Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Síða 64
64 26. október 2018
1992 framdi Grikkinn Antonis Daglis sitt fyrsta morð. Hann var dæmdur fyrir morð á þremur
vændiskonum í Aþenu. Eftir að hann var handtek-
inn játaði hann að hafa nauðgað tveimur konum,
kyrkt þær síðan og sundurlimað lík þeirra. Daglis
játaði enn fremur að hafa reynt að myrða sex
konur að auki og að hafa rænt þær allar átta. Við
réttarhöldin sagði hann: „Ég hataði allar vænd-
iskonur og mun gera það áfram.“ Daglis fékk, árið
1997, þrettánfaldan lífstíðardóm og 25 ár að auki.
SAKAMÁL
Síðumúla 30 - Reykjavík
Hofsbót 4 - Akureyri
VONDI STJÚPINN
William fann sig einhverra hluta vegna knúinn til að
fyrirkoma eiginkonu sinni
T
ilvera hins fimmtán ára
George Hollingdale, á heim-
ili hans á Cavendish-stræti
10 í Brighton á Englandi, var
ekki létt, en hann lét sig hafa það,
enda margt sem hægt var að hafa
áhyggjur af á því herrans ári 1887.
George bjó með móður sinni og
stjúpföður í lítilli leiguíbúð, svo
lítilli að hann þurfti að deila svefn-
herbergi með þeim. Þrengslin á
heimilinu voru eitt en verra var
að móður George, Söruh, 35 ára,
og stjúpa, William Wilton, 40 ára,
þótti sopinn helst til góður og stöð-
ug drykkja þeirra olli miklum nún-
ingi innan veggja heimilisins.
Allsgáð, ótrúlegt en satt
Þann 8. júlí, 1887, vildi svo ólík-
lega til að hjónin voru allsgáð.
William kom heim að vinnu lok-
inni, en hann gerði við vagnhjól,
og um kvöldið tók eiginkona hans
til kvöldverð; kál, léttsaltað nauta-
kjöt með lauk. Um ellefu leytið það
kvöld höfðu hjónin ekki enn feng-
ið sér í glas og öll þrjú tóku á sig
náðir á sama tíma.
Í morgunsárið, klukkan fimm,
vaknaði George. Móðir hans og
faðir voru enn í fastasvefni og
hann yfirgaf heimilið.
Höfuðkúpan mölbrotin
Þegar George kom heim að kvöld
þessa dags kom hann að útidyrun-
um læstum. Greip unglingurinn til
þess ráðs að skríða inn um opinn
glugga svefnherbergisins. Þar
mætti honum óhugnanleg sjón.
Allt virtist með kyrrum kjörum en
blóð sem lak af rúminu og nið-
ur á gólf gaf til kynna að sú væri
ekki raunin. Þegar hann svipti
sænginni af rúminu blasti við hon-
um lík móður hans. Höfuðkúpan
hafði verið barin í mauk og höf-
uðið sjálft nánast skilið frá búkn-
um. Af stjúpa George sást hvorki
tangur né tetur.
Sat að sumbli
Skelfingu lostinn hljóp George yfir
ÞVOTTAKONAN OG ÞJÓFURINN
n Toddy var þjófóttur drykkjurútur n Milly lét hann róa
E
inu sinni var ekkja í Chad-
well Heath í Essex á
Englandi. Ekkjan hét Milly
Blunt og var 43 ára þegar
þessi saga hefst árið 1864. Milly
sá sér farborða með því að þvo
þvott fyrir þá sem þess óskuðu, og
þeirri vinnu hafði hún sinnt eftir
að eiginmaður hennar féll frá og
tvö börn þeirra hjóna, af fjórum,
höfðu dáið. Um þriggja ára skeið
hafði Milly verið í sambandi með
þjófóttum drykkjusvola, Franc-
is „Toddy“ Wane, en þegar þarna
var komið sögu hafði hún feng-
ið sig fullsadda af honum og því
sem honum fylgdi og slitið sam-
bandinu.
Brúðkaup í vændum
Í kjölfarið vænkaðist hagur Millyjar
því hún fékk starf sem fólst í þrif-
um á krá einni og að auki gerð-
ist hún ráðskona hjá 78 ára göml-
um herramanni, James Warren.
James þessi bjó ásamt 49 ára syni
sínum, John, í gömlu húsi á Chad-
well-heiðinni. Þess var skammt að
bíða að Milly og John felldu hugi
saman og um síðir ákváðu þau að
ganga í hjónaband.
Þegar Toddy heyrði þau tíðindi
varð hann vægast sagt brjálaður
og hugsaði sitt.
Toddy í morðskapi
Í ágústlok þetta ár kíkti Toddy inn
á White Horse-krána á leið sinni
heim frá Romford. Þar sem hann
sat og kneyfaði öl hitti hann kunn-
ingja sinn, opinberan starfsmann
að nafni Joseph Rogers. Þeir tóku
tal saman og sagði Toddy honum
að hann hygðist drepa konu.
Rogers leist ekkert á hvert samtalið
stefndi og bað Toddy lengstra orða
að láta af öllum slíkum áformum.
Biður um annað tækifæri
Toddy gaf lítið fyrir ráðleggingar
Rogers og sagði: „Nei, lagsi. Ef þú
verður staddur einhvers staðar
á Englandi næsta mánuðinn þá
munt þú komast að raun um að
ég hef orðið henni að bana.“ Seg-
ir ekki frekar af samræðum Toddys
og Rogers og víkur frásögninni nú
fram um viku.
Þá sat Milly á kránni og sötraði
öl með framtíðartengdaföður sín-
um og sonarsyni hans. Birtist þá
ekki nema Toddy sem vindur sér
að henni og grátbað hana að gefa
honum annað tækifæri.
Milly tók óstinnt í bón Toddys
og sagði að myndi aldrei verða.
Brást Toddy hinn versti við:
„Milly, þú verður að deyja.“ Vert-
inn á White Horse-kránni, Charles
Fitch, sem lengi hafði haft horn
í síðu Toddys, ákvað að skerast í
leikinn og gerði Toddy brottrækan
af kránni.
Legið á hleri
Þann 24. september fór Toddy á
Cooper’s-krána í morgunsárið.
Hann vissi sem var að Milly keypti
inn í verslun við hliðina og masaði
gjarna við vinkonu sína í leiðinni.
Milly brá ekki út af vana sínum og
samræður vinkvennanna snerust
eðli málsins samkvæmt að mestu
leyti um væntanlegt brúðkaup. Þar
sem Toddy sat á kránni gat hann
heyrt hvert einasta orð sem þeim
fór á milli.
Skorin á háls
Milly fór síðan heim, kláraði þvott-
inn og hóf svo vinnu við brúðar-
kjólinn. Innan skamms fann
hún til þorsta og bað því James
gamla að skjótast á White Horse
og kaupa handa henni öl, eina og
hálfa pintu nánar tiltekið.
James taldi það ekki eftir sér,
rölti á krána og kom heim um
hálftíma síðar. Litlu mátti muna
að James hnyti um illa útleikið lík
Millyjar. Hafði hún verið skorin á
háls og voru skurðirnir, þrír tals-
ins, svo djúpir að hægt var að finna
fyrir hálsliðunum.
Toddy hittir William Calcraft
Toddy var handtekinn í snarhasti
en bar af sér allar sakir, sagðist
ekki einu sinni hafa verið í Chad-
well Heath þennan morgun. Ekki
var hlustað á hann og síðar réttað
yfir honum í Chelmsford þann 14.
desember 1864.
Hann sagðist vera saklaus en
kviðdómur taldi hið gagnstæða
og Francis „Toddy“ Wane var
hengdur af William Calcraft 28.
desember 1864 fyrir framan um
1.500 áhorfendur. n
Cooper’s-kráin í Chadwell Heath Hér hler-
aði Toddy samtal Millyjar og vinkonu hennar.
White Horse-kráin Vinur Toddys fékk að
heyra af áformum hans yfir ölkrús á þessari krá.
„Milly, þú verður
að deyja.