Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Síða 70
70 FÓLK 26. október 2018 LOKAÐIR STURTUKLEFAR MEÐ TOPPI, SPORNA GEGN RAKA OG MYGLU Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið S. 856 5566 Orkustöðvarnar þurfa að vera heiðarlegar n Sycamore Tree taka upp hjá heimsfrægum framleiðanda n Bítlarnir þrætuepli Þ au Ágústa Eva Erlends- dóttir og Gunnar Hilmars- son skipa hljómsveitina Sycamore Tree en hljóm- sveitin hefur verið á mikilli sigl- ingu undanfarin misseri. Hljóm- sveitin gaf út sína fyrstu breiðskífu, Shelter, á síðasta ári og hlaut mikið lof gagnrýnenda og fór beina leið á topplista landsins. Bandið hlaut fjölda tilnefninga og verðlaun á hlustendaverðlaunum nú fyrr á árinu auk þess sem Ágúst Eva var kosin söngkona ársins. Bandið vinnur nú hörðum höndum að gerð nýrrar plötu en plötuna vinna þau með hinum virta útsetjara Rick Nowel. Rick, sem er einn sá stærsti í sínu fagi, hefur unnið með stórstjörnum á borð við Lana Del Rey, FKA Twigs, Lykke Li og Madonnu svo ein- hverjir séu nefndir. Hljómsveitin stefnir á útgáfu plötunnar á nýju ári. Átti að leika hund í mynd Hrafns Ágústa segist hafa sungið síð- an hún var barn og sex ára hafi hún komið fyrst fram en það var á helgileik. „Pabbi minn sendi mig í pruf- ur fyrir kvikmyndina Hin helgu vé eftir Hrafn Gunnlaugsson þegar ég var tíu ára. Ég komst í lokaúrtak þar en þá fékk pabbi að lesa hand- ritið og dró mig snarlega úr því verkefni.“ Myndin fjallar um sjö ára dreng sem verður ástfanginn af tuttugu ára heimasætu. „Ég átti að leika hund og þetta var mjög skrýtið allt saman.“ Átján ára gömul fór Ágústa í al- þjóðlega hæfileikakeppni í Banda- ríkjunum og kynntist þá leiklist í fyrsta sinn. „Ég gerði þetta í flippi. Það var kennaraverkfall og ódýrt að fljúga. Þarna voru stelpur í svona „pageant“ kjólum og mér fannst þetta rosalega fyndið. Þar keppti ég í sápuóperuleik og endaði í öðru sæti. Ég hef alltaf haft áhuga á rugli og að brjóta upp aðstæður eins og ég gerði með Silvíu Nótt. Ég hef sinnt bæði tónlistinni og leiklistinni alla tíð síðan, tekið þátt í söngleikjum og sungið með kór- um. Leiklistin hefur verið meira áberandi síðustu tíu ár en nú er það að breytast.“ Gunni hóf tónlistarferilinn í bíl- skúrnum þrettán eða fjórtán ára eins og svo margir unglingsstrák- ar gerðu. Þetta var á tíunda ára- tugnum og sterk tónleikasena í borginni. „Ég ætlaði að fara í músík, flutti til London og spilaði sem ba- ssaleikari. Síðan tók lífið U-beygju og ég fór á kaf í hönnun og setti tónlistina á hilluna. Á síðustu árum hef ég fundið þörfina fyrir að byrja aftur að semja og spila,“ seg- ir hann. Tómatakast á sviði Ágústa segir að sameiginlegur vinur þeirra, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, hafi leitt þau saman. Gunni segir: „Við höfðum aldrei talað saman þegar við hittumst á fyrsta Sycamore Tree fundinum sumar- ið 2016 fyrir utan eitt vink á Klapp- arstígnum fyrir fimm árum sem Ágústa man ekkert eftir, en hún var þar að leggja bílnum sínum ólöglega.“ Ágústa áréttar að hún hafi ekki lagt í stæði fatlaðra. „Hálfu ári áður en við hittu- mst á fundinum voru ég og Ómar byrjaðir að vinna að efninu. Okk- ur fannst kvenrödd hæfa efninu og ég gerði lista yfir fjórar söngkonur sem komu til greina. Ágústa var að sjálfsögðu efst og var sú fyrsta og eina sem var spurð,“ segir Gunni. Hingað til hefur Gunni samið flesta textana en hann hefur hvatt Ágústu til að skrifa. Þegar hún byrjaði komu þeir tuttugu í einu. „Hans textar eru oft um ástina en mínir miklu dekkri. Ég er að bíða eftir staðfestingu á því hvort ég sé snillingur eða aumingi,“ segir Ágústa og hlær. „Ég hef enga dóm- greind á það sem ég geri, enga. Sumt er frábært en níutíu prósent fíflagangur. Einhver annar þarf að sigta þetta út og grípa.