fékk
bylmingshögg.
Lögreglan kom aðvífandi
og skarst í leikinn og urðu
þá margir áhorfendur reið-
ir. Gerði hópur pilta og full-
orðinna manna aðsúg að lög-
reglunni og dómaranum.
Stympingar milli lögreglu og
óeirðarseggjanna stóðu lengi
yfir inni á Íþróttavellinum og
bárust slagsmálin út á Suður-
götuna. Að lokum fór svo
að þrjátíu óeirðaseggir voru
handteknir, yfirheyrðir og loks
sleppt.
Umfjöllun blaðanna var á
eina leið; að árásin hafi verið
tilhæfulaus og óeirðaseggirn-
ir ættu að fá bann og sekt-
ir. Meira að segja blaðamenn
Morgunblaðsins og Þjóðvilj-
ans voru sammála um það.
Úrslit leiksins voru 1-0 Víkingi
í vil. n
ÍSLENDINGUR Á TÍRÆÐISALDRI FLÚÐI AF SKOSKUM FLUGVELLI
„Þeir ætluðu
alveg að
verða vitlausir í
útlendingaeftirlitinu
í Skotlandi þegar
þeir sáu hvað ég var
gamall
verndarnefnd sem þríklofnaði í af-
stöðu sinni og fór síðan til Barna-
verndarráðs sumarið 1959. Á
meðan sú meðferð stóð yfir átti
Dollý að vera á landinu en Stein-
grím var þá farið að gruna að hún
myndi reyna að fara til Bandaríkj-
anna á nýjan leik með börnin. Var
þá móðir hennar komin til Íslands.
Steingrími tókst að fá það
staðfest með hjálp lögreglunn-
ar á Keflavíkurflugvelli að Dollý
og börnin væru á farþegalista hjá
Pan American Airlines. Stöðv-
aði lögreglan þá ferð með tilskip-
un dómsmálaráðuneytisins. Tíu
dögum síðar gerðu Dollý og móðir
hennar aðra misheppnaða tilraun
til að flýja. Steingrímur krafðist
þess að börnin yrðu tekin af henni
en þess í stað voru lögregluþjónar
fengnir til að vakta Laugarásveg-
inn í mánuð.
Hasar í Kaupmannahöfn og
Miami
Úrskurðurinn dróst og 18. desem-
ber fékk Steingrímur hringingu frá
vini um að húsið við Laugarásveg-
inn væri mannlaus. Hafði Dollý
þá komist til Kaupmannahafnar
með börnin um morguninn undir
fölskum nöfnum og í dulbúningi.
Fékk hún nemanda sinn úr sund-
ballettinum til að aðstoða sig og
fljúga með út.
Steingrímur hringdi strax í
sendiherrann í Kaupmannahöfn
og var Dollý yfirheyrð á flugvellin-
um en þar sem hún hafði banda-
rískt vegabréf aðhafðist danska
lögreglan ekki. Sama kvöld komust
Dollý og börnin til New York en
nemandinn flaug aftur til Íslands.
Varð Steingrímur mjög reiður
yfir þessu og í kjölfarið kallaði
utanríkisráðherra sendiherra
Bandaríkjanna á sinn fund. Ekk-
ert kom þó út úr þeim fundi. Þann
17. febrúar árið 1960 úrskurð-
aði Barnaverndarnefnd að elsti
drengurinn skyldi vera hjá Dollý
en hin tvö hjá Steingrími.
Hóf Steingrímur þá að reyna að
fá börnin frá Bandaríkjunum en
Dollý bjó þá í Flórída. Fór hann
með lögfræðingi til fógeta í Miami
og fékk liðsinni fulltrúa þar til að
ná í börnin. Þau voru ein heima
hjá sér en Dollý var við vinnu. Þeir
tóku tvö yngri börnin en skildu
elsta drenginn eftir og brunuðu
út á flugvöll. Í Miami keypti Stein-
grímur fyrsta flug út, sem var til
Kúbu en seinkun varð á því flugi.
Dollý krafðist ógildingar á ís-
lenska úrskurðinum og aflaði lið-
veislu lögreglunnar til að stöðva
brottför Steingríms og barnanna.
Rétt áður en vélin fór í loftið komu
lögreglumenn, stöðvuðu Stein-
grím og tóku börnin í sína vörslu.
Var þeim komið fyrir á fóstur-
heimili uns málið yrði útkljáð fyrir
bandarískum dómstólum.
Í febrúar 1961 var íslenski úr-
skurðurinn dæmdur ógildur og í
nóvember það ár var Dollý dæmt
forræði yfir öllum börnunum en
Steingrímur umgengnisrétt yfir
sumartímann.
Kæft á Íslandi
Mikið var fjallað um málið í banda-
rískum fjölmiðlum og þar sagt
frá öllum smáatriðum í barningi
Steingríms og Dollýjar í þeirra
hjónabandi. Steingrímur var jú
einu sinni sonur fyrrverandi for-
sætisráðherra og hafði þar að auki
starfað á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna. Á Íslandi heyrðist hins
vegar ekki múkk.
Steingrímur sendi mág sinn,
Sveinbjörn Dagfinnsson hæsta-
réttarlögmann, til að funda með
öllum ritstjórum dagblaðanna og
samþykktu þeir að fjalla ekki um
málið nema með leyfi Steingríms.
Morgunblaðið var með tilbúna
frétt sem dregin var úr birtingu
og afhenti Matthías Johannessen
Steingrími öll gögn um málið. n
sagði Lárus við Morgunblaðið við
komuna á Reykjavíkurflugvöll.
„Þeir ætluðu alveg að verða vitlaus-
ir í útlendingaeftirlitinu í Skotlandi
þegar þeir sáu hvað ég var gamall. Í
Prestwick höfðu þeir víst aldrei séð
svona gamlan mann og því síður að
hann væri að ferðast,“ sagði Lárus
brosandi.
Lárus var fæddur árið 1855 og
lést tæpu ári eftir flugferðina af-
drifaríku. n
Lárus við heimkomuna
Morgunblaðið 8. júlí 1949.
Íþróttavöllurinn
Fram og Víkingur takast á.
Sara Jane Donovan
Tíminn 26. mars 1954.
Dollý Kennir lömuðum sund.