“ Gunni segir að hvert lag hljóm- sveitarinnar sé ein saga og einn heimur. Textarnir séu byggðir á reynslu þeirra beggja og annars fólks einnig. „Þegar þú ert með fólk sem vill hlusta er glatað að segja ekki eitthvað sem skiptir máli.“ Ágústa bendir Gunna á að hann hafi samið lag á síðustu plötu sem er einmitt um eitthvað sem skiptir engu máli. „Ég læt hann finna fyr- ir því á hverjum einustu tónleikum og segi fólki að nú ætlum við að spila leiðinlega lagið. Þá fær hann persónulegt tómatkast frá sínum eigin hljómsveitarmeðlimi,“ segir Ágústa og hlæja þau bæði. „Fólki finnst þetta samt fyndið,“ bætir hún við. Heimsfrægur framleiðandi Sycamore Tree gáfu út sína fyrstu plötu, Shelter, á síðasta ári og gekk hún vonum framar. Enduðu sex af átta lögunum inni á vinsælda- listum. „Meira að segja leiðinlega lagið endaði á lista,“ segir Gunni. Um haustið áttu þau að spila á Iceland Airwaves hátíðinni en þá var Ágústa komin á steypirinn. Hún segir: „Í bjartsýniskasti hélt Gunni í vonina um að við gætum spil- að þann níunda nóvember en ég fæddi þann sjöunda.“ Hátíðin er mikill sýningargluggi fyrir íslenska tónlistarmenn og er- lendir útsendarar að leita að tón- list fyrir kvikmyndir, auglýsingar og fleira. Það var á þessum tíma sem Gunni tók eftir að framleið- andinn Rick Nowels var búinn að skrifa við eitt af lögunum þeirra á Youtube: „Great band, great song.“ Nowels hefur meðal annars unnið með Stevie Nicks, Madonnu, Cher og Rod Stewart. Gunni komst í samband við Nowels og flaug í kjölfarið út til Los Angeles til að hitta hann. „Hann vildi heyra nýja efnið og við tókum það upp fyrir hann hérna heima. Honum leist það vel á þetta að hann ákvað að við myndum gera heila plötu. Það verkefni hefur verið í gangi síðan í febrúar.“ Þið ætlið væntanlega á alþjóð- legan markað með þetta? Ágústa segir: „Við erum á kafi í öðrum verkefnum, og Rick líka, en við höfum nýtt hverja lausa stund til að halda plötunni gangandi og það hefur gengið vel. Um ára- mótin ætlum við að kynna þetta á alþjóðavettvangi.“ Vildi ekki skemmta útrásarvíkingakonum Spurning um áhrifavalda bands- ins varpar strax ljósi á mikinn ágreining milli Ágústu og Gunna, það er Bítlana. „Við erum ekki sömu megin þar,“ segir Ágústa. „Ef hann semur lag í anda Bítlanna þá breytist ég í skessu.“ Gunni viður- kennir að það komi stundum „smá bítl í hann“ og hann heldur mjög upp á John Lennon. Er það að koma fram á tón- leikum sambærilegt við að leika á sviði? „Nei, tónlist getur ekki ver- ið þannig. Þessar orkustöðvar sem maður notar til að flytja lög- in þurfa að vera svo heiðarlegar til að virka. Tónlist snýst um það að hreyfa við fólki og á tónleikum þarf hún að ganga upp tilfinningalega,“ segir Ágústa. Hafið þið verið beðin um að koma fram í undarlegum einka- samkvæmum? „Ég er ennþá beðin um að koma fram sem Silvía Nótt,“ seg- ir Ágústa og brosir. „Í eitt sinn átti að fljúga mér upp á Esjuna með þyrlu til að skemmta eiginkon- um útrásarvíkinganna. Þær voru með einhvern flipp-klúbb og voru að flippa með peninga. Þegar þær voru búnar að ganga upp fjallið átti ég að vera Silvía Nótt og taka á móti þeim með kampavín.“ Var þetta gert? „Ég sagði pent nei takk.“ Fatahönnuður og tímaflakkari Tónlistin er ekki það eina sem Gunni og Ágústa bardúsa við þessa dagana. Gunni hefur starfað sem fatahönnuður víða um heim í tuttugu ár. Meðal annars hjá All Saints í London, Bestseller í Dan- mörku og Kormáki og Skildi hér á Íslandi. Ágústa er með annan fótinn í Noregi og Litháen. Þar er hún að leika í HBO sjónvarpsþáttaröð sem nefnist Beforeigners. „Þetta er vísindaskáldskapur og satíra um fólk frá öðrum tímum. Ég leik eitt af þremur stærstu hlutverkun- um, persónu frá víkingatímanum sem gengur ekki vel að passa inn í nútímann.“ n Kristinn Haukur Guðnason Guðni Einarsson kristinn@dv.is /gudnieinarsson@dv.is Textagerð „Ég er að bíða eftir stað- festingu á því hvort ég sé snillingur eða aumingi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